Skírnir - 01.09.1999, Side 211
SKÍRNIR LANDIÐ, ÞJÓÐIN, TUNGAN - OG FRÆÐIN
457
einhverjum ástæðum hljóta sérstaka fordæmingu samfélagsins.
Þágufallssýkin svonefnda er sú málvilla sem mest hefur verið
vitnað til hér á landi. Það að segja mér langar frekar en mig lang-
ar er frá málfræðilegu sjónarmiði mjög smávægilegur munur á
málvenju. Þessi munur er ekki stórvægilegri en það t.a.m. að
sögnin þora tekur í máli sumra með sér andlag í þolfalli, þannig
að sagt er: þora eitthvað, en í máli annarra tekur þessi sögn and-
lag í þágufalli: þora einhverju. Sá dómur hefur fallið að það að
segja mér langar sé ljótt, og jafnvel sjúklegt, en hinn mállýsku-
munurinn er talinn meinlaus á hvorn veginn sem talað er.
Onnur málvenja sem sætt hefur svipuðum dómi og þágufalls-
sýkin er flámælið svokallaða, sem var algengt víða um land á fyrri
hluta 20. aldar. Þessi framburðarmállýska, sem er fólgin í því að
sérhljóðin i og u fjarlægjast og taka að líkjast e og ö í framburði,
var talin ljót og óæskileg, og barist var gegn henni á fimmta og
sjötta áratugnum, meðal annars með sérstakri herferð í skólum,
þar sem flámælt börn voru leituð uppi og óskað eftir samþykki
hjá foreldrum þeirra til að uppræta hjá þeim flámælið. Hvað svo
sem segja má um þetta frá siðferðilegu sjónarmiði, þá er það sam-
félagið í heild, almenningsálitið, sem dæmir í þessari sök. Það
verða til um það dómar í samfélaginu hvað telst fagurt eða ljótt.
Og einstaklingarnir eru vegnir og metnir eftir málfari sínu. Sá
sem notar vont mál er ófínni, heimskari, eða jafnvel verri maður
en sá sem notar gott mál. Sá sem er „ósýktur“ af þágufallssýki
getur leyft sér að líta niður á þann sem er „þágufallssjúkur“.
Það er hins vegar nokkuð útbreiddur misskilningur, ekki síst
meðal sumra fræðimanna, að málfordómarnir eigi eingöngu rætur
að rekja til sjálfskipaðra málræktarpostula eða „málveirufræð-
inga“, sem hafi það að atvinnu og séu til þess lærðir að skipa fólki
fyrir um málfar og hræða það með smásmugulegri leit að málvill-
um. Málræktarpostular hafi með þessu móti, segja sumir, skapað
málótta með þjóðinni, þannig að hún þori ekki að opna munninn.
Vafalaust eru til málfræðingar sem gera sér mat úr þessum for-
dómum, og hafa sjálfsagt einhverjir tilhneigingu til að gera lítið úr
hinum óbreytta málnotanda í krafti sérþekkingar sinnar. (Það
þarf til dæmis talsverðan lærdóm, ekki síst kunnáttu í dönsku, til