Skírnir - 01.09.1999, Page 216
462
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
hugananna hér á undan vil ég ljúka þessu máli á nokkrum hug-
leiðingum um stöðu íslenskrar tungu í lok þessa árþúsunds og
velta ögn fyrir mér þeirri spurningu hvort líklegt sé (eða æskilegt)
að íslensk málstefna verði endurskoðuð í ljósi breyttra aðstæðna.
Það er býsna algengt að menn lýsi yfir áhyggjum af stöðu
tungunnar um þessar mundir (og raunar er þetta sífellt áhyggju-
efni sumra). Mönnum verður starsýnt á ógnun ensku og engilsax-
neskrar menningar og stöðugt er kvartað yfir því að málfar sé
óvandað og að því fari aftur. Talað er um að nýjar kynslóðir séu
óskrifandi og að sóðaskapur í fjölmiðlum, ekki síst ljósvakamiðl-
um, fari í vöxt. Enda þótt eitthvað af þessum barlómi megi flokk-
ast undir allt að því lögmálsbundna svartsýni þeirra sem betur
þykjast vita, um að allt sé á leiðinni til fjandans - og slíkar raddir
eru fastur liður í samfélagsumræðu - verður ekki horft framhjá
því að aðstæðurnar nú á dögum eru óvenjulegar. Breytingar eru
örar, og ný tækni í fjölmiðlum og boðskiptum öllum skapar allt
aðrar aðstæður en þær sem ríktu fyrr á öldinni.
Ihaldsmenn, og þeir sem lýsa yfir mestum áhyggjum, sækja
innblástur sinn annars vegar í þessa innbyggðu svartsýni og hins
vegar í þá grundvallarforsendu að íslensk málstefna eigi að vera
íhaldssöm hreintungustefna, þ.e. sporna eigi gegn nýjum erlend-
um áhrifum á tunguna, og að allar breytingar frá hinum klassíska
staðli séu neikvæðar, og að ný orð verði að fylgja formreglum
þess, ef ekki á illa að fara. Að sjálfsögðu hefur hver sem er leyfi til
þess að vefengja þessar forsendur, ef hann færir fyrir því gild rök.
Og það getur verið fróðlegt að hyggja að röksemdum þeirra sem
telja að málstefnan sé of íhaldssöm eða taugaveiklunin of mikil.
Þetta eru þeir sem stundum hafa verið nefndir „reiðareksmenn"
af hinum íhaldssamari, því þeim er borið á brýn að þeir vilji láta
reka á reiðanum, í stað þess að hafa stjórn á siglingu hinnar fornu
tungu í gegnum hættur nútímans.
Röksemdir reiðareksmanna gegn málflutningi íhaldsmann-
anna virðast vera tvenns konar. Annars vegar segja þeir sem svo
að það eigi ekki að vera áhyggjuefni hvernig tungan þróast, þ.e.
að opinber afskipti af málfari eða málefnum tungunnar séu röng
(t.a.m. af siðferðilegum ástæðum, eins og þeim að aðgerðirnar