Skírnir - 01.09.1999, Page 212
458
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
þess að þekkja margar dönskuslettur, og þeir sem eru fundvísastir
á þær eru oft íslenskir fræðimenn sem starfað hafa í Danmörku.)
En slíkt á ekki síður við um þá fræðimenn sem þykjast sjá í gegn-
um íslenska málstefnu á hinn veginn og segja að hún sé uppspuni
og tilbúningur sjálfskipaðra málræktarpostula. Þeir sem taka
þessa frjálslyndisstefnu segja sem svo að einstaklingurinn þurfi
sem mest frelsi til að tjá sig, og opinber afskipti af því hvernig
hann gerir það séu siðferðilega röng. Að sjálfsögðu er slík samúð
með hinum óbreytta málhafa góðra gjalda verð, en hún er ekki
fræðilega réttari en afstaða þeirra fræðimanna sem finna hjá sér
hvöt til að berjast fyrir íhaldssemi og varðveislu íslenskrar tungu
og menningarverðmæta.
Hægt er að halda því fram að hinn „fræðilegi“ skilningur
hinna mannúðarsinnuðu andpostula sé af nákvæmlega sömu rót
og hinna, sem belgja sig út í krafti lærdóms til varnar tungunni,
þ.e.a.s. þeir vilji sýna fram á að þeir og fræðigrein þeirra hafi eitt-
hvað nýtilegt fram að færa. Hér má vitna í Gísla Pálsson, en hann
ritaði árið 1979 grein í Skírni sem oft er vitnað til.61 þessari grein
gerði Gísli harða hríð að þeim sem hann kallar „málveirufræð-
inga“ sem gengju með logandi ljósi um málsamfélagið í leit að
málvillum. Yfirbragð umfjöllunarinnar er vísindalegt, og Gísli
segir:
Gögnin sem fjallað er um, svo sem yfirlýsingar íslenskra málvísinda-
manna, eru athuguð í ljósi mannfræðilegrar vitneskju um tilurð goð-
sagna. (bls. 173, leturbreytingar mínar)
Gísli segir að myndast hafi goðsögn um hreinleik íslenskrar
tungu og jafnrétti þegnanna vegna lítils mállýskumunar og stétt-
armunar í málfari og heldur áfram:
Sérhver tilraun til að skerpa sýn manna á tengsl félagsstöðu og málfars í
þjóðfélagi samtímans hefur [...] í för með sér tilfinningalegt og pólitískt
umrót, ekki einungis á meðal íhaldssamra afla, sem leitast við að halda
við þjóðsögunni um jafnréttið, heldur engu síður meðal þeirra hópa sem
taldir eru aðhyllast róttækari þjóðfélagssýn. (bls. 179)
6 Sbr. Gísla Pálsson: „Vont mál og vond málfræði". Skírnir 153 (1979), bls. 175-