Skírnir - 01.09.1999, Page 241
SKÍRNIR
,OG BORGIN TEKUR MIG'
487
„TIL MINNINGAR UM FÓRNARLÖMB" stendur á skilti við
húsarústir í úthverfinu sem Úlla ekur í gegnum. í Borg kemur ekki í ljós
hvað gerst hafi á þessum stað, fórnarlömb hverra hafi látið lífið. Ekki er
heldur skýrt af hverju hverfið stendur yfirgefið. Á svipaðan hátt er óljóst
hvers vegna Miðnætursólborgin er jafn líflaus og raun ber vitni. Nærvera
Miðnætursólarinnar ræður þar reyndar úrslitum - eitraðir geislar hennar
„teygja sig niður eftir húsveggjunum, mylja aðeins meira úr berum tóft-
unum“ (s. 19) - en uppruni hennar er á huldu. I Stdlnótt er vissulega gef-
ið í skyn að kjarnorkuslys hafi orðið í útjaðri borgarinnar en tildrög
þessa slyss og afleiðingar eru myrkri hulin. Það er hér sem Bygging
Jóhamars kemur til skjalanna. Ekki er heiglum hent að lýsa efni þessa
verks í stuttu máli; þrátt fyrir titilinn virðist söguna skorta ákveðna
byggingu. Frásögnin fer úr einu í annað, frá einum sögumanni til annars,
og jaðrar á köflum við að vera fullkomin merkingarleysa, áþekkt auglýs-
ingaskiltunum sem Úlla les út um bílgluggann í upphafi Borgar. Greini-
legasti söguþráður bókarinnar er harmræn ástarsaga Reykvíkinganna
Ófelíu og Sigga, sem áður var nefndur. Snemma í þókinni finnum við
kvíðvænlega framtíðarsýn þessa íslenska Flamlets:
Nálin á jarðskjálftamælinum hefur ekki hreyfst í allan dag. Sam-
kvæmt útreikningum mínum, sem ég byggi á Opinberunarbók
Jóhannesar, ættu jarðhræringarnar að byrja í dag. í bókinni er ekki
talað berum orðum um suðurlandsskjálftann. En ef dulmálslykillinn
minn er réttur, talar bókin um að heimsendirinn hefjist með Suður-
landsskjálfta og endi með himneskum ljósblossa. Þessi himneski
blossi er hvorki guð né kjarnorkusprenging. Blossinn er miklu frekar
eins og það ljós sem maður upplifir við að ganga óvænt inn í geisla
skyggnuvélar. [...] I kjölfar Suðurlandsskjálftans spillast vatnsból á
öllu Suðurlandsundirlendinu og allir sem drekka að minnsta kosti
eitt glas af vatni munu ekki lifa það að sjá kvöldfréttirnar sama dag,
þar sem almenningi verður sagt að forðast að drekka vatn í tvo daga á
meðan vatnsbólin eru hreinsuð. [...] Barnadauði mun aukast í tvö ár
eftir jarðskjálftann af ástæðum sem munu ekki liggja í augum uppi.
Getgátur munu verða uppi um það að einhversstaðar í nágrenni
Reykjavíkur sé neðanjarðarkjarnorkuver sem hafi verið haldið
leyndu vegna ótta stjórnvalda við almenningsálitið. Getgáturnar
ganga síðan út á það að í Suðurlandsskjálftanum muni geislavirk efni
smjúga útí andrúmsloftið og inn í til dæmis ófrískar konur. (s. 31-32)
Ef þessi dulmálslykill úr Byggingunni er réttur höfum við fundið skýr-
ingu á blýmúrnum í Stdlnótt (neðanjarðarkjarnorkuver), grimmilegri
Miðnxtursólinni (himneskur ljósblossi) og fórnarlömbunum í úthverfi
Borgar (eitruð vatnsból, geislavirk efni smjúga inn í ófrískar konur). Það
er þó allsendis óvíst. Við megum ekki gleyma veganestinu úr ferðabækl-