Skírnir - 01.09.1999, Page 210
456
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
Vinsæl hugmynd í nútímamálfræði, runnin frá Noam Chom-
sky, er sú að þegar málhafi dæmir setningar ótækar sé það af sál-
fræðilegum orsökum, vegna þess að þær brjóti í bága við sál-
fræðileg lögmál, sem annað hvort eru meðfædd eða málhafinn
hefur mótað með sér þegar hann lærði málið. Hin leiðin er að líta
á málið sem eins konar leikreglur um boðskipti. Félagslegar að-
stæður ráða því hvað telst rétt eða rangt, gott eða vont mál. Allt
mál er venja, og málvenjur geta verið breytilegar, þannig að einn
er vanur að segja þetta en annar tekur öðru vísi til orða. Islensk
tunga er sú málvenja sem tíðkast á Islandi og hefur þau formlegu
einkenni sem henni fylgja. I málsamfélaginu verður til samkomu-
lag um það hver hin réttu form eru, hin góðu og miður góðu.
En mál, eins og aðrar reglur og siðir, hafa tilhneigingu til að
breytast, og breytileiki er landlægur í tungumálum, svo sem eftir
landsvæðum eða stéttum. Dæmi um þetta er munurinn á harð-
mæli og linmæli, og rödduðum og órödduðum framburði. Harð-
mæli og raddaður framburður einkenna norðlensku en linmæli
og óraddaður framburður einkenna mál á öðrum svæðum, og á
grundvelli breytileikans er hægt að flokka menn og þekkja í
sundur. Málvenjurnar öðlast með öðrum orðum félagslega merk-
ingu. Og mállýskurnar fá mismunandi stimpil og eru flokkaðar
sem góðar eða vondar, jafnvel sjúklegar, og þá færist flokkunin
yfir á málhafana. Sá sem talar svona tilheyrir þessum hópi manna
og sá sem talar hinsegin tilheyrir öðrum hópi, og þá er orðið stutt
í fordómana. Hér á landi hefur það að nota úfmælt r (segja fa-ga í
stað fa-ra) verið kallað að skrolla eða vera gormæltur og þeir sem
svo tala jafnvel taldir miður greindir en þeir sem nota tungu-
brodds-r.
Málvillur og vísindi
Hér á landi hafa hugmyndir manna um það hvað sé rétt mál eða
rangt, gott og vont, mjög mótast af afstöðu til fornmálsins, eins
og áður er minnst á. Allt sem kemur fyrir í texta sem er eldri en
siðaskipti er gjarna talið rétt eða til fyrirmyndar. Einnig er rétt
mál, það sem góðskáldin kveða. I þessu sambandi verða til hug-
myndir um málvillurnar, en það eru málleg einkenni sem af