Skírnir - 01.09.1999, Page 204
450
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
er í heiminum. Og hér er vettvangur þar sem fræðimenn og
stjórnmálamenn hljóta að bera saman bækur sínar. Þetta er meira
að segja bundið í lögum um Islenska málnefnd, því þar stendur að
nefndin skuli „veita opinberum stofnunum og almenningi leið-
beiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli". Tilgangur
þessarar greinar er annars vegar að árétta mikilvægi tungunnar í
stjórnmálum (íslenskum jafnt sem öðrum) og hins vegar að benda
á að það samband stjórnmála og fræða sem þessu fylgir er mjög
vandmeðfarið. Fræðimenn þurfa að gæta sérstakrar varúðar og
misnota ekki fræðikenningarnar til framdráttar stjórnmálaskoð-
unum eða beinum hagsmunum.
Hvað erþjóð?
Sú skilgreining sem nefnd hefur verið í sagnfræðilegri umræðu
um þjóðerni, og virðist í rauninni ósköp sjálfgefin, er að þjóð sé
hópur manna sem kýs að fylkja liði undir þeim formerkjum sem
hann gefur sér.5 Þjóð er því einhvers konar stækkaður klúbbur
eða knattspyrnufélag, sem getur farið í stríð, ef hann á her. Menn
hafa notað um þetta hugtakið „ímyndað samfélag". (E.t.v. má
spyrja hvort samfélagið þjóð sé eitthvað frekar ímyndað en önnur
félög sem menn skipa sér í). Þjóðfélög, eins og önnur félög,
þarfnast einhvers til að sameinast um, úr því að þau eru ekki fót-
boltafélög eða barnahjálparsamtök. Þau búa sér til einhvers konar
markmið eða hugsjónir, hvort heldur það eru yfirráð yfir fiski-
miðum eða ræktun andlegra dyggða. Og klúbburinn þarf að
eignast fána, einhvers konar sameiningartákn.
Misjafnt er hvað þjóðir nota sem sameiningartákn, og þær
skilgreina sig á ýmsan hátt. Fyrir Islendinga liggur beinna við að
nota tunguna í þessum tilgangi en fyrir marga aðra. Islenska hefur
verið að heita má eina tungumálið sem notað hefur verið hér sem
móðurmál, og við höfum verið svo til einir um hana. Vilji íslend-
ingar hlutgera sitt „ímyndaða samfélag“, gera sig að þjóð, safnast
saman undir einhverjum fána, er tungan einna handhægust. Hér
5 Guðmundur Hálfdanarson: „Hvað gerir íslendinga að þjóð?“ Skírnir 170 (vor
1996), bls. 7-31.