Skírnir - 01.09.1999, Page 219
SKÍRNIR LANDIÐ, ÞJÓÐIN, TUNGAN - OG FRÆÐIN
465
lenska menningu. Einnig er hugsanlegt að það færist í vöxt að
einstaklingar telji hagkvæmara að veðja á alþjóðatungumálið
ensku, og leggi þess vegna lítið upp úr því að tryggja að afkom-
endur þeirra læri góða íslensku. Enn sem komið er eru þessar
raddir þó ekki háværar, að því er virðist. Að minnsta kosti hafa
stjórnmálamenn enn ekki tekið undir slíkan málflutning.
Lokaorð
Tungumál er grundvöllur mannlegra samskipta og menningarlífs
í víðum skilningi. Nútímasamfélag krefst miðils til umræðna og
stjórnunar. Stöðlun er óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa. Þetta
krefst opinbers máls, opinberrar stafsetningar, og óhjákvæmilegt
er að þessu fylgi hugmyndir um rétt mál og rangt, og þá verða
málvillurnar til. Þær eru næstum að segja óhjákvæmilegir fylgi-
fiskar menningarsamfélaga.
Aukin samskipti við erlendar þjóðir og meiri notkun erlendra
tungumála, ekki síst ensku, vekja alvarlegar spurningar um stöðu
íslenskrar tungu. Hugsanlegt er að hlutur íslensku í daglegu lífi
minnki, og að hluti íslensks mannlífs fari fram á öðru tungumáli
en íslensku. Og af „hagkvæmnisástæðum“ gæti það orðið ofan á
að stjórnsýslan og hluti atvinnulífs og menntakerfis fari fram á
öðru máli, væntanlega ensku, og ekki er gott að segja hvern enda
það tæki á tímum meiri og meiri alþjóðahyggju. Reynslan sýnir
hins vegar að menningarleg þjóðernishyggja er býsna lífseig, og
það getur kostað blóðug stríð að murka lífið úr þjóðarbrotum
sem ekki hlýða hinu alþjóðlega kalli. Og í rauninni er ekki margt
sem bendir til þess, enn sem komið er, að íslenska fari sömu leið
og keltnesku málin, bretónska, velska og gelíska, og dæmin frá
Júgóslavíu sýna að tungumál og aðrir siðir sem því tengjast náið
eru áhrifamiklir þættir í stjórnmálum.
Ég vil árétta það sérstaklega í lokin, að vafasamt getur verið að
taka of mikið mark á fullyrðingum fræðimanna um það að ís-
lensk málstefna sé fræðilega röng. Málstefna er pólitík og byggist
því á hagsmunum og hugsjónum en ekki fræðilegum niðurstöð-
um. I rauninni ber ekkert frekar að taka mark á fullyrðingum
fræðimanna um það að íslensk málstefna sé of íhaldssöm, en þeim