Skírnir - 01.09.1999, Síða 246
492
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
stæð þeirri lífgervingu hins efnislega veruleika sem kemur víða fyrir í
Stálnótt, þar á meðal í eftirfarandi lýsingu á skemmtistað í borginni.
Úrhrökin hanga utan í byggingunni. Æpa, sparka út í loftið, rífa í
rennurnar og rykkja til og frá, berja krepptum hnefum í flísarnar,
veltast um, þvælast að dyrunum, öskra en slíta sig aldrei frá veggn-
um. Oxl tekur við af hné, olnbogi af öxl, enni af olnboga, hæll af
enni, rasskinn af hæl, hendi af rasskinn, vangi af rasskinn og þau halla
sér áfram og spýta, snúa sér við og gubba, ganga í skrokk hvert á
öðru eða míga svo dökkir lækirnir teygja sig frá byggingunni út á
víðáttumikið planið sem liggur allt í kringum hana og renna saman
við olíubrákað malbikið. (s. 84-85)
Hér er ef til vill komin sú bygging sem við sjáum svo undarlega lítið af í
skáldsögu Jóhamars; bygging úr lifandi holdi.
Hugmyndin um borgarlíkamann er eftir sem áður skýrust í Borg. I
títtnefndum ferðabæklingi sem Logi rekst á segir berum orðum: „Borgin
er lifandi líkami. Hlutar hans eru óaðskiljanlegir. Innra skipulag og takt-
föst hegðun miðast stöðugt við að halda fullkomnu jafnvægi" (s. 19).
Aftar í ferðabæklingnum les Logi síðan: „Ekkert hverfi er það mikilvæg-
asta í borginni. Ákveðinn kjarni gæti þó kallast hjarta borgarinnar, drif-
kraftur, en þessi kraftur er ekki staðbundinn heldur verður til á öllum
þeim augnablikum þegar hinir ýmsu þættir borgarinnar mætast" (s. 24).
Þessi kenning er útfærð sérstaklega í kafla sem heitir „Lungu borgarinn-
ar“ en þar er sagt frá því þegar Úlla skautar inn í almenningsgarð: „Lauf-
in fyrir ofan hana eru skærgræn og dökkgræn, þau bærast fyrir vindinum
eins og lungun þenjast út og falla saman við hvern andardrátt. Garðurinn
er lungu borgarinnar. Úlla skautar áfram, inni í lungum, með lungu inni í
sér“ (s. 76).
Samkvæmt hinni lífrænu hugmynd fæðast borgir, þær vaxa, ná
þroska, fjölga sér og deyja. Borgirnar sem karlskáldin þrjú lýsa eru, í
samræmi við þetta myndmál, komnar að fótum fram. Þannig er einni
byggingunni í Miðnætursólborginni líkt við gamalmenni: „Loks stað-
næmist hann fyrir utan eitt húsið, gamaldags fjölbýlishús, hrunið til
grunna í annan endann, flagnað og dauðvona, einsog gamalmenni sem
komið er að falli“ (s. 19). Borg Rögnu er á öðru aldursskeiði; sumir hlut-
ar hennar eru að minnsta kosti ennþá frjósamir. I einum kafla sögunnar
er Vaka að strauja af sér appelsínurauðan flauelskjól: „Ef ég væri borgin,
hugsar hún, væri kjóllinn rauði múrinn sem umlykti mig. Kjóllinn væri
virkisveggur minn og sá eða sú sem kæmist inn fyrir kæmi aldrei söm
eða samur aftur út. Borgin myndi greipa sig í hugann" (s. 92).
Skömmu síðar gengur Vaka í þessum kjól fram hjá bar þar sem Logi
situr. Þau hafa hist áður en þekkjast lítið, hún sest hjá honum, þau taka