Skírnir - 01.09.1999, Page 206
452
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
þá þraut að skilja á milli tungumáls og mállýsku. Hér duga skil-
greiningar illa, rétt eins og þegar skilgreina á þjóðarhugtakið
nákvæmlega. En samt gera menn tilraunir, og ein hnyttin skil-
greining er sú að tungumál sé mállýska með her. Augljóslega
uppfyllir íslensk tunga þetta ekki í bókstaflegum skilningi, því
Islendingar eru vopnlaus þjóð (nema þá að herstöðin í Keflavík
teljist slá borg um íslensku um leið og hún er mikilvægur útvörð-
ur enskunnar!). En í þessu felst það mikilvæga sannleikskorn að
málafbrigði sem þjóna sjálfstæðum ríkjum eru líklegri til að
flokkast sem tungumál en málafbrigði sem ekki styðjast við neitt
yfirvald. Hér er nærtækt að líta á skandinavísku málin, dönsku,
sænsku og norsku. Frá hreinu málfræðilegu sjónarmiði eru þessi
mál svo lík að margt mælir með því að líta á þau sem mállýskur af
einni og sömu tungunni. Hin augljósa ástæða fyrir því að nú er
talað um þrjár tungur á Skandinavíuskaganum er hins vegar sú að
ríkin eru þrjú, og þau þurfa hvert sitt opinbera mál. Þau geta ekki
verið þekkt fyrir að nota staðal hvert annars. Norðmenn lögðu
áherslu á það, eftir að þeir hlutu sjálfstæði, að losa sig við dönsk-
una. Gallinn var sá að þeir höfðu engan sjálfstæðan innlendan
staðal. Til að leysa þennan vanda var annars vegar lögð áhersla á
að greina danska ritmálið í Noregi frá því sem tíðkaðist í Dan-
mörku, og búa til svokallað bokmdl, og hins vegar var búið til
nýtt ritmál á grunni mállýsknanna sem talaðar voru vítt og breitt
um landið (landsmdl); sá staðall sem þannig varð til kallast
nýnorska. Niðurstaðan er sú að í Noregi eru tvö opinber mál.
Það sem þetta sýnir er að sjálfstætt ríki krefst opinbers staðals,
og ástæða er til að huga að þessu lögmáli þegar menn ræða það
hvaða pólitíska þýðingu tungan hefur. Ef hér, eða hvar sem er
annars staðar, á að vera sjálfstætt ríki eða einhvers konar stjórn-
unareining þarf sú eining að hafa opinbert stjórnsýslumál. Spurn-
ingin er þá hvert það mál er. Eg geri ráð fyrir að fáum detti annað
í hug en að það eigi að vera og verði íslenska. En hver veit hvað
framtíðin ber í skauti sér? í lögum um loftferðir, sem Alþingi
samþykkti fyrir skömmu, segir að reglur sem fylgja beri í flugi
skuli vera á ensku eða íslensku „eftir því sem við á“.
Skilgreining á hugtakinu „tungumál“ tengist því stjórnmálun-
um náið. Nýlegt dæmi sem nefna má eru þeir atburðir sem hafa