Skírnir - 01.09.1999, Page 200
446
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
SKÍRNIR
sem flestir virtir fréttamiðlar nota. Huglægur stíll er iðulega tal-
málskenndari og hann er líklegri til að innihalda beinar eða
óbeinar menningarlegar tilvísanir, bæði efnislega og í orðaleikj-
um. Slíkar tilvísanir geta verið óskiljanlegar fólki sem er ágætlega
að sér í tungumálinu en þekkir ekki ýmis smáatriði þjóðarsög-
unnar eða samtímamenningar. Hvorki HTML-forritunarmálið
né dreifingartækni Netsins breyta því.
Hér að framan hefur verið leitast við að sýna fram á að kenn-
ingar manna um hnattvæðingu fjölmiðla, og þá sérstaklega að
veffjölmiðlar muni má út menningarleg landamæri, séu ekki á
gildum rökum reistar. Þær hunsi nánast þá staðreynd að hver
notandi Netsins sé hluti af ákveðnu menningarsamfélagi sem hef-
ur mun sterkari ítök í fólki en fjölþjóðafyrirtæki og yfirþjóðlegar
stofnanir.
Fólk innréttar huga sinn með þeim áreitum sem það verður
fyrir á lífsleiðinni og byggir upp reynsluheim sem litar sjálfs-
mynd þess. Menning, tungumál, skólaganga, þjóðerni, kynþáttur,
kyn, stjórnkerfi, fjölmiðlar, stofnanir og umhverfi hafa áhrif á
sjálfsmynd fólks. Þar sem þessir þættir eru iðulega keimlíkari
innan þjóðríkja en milli þeirra má segja að hvert þjóðríki sé yfir-
leitt heildstætt menningarsamfélag. Það samfélag getur svo aftur
verið tiltölulega einsleitt líkt og á Islandi eða margbrotið eins og í
Bandaríkjunum. En vegna þess hve efnahagslegt, pólitískt og
hernaðarlegt veldi Bandaríkjanna gnæfir yfir önnur ríki virðast
enskumælandi menn hafa gengið að því sem vísu að Bandaríkin
hafi einnig náð undirtökunum í menningarlegu tilliti. Kastljósið
hefur beinst að hagtölum, fjárfestingum og hlutabréfamörkuðum
og aðrir þættir mannlífsins hafa því að nokkru setið í skugga. Það
var t.d. ekki fyrr en nú í Asíukreppunni að bólaði á efasemdum
um algildi hins hnattræna kapítalisma og fram komu hugmyndir
um að menningarleg gildi gætu haft áhrif á stjórnunartæki hag-
kerfisins. Þær náðu þó ekki að skjóta rótum eftir því sem best
verður séð.33
33 Sjá t.d. forsíðufréttina hjá Newsweek, 14. september 1998, Robert J. Samuel-
son.