Skírnir - 01.09.1999, Page 205
SKÍRNIR
LANDIÐ, ÞJÓÐIN, TUNGAN - OG FRÆÐIN
451
hefur menningararfurinn einnig gegnt mikilvægu hlutverki, allt
frá tímum Arngríms lærða. En tungan og bókmenntirnar hafa
ekki verið ein um hituna, því landið, sagan og náttúran hafa
einnig verið talin móta íslenska þjóðernisvitund. Ég hygg að erfitt
sé að vega eða mæla slíka hluti, en íslensk náttúra með sérkennum
sínum hefur auðvitað löngum verið nátengd ættjarðarást okkar
og þjóðarvitund. Til að sýna að tungumál eru ekki ein um hituna
þegar að því kemur að sameina þjóðir, nægir að benda á að bæði
eru til þjóðir án tungu og tungur án þjóðar. Tungur sem ekki eru
þjóðtungur eru gelíska á Irlandi og í Skotlandi og katalónska á
Spáni (raunar eru Katalónar, að ég hygg, allt að því tilbúnir að
kalla sig þjóð). Tungur sem eiga þjóðir en eru ósjálfstæðar í öðr-
um samfélögum eru t.a.m. franska í Belgíu, rússneska í Eistlandi,
sænska í Finnlandi, finnska í Svíþjóð og spænska í Bandaríkjun-
um. Þeir sem vilja gera lítið úr vægi tungunnar í þjóðerninu
benda á dæmi eins og þessi. Það eru líka til þjóðir sem ekki
mynda sjálfstæð ríki. Samar í Skandinavíu vilja telja sig þjóð, þótt
þeir eigi ekki sjálfstætt ríki. Einsleit þjóðríki, eins og ísland hefur
verið á þeirri öld sem er að líða, eru í rauninni undantekningar,
því í flestum ríkjum eru fleiri en eitt tungumál notað sem móður-
mál og í mörgum ríkjum eru fleiri en eitt opinbert mál.
Hugmyndir um land og misheilög landsréttindi geta auðvitað
verið ríkur þáttur í því að búa til klúbba sem kalla sig þjóðir.
ísraelsmenn telja sig eiga heilög heimkynni, þótt þeir hafi farið á
flakk. Og þetta á líka við okkur íslendinga, því gera má ráð fyrir
að við yrðum heimarík ef aðrir gerðu tilkall til landsins sem við
búum á, og í hugum Vestur-íslendinga skipar „gamla landið"
háan sess jafnvel þótt þeir séu hættir að tala íslensku. En þjóð-
flutningar, eins og þegar germanar lögðu undir sig stóran hluta
Evrópu, sýna líka að þjóðir eru ekki bundnar við land. Það er
einmitt samruninn sem gerir þrenninguna, land þjóð og tungu,
sem Snorri Hjartarson talar um og svo oft er vitnað til.
Hvað er tunga?
Meðal þess sem stundum er notað til að vekja áhuga nemenda á
málfræði og spurningum um eðli tungumáls er að leggja fyrir þau