Skírnir - 01.09.1999, Page 217
SKÍRNIR LANDIÐ, ÞJÓÐIN, TUNGAN - OG FRÆÐIN
463
skapi málótta hjá fólki og komi í veg fyrir að menn geti tjáð sig á
eðlilegan hátt). Hin skoðunin er að það sé að vísu almennt séð
ástæða til að fylgjast með framgangi tungunnar, og stundum geti
verið þörf á að „grípa í taumana", en tungan sé svo öflug, að ekki
sé ástœða til að gera það við þær aðstæður sem nú eru. Styrkur
tungunnar sé nægur til að standa af sér hret eins og það sem nú
geisar.
Eðli málsins samkvæmt eru þessir hlutir matsatriði, og sú
stefna sem verður ofan á byggist á því mati sem samfélagið eða
stjórnvöldin leggja á stöðuna hverju sinni. Sem dæmi um
frjálslynda málstefnu sem byggist á því að hafa sem minnst af-
skipti af daglegu máli og leyfa „þúsund blómum að blómstra“ er
dönsk málstefna, og er fróðlegt að skoða hana örlítið nánar.
Stjórnsýsluleg skipun málræktar í Danmörku er reyndar svipuð
og sú skipun sem við þekkjum hérlendis. Lögin um Islenska mál-
nefnd eru að verulegu leyti sniðin eftir lögum um Danska mál-
nefnd og nefndirnar eru líkt settar í stjórnkerfinu. Báðar nefndir
hafa sterka stöðu og eru stjórnvöldum til ráðuneytis, og nýleg
löggjöf í Danmörku um skipan stafsetningarmála styrkir stöðu
málnefndarinnar sem stjórnvalds enn frekar en áður var. Inntak
danskrar málstefnu hefur hins vegar verið talsvert ólíkt inntaki ís-
lenskrar málstefnu. Margir danskir málræktarmenn hafa talið að
strangar og íhaldssamar reglur um gott og vont mál eigi ekki rétt
á sér, heldur eigi að ríkja frelsi, svo að einstaklingarnir fái að tjá
sig að þeirra eigin smekk, lausir við þann málótta sem sumir
halda fram að fylgi íhaldssamri stefnu eins og þeirri íslensku.
Reyndar má benda á að þótt þetta sé stefna sumra þeirra sem
mestu hafa ráðið í Danskri málnefnd, og frjálslyndi í þessum efn-
um sé mörgum Dönum í „blóð borið“, hafa heyrst raddir meðal
almennings sem heimta meira aðhald og íhaldssemi, og um það
hafa verið stofnuð félög. (Raunar virðast stóraukin ensk áhrif á
seinni árum hafa haft þau áhrif að kröfur um meira aðhald hafa
orðið háværari innan málnefndarinnar sjálfrar).
Svo vikið sé aftur að hinni íhaldssömu íslensku málstefnu, þá
er matsatriðið nú (raunar er þetta stöðugt matsatriði), hvort
henni skuli fram haldið óbreyttri. Sem dæmi um hin eilífu álita-