Skírnir - 01.09.1999, Page 244
490
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
hamingju í sínu verndaða borgaralega umhverfi á meðan heimurinn „fyr-
ir utan“ einkennist af grimmd, óréttlæti og miskunnarleysi. Illugi beitir
þeirri aðferð að skapa hefðbundnum hörmungarfréttum fjölmiðla sögu-
svið á Suðurlandi. Á Skeiðunum hanga soltin börn við bensínsjoppuna,
íbúar Hellu og Hvolsvallar heyja blóðuga borgarastyrjöld, langvarandi
þurrkar valda hungursneið í Fljótshlíð og Landeyjum, og upp við Búrfell
verjast illa vopnaðir fjallabúar sókn stjórnarhersins sem vill flæma þá
burt úr hæðunum sem þeir hafa ræktað kynslóð fram af kynslóð. Höf-
uðgalli sögunnar er að þessi aðferð er of einráð, verkið er tvístígandi á
ótrúverðugu bili á milli veruleikans og martraðarinnar.
Jóhamar hafði áður beitt svipaðri „aðflutningstækni" og þau Ragna
og Illugi í Byggingunni en þar lýsir Siggi skotbardaga sem ætla má að fari
fram á götum Reykjavíkur. Þyrlur fljúga yfir, brennandi sendibíll liggur
á hliðinni, tvær konur eru í hnipri bak við Volvo Station vopnaðar af-
söguðum haglabyssum. Siggi skýst fyrir horn á húsi: „í þessu sama húsi
hafði einhver djöfull hreiðrað um sig á fjórðu eða fimmtu hæð og fretað
án afláts á allt sem hreyfðist í kringum Volvóinn“ (s. 73). Vöku yrði ekki
skotaskuld úr því að þýða þessa vettvangslýsingu yfir á Beirút eða
Belfast en einnig má líta svo á að óreiða borgarinnar varpi í þessu tilviki
ljósi á persónuleika Sigga. Erindi hans á götum úti þetta kvöld er að leita
Ofelíu uppi og það rennur smám saman upp fyrir honum að hún er önn-
ur konan á bak við Volvoinn. Fyrst óttast hann um afdrif hennar í þess-
ari orrahríð en þegar hann sér að það er ekki kona heldur karl sem stend-
ur við hlið hennar breytast tilfinningar hans:
Mig fór strax að gruna ýmislegt. Ég hef auðugt ímyndunarafl þegar
ég þarf ekki á því að halda. Það er ekki knúið áfram af frelsisþrá, eins
og margir ætla, heldur af sjúklegri afbrýðisemi. Sú sjúklega afbrýði-
semi hefur fyrir löngu gert mig að mikilmenni, og það nánast þvert
gegn mínum eigin vilja. (s. 74)
Hér virðist stefnt að allt öðrum áhrifum en í Barnið mitt barnið. Líkt og
hinir grátandi blómálfar undirstrika aðskilnað elskendanna í „Ferðalok-
um“ Jónasar Hallgrímssonar er götubardaginn í Byggingunni eins konar
sviðsetning á óreiðunni í brjósti Sigga.
G
Sú hugmynd að borgin sé líkami eða lifandi vera hefur á síðustu tveimur
öldum haft umtalsverð áhrif á þá sem fjallað hafa um skipulag og eðli
borga.5 Að nokkru leyti var hún viðbragð við aukinni iðnvæðingu og
5 Sjá m.a. Kevin Lynch. Good City Form. Cambridge, Massachusetts og
London 1984, s. 88-98.