Skírnir - 01.09.1999, Page 213
SKÍRNIR LANDIÐ, ÞJÓÐIN, TUNGAN - OG FRÆÐIN
459
Gísli lét að því liggja að stéttamunur og kynjamunur í málfari
væri meiri en menn höfðu viljað vera láta og taldi að málhreins-
unarstefnan væri óæskileg. Þessu fylgdu þó litlar sem engar stað-
tölulegar sannanir í umræddri grein, og ekki hefur síðar verið
sýnt fram á að málfar sé hér stéttbundið með þeim hætti sem
þekkist (eða þekktist) með mörgum öðrum þjóðum, svo sem
Bretum. Að sjálfsögðu er ekki ástæða til að ætla annað en einhver
munur sé á málfari eftir félagslegum breytum (svo sem menntun,
starfi og kyni) hér á landi sem annars staðar, enda styðja rann-
sóknir það að nokkru leyti.7 En enn sem komið er virðist félags-
fræðileg flokkun íslensks samfélags í skýrt afmarkaðar stéttir
varla nógu ljós til að hægt sé að meta sambandið milli slíkrar
flokkunar og málfars. Meðan svo er verða fullyrðingar um að
málfarslegur stéttamunur sé meiri en aðrir telja jafnósannaðar og
„goðsögurnar" um hið gagnstæða.
Metingur fræðimanna, hvers undir merkjum sinnar fræði-
greinar, án þess að sannað verði hver hefur rétt fyrir sér, er harla
marklaus. Og í rauninni er mergur málsins sá að ekki er hægt að
færa fræðileg rök sem sanna að eitt málfarslegt gildismat sé öðru
betra eða að umburðarlyndi sé betra en fordómar. Málfarsleg
íhaldssemi á nákvæmlega jafn mikinn rétt á sér og málfarslegt
frjálslyndi gagnvart fræðunum. Fordómar um málfar eru dómar
nágrannans, og málræktarpostular mættu sín lítils með sínar mál-
villur, ef þeir hefðu ekki stuðning af dómum samfélagsins. Og
það er harla ólíklegt að hinum „frjálslyndu" andpostulum muni
takast að útrýma málfordómum.
Hagnýt hreintungustefna
A það var minnst að sjálfstæðisbarátta Islendinga gegn Dönum
hafi meðal annars komið fram í hreintungustefnu, sem beindist
gegn dönskuslettum og bar að sjálfsögðu pólitískan svip. Flestir
Islendingar sem komnir eru á miðjan aldur eða meir hafa alist
7 Sbr. Ástu Svavarsdóttur, Gísla Pálsson og Þórólf Þórlindsson: „Fall er farar-
heill. Um fallnotkun með ópersónulegum sögnum". íslenskt mál 6 (1984), bls.
33-55.