Skírnir - 01.09.1999, Side 245
SKÍRNIR
,OG BORGIN TEKUR MIG'
491
stórborgarþróun en í henni fólst líka andóf gegn eldri kenningum um
borgina sem vél eða sigurverk. Sjón, Jóhamar, Jón Gnarr og Ragna vinna
öll úr þessari lífrænu borgarhugmynd í skáldsögum sínum þannig að
persónur sagnanna og persónuleiki borgarinnar renna með einum eða
öðrum hætti saman. Við höfum þegar séð hvernig Ulla í Borg skynjar sig
sem frumu í borgarlíkamanum, en aðra skemmtilega birtingarmynd slíks
samruna er að finna í Byggingunni þegar Siggi heimsækir safn þar sem
verið er að sýna litskyggnur: „Ég geng óvænt inn í geisla skyggnuvélar
og sé skuggann af mér grafast djúpt inn í loftmynd af Reykjavík og ná-
grenni. Höfuðið á mér þekur miðbæinn. Annað eyrað er uppi á Arnar-
hól, hitt er niðri við höfn“ (s. 35). Þessi myndgerving kemur í kjölfar
spásagnar Sigga um Suðurlandsskjálftann sem ljúka átti með himneskum
blossa en þar var einmitt lögð áhersla á að blossinn væri hvorki guð né
kjarnorkusprenging heldur „eins og það ljós sem maður upplifir við að
ganga óvænt inn í geisla skyggnuvélar" (s. 31).
Leikið er með sambærilega blöndun einstaklings og umhverfis
snemma í Miðnœtursólborginni þegar Runólfur messar yfir hausamótun-
um á Hnúa, elskhuga sínum: „Við getum ekki flúið myrkrið, Hnúi því
það erum við sjálfir! Við erum dæmdir til að lifa einsog rottur og læðast
um í skugganum" (s. 22). Eina lausnin, að mati Runólfs, felst í því að
sætta sig við martröðina og notfæra sér að allar reglur hafi verið felldar
úr gildi: „Þetta er okkar draumur okkar einkamartröð og við getum gert
allt sem okkur langar til. Og þess vegna ætla ég að drepa útlaga og ævin-
týradrenginn!" (s. 23). Framhald sögunnar er eftir því; hún einkennist af
skefjalausu og dýrslegu ofbeldi sem á sér fá fordæmi í íslenskri bók-
menntasögu, ef frá eru taldar vissar lýsingar úr fornritunum. Það segir
sína sögu um menningarástandið innan borgarmarkanna að kirkjugörð-
um hefur verið lokað. Fólk kemur með látna ættingja á sorphaugana þar
sem miljónir af risavöxnum, blindum og hárlausum rottum leggjast á
líkin. Yfir öllu vakir síðan eitruð Miðnætursólin, en að sögn sögumanns
er hún „engin venjuleg sól, heldur ofskynjun. [...] En ef þú teygir hend-
ina í átt til hennar, bítur hún hana af og það er engin ofskynjun" (s. 17).
Enda þótt engin brennandi sól, hvorki raunveruleg né ímynduð, gíni
yfir borginni í Stdlnótt á hún ofbeldið sameiginlegt með Miðnætursól-
borginni. Hún er staður myrkurs og mótorhjóla. Síðari hluti verksins
lýsir því þegar djöflarnir fjórir, sem fyrr voru nefndir, ráða niðurlögum
fjögurra unglinga sem lesendur hafa kynnst smám saman fyrr í sögunni.
I umfjöllun um erótíska þræði í verkum Sjóns bendir Ulfhildur Dags-
dóttir á að drápsaðferðir djöflana séu vampírískar, þeir eiga banvæna
ástarfundi með fórnarlömbum sínum en setja um leið af stað ferli endur-
fæðingar og frekara ofbeldis.6 Þessi blöndun andstæðra fyrirbæra er hlið-
6 Úlfhildur Dagsdóttir. „Fugl á grein, Sjón og erótík“. Tímarit Máls og menn-
ingar 54/1 (1993), s. 78-79.