Skírnir - 01.09.1999, Síða 214
460
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
upp í ótta við dönskuslettur og forðast að nota orð sem virðast
fengin að láni úr dönsku. Einnig var minnst á hreintungustefnu
Serba og Króata, sem vilja losa mál sitt hvorir við „slettur" frá
hinum. Hreintungustefna er margslungið fyrirbrigði og á henni
eru fleiri hliðar en hér verða ræddar. Sú hlið, sem lýtur að því að
losa tunguna við óhreinindi sem menga hana, getur auðvitað
minnt á kynþáttastefnu, þar sem því er haldið fram að sjálfur
hreinleikinn sé hið eina rétta, og að slettur og tökuorð séu eins og
óværa á hinum vel skapaða og hreinræktaða menningarlíkama.
Þetta minnir á hugmyndir um æðri kynstofna sem ekki mega
blandast óæðri kynstofnum. Hreintungustefna sem byggir ein-
ungis á þessum forsendum er mjög ógeðfelld í sinni ströngustu
mynd, en sem betur fer sækir íslensk hreintungustefna ekki meg-
ininnblástur sinn í sjónarmið af þessu tagi, þótt slíkar athuga-
semdir hrjóti með. Hér má vitna í Guðmund Finnbogason í
Skírni 1928,8 en hann segir að útlensk orð fari íslenskunni illa
„fyrst og fremst fyrir þá sök, að hún er svo hrein - óblönduð
öðrum málum. Þau [þ.e. útlensku orðin] valda ósamræmi“.9 En
neðar á sömu síðu segir hann að „þessi hreinleiki málsins [valdi]
mestu um það, að íslenzkan er svo gagnsæ sem hún er fyrir hugs-
unina. Nálega hvert innlent orð á sér mörg frændsystkin í málinu,
með sama ættarmóti, sama anda, svo að hvert bregður ljósi yfir
annað og skýrir það“. Vissulega má efast um að íslenska sé betri
til að hugsa á en t.a.m. enska. En ekki verður því þó á móti mælt
að íslensk orðmyndun er oft gagnsærri en orðmyndun mála eins
og dönsku og ensku, þar sem mikið er um tökuorð sem ekki
greinast í orðhluta sem koma fyrir í skyldum orðum. Þannig er
orðið sjónvarp gagnsærra að orðmyndun en enska orðið televisi-
on, þótt merking orðanna sé væntanlega jafnskýr í hvoru tungu-
máli um sig.
Hreintungustefna Islendinga birtist meðal annars í þeirri
áráttu að búa til orð með innlendu formi í stað þess að nota töku-
orð um nýjungar í tækni og vísindum. Þegar menningarlegar,
fræðilegar og tæknilegar nýjungar berast hingað til lands fylgir
8 Guðmundur Finnbogason. „Hreint mál“. Skírnir 102 (1928), bls. 145-55.
9 Tilvitnað rit, bls. 148.