Skírnir - 01.09.1999, Page 199
SKÍRNIR LOFTKENNT FÓLK Á STAÐLAUSUM TÍMUM?
445
Bandarískir og breskir fréttavefir hafa bæði menningarlegt og
mállegt forskot á aðrar fréttaþjónustur á Vefnum. Því væri eðli-
legt að álykta sem svo að virtir breskir fjölmiðlar gætu auðveld-
lega laðað til sín alþjóðlegan lesendahóp. Við fyrstu sýn gætu
menn haldið að svo væri því aðeins 40% lesenda fréttavefsins El-
ectronic telegraph (gefinn út af The Daily Telegraph) eru staðsett
í Bretlandi. Hins vegar eru hin 60 prósentin ekki dreifð um ger-
valla heimsbyggðina, sem hefði þó ekki verið undarlegt í ljósi for-
tíðar þjóðarinnar sem nýlenduveldis, heldur eru 35% lesendanna
búsett í Bandaríkjunum, 5% í Astralíu og 5% í Kanada. Aðeins
15% af lesendahópi fréttavefsins eru því búsett utan enskumæl-
andi landa. Samt er Electronic telegraph einn elsti veffjölmiðill í
heimi og breskur að auki en Bretland er gjarnan álitið vera helsta
vígi faglegrar fréttamennsku í heiminum.
Islensku fréttavefirnir, mhl.is og vísir.is, hafa ekki útilokað
þann möguleika að setja upp tvítyngda fréttaþjónustu. Asgeir
Friðgeirsson hjá vísi.is sagði það eingöngu vera tímaspursmál
hvenær það yrði gert.32 En hann bætti því við að samkvæmt sinni
reynslu, sem fyrrum ritstjóri Flugleiðatímaritsins Atlantica, væri
ekki nóg að bjóða upp á sjálfvirkar þýðingar á innlendum frétt-
um, fréttir á öðru tungumáli krefðust nýrrar ritstjórnar og nýrrar
nálgunar. Þar hittir Asgeir naglann á höfuðið. Tungumál eru ekki
dauðhreinsuð verkfærasett heldur bera með sér margræðar menn-
ingarlegar aukamerkingar. Þannig kom t.a.m. í ljós að mjög fáir í
íslensku könnuninni lesa veftímarit að nokkru gagni, jafnvel þótt
ýmis bandarísk veftímarit hafi komið sér upp nokkrum hópi les-
enda. Meirihlutinn (75%) les þau ekki, 22% sögðust stundum
lesa þau og aðeins 3% sögðust oft lesa þau. Sá mikli munur sem
er á þeim sem skoða erlenda fréttavefi annars vegar og þeim sem
skoða erlend veftímarit hins vegar, gæti einmitt skýrst af ólíkum
stíl þessara miðla. Almennt er hægt að fullyrða að blaðamenn og
pistlahöfundar á veftímaritum hafa huglægari stíl sem hentar síð-
ur alþjóðlegum lesendum heldur en hinn hlutlægi staðreyndastíll
32 Úr viðtali greinarhöfundar við Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóra vísis.is, sem tekið
var 29. maí 1998.