Skírnir - 01.09.1999, Page 239
SKÍRNIR
,OG BORGIN TEKUR MIG'
485
flestar rúðurnar eru brotnar. Á jarðhæð hér og hvar eru hurðir opnar
og tætingsleg börn að leik innan um hauga af rusli og rúmdýnum.
Hálfbrunnar rústir tveggja íbúðablokka eru girtar af með vírneti
og við girðinguna liggur haf visnaðra blóma. Á netið hefur verið fest
skilti: TIL MINNINGAR UM FÓRNARLÖMB. (s. 14-15)
Ef til vill myndi Vaka þýða þetta hverfi yfir á einhverja erlenda stórborg
en það má þó allt eins bera það saman við nöturlegar borgarlýsingar úr
Stdlnótt og Miðnætursólborginni.
Stálnótt kom út árið 1987. I þessari fyrstu skáldsögu sinni tók ljóð-
skáldið Sjón upp þann þráð íslenskra framtíðarsagna sem Jakobína hafði
fitjað upp á með Snörunni tveimur áratugum fyrr. I fyrri hluta þessa
ljóðræna prósaverks segir meðal annars frá Johnny Triumph sem kemur
akandi á svartri bifreið eftir hafsbotni og tekur land á suðurströndinni
eftir stutta viðkomu hjá óhugnanlegu skipsflaki af Medúsu RE 23.2
Strandlengjan er „einn samfelldur sandfláki. Blásvört og sundurskorin af
fljótum sem fylgja ekki farvegum teygir hún sig undan fjöllum og jökul-
rótum út í hafið en á milli er gróðursæl rönd“ (s. 29). Hvergi er sagt ber-
um orðum að Johnny sé staddur á Skeiðarársandi, Mýrdalssandi eða
Sólheimasandi en lesendum er leyft að draga slíka ályktun, sérstaklega
þar sem Johnny horfir í vestur í átt til borgarinnar. Næst þegar bifreið-
inni bregður fyrir þræðir hún hlykkjóttan veg eftir dalbotni í átt að
borgarmörkunum. „Jaðar borgarinnar er hæð. Tveir turnar rísa af brún-
inni. Fléttaðir úr stáli, steyptir í volduga stöpla. Vegurinn liggur á milli
þeirra. Framhjá loftskeytastöðinni" (s. 36). Þessi vettvangslýsing virðist
ganga aftur í Borg þar sem Úlla, líkt og Johnny, ekur inn um tilkomu-
mikið borgarhlið: „Beggja megin hliðsins eru hringlaga turnar eins og
hrókar á taflborði. Eftir brúnni er einstefna inn í borgina" (s. 15).
Helsti munurinn á sögusviðinu á þessu stigi er sá að á meðan Ragna
lýsir hefðbundnum borgarmúr á ytri mörkum borgarinnar sem er „um-
kringdur síki, hlaðinn úr sléttum ferhyrndum steinblökkum, jöfnum á
allar hliðar“ (s. 15) dregur Sjón upp mynd af afmarkaðri blýmúr, „gjöf til
þjóðarinnar á neyðarstund":
Múrinn lokar slysstaðnum á þrjá vegu. Veggirnir eru gráir. Níu-
tíuogþrír metrar á lengd, níu á hæð og þrír á þykkt. Blý í gegn. [...]
Ekkert þak er yfir svæðinu en sterkt gúmmílag hylur móann.
Örþunnt og bindur geislavirknina í hverri steinvölu, hverju grasblaði
og hverjum runna. Allt er í sömu skorðum og nóttina sem slysið
2 Ég hef áður fjallað ítarlegar um Stálnótt í greininni „Setningar mola veggi“.
Tímarit Máls og menningar 49/3 (1988), s. 375-80.