Skírnir - 01.09.1999, Page 250
496
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
um barst hingað vestræn kristni með átrúnaði á þeim Patreki, Trostani
og Kolumkilla. Sú kristni er að vísu löngu undir lok liðin, rétt eins og
kirkjurnar tvær sem helgaðar voru Kolumkilla og stóðu forðum að Esju-
bergi á Kjalarnesi og Hólmi á Akranesi. En Vestfirðingar minnast enn
þeirra dýrlinga sem Patreksfjörður og Trostansfjörður eru kenndir við.
Þótt írsk kristni hafi reynst skammær þáttur í íslenskri menningu, gegnir
öðru máli um orð og heiti af írskum toga.
Svipast um í Subureyjum
Af öllum þeim svæðum vestan hafs sem heyra forsögu vorri til skipta
Suðureyjar einna mestu máli. Þaðan komu ýmsir merkir landnámsmenn,
svo sem Ketill fíflski í Kirkjubæ á Síðu, Örlygur að Esjubergi á Kjalar-
nesi, Valþjófur á Meðalfelli í Kjós, Kalman í Kalmanstungu og raunar
fleiri. Lýsing Helga á eyjunum er þó helsti rýr, enda sinnir hann ekki öll-
um heimildum eins vel og vera skyldi. Þótt hann hagnýti sér rúnaristur
og örnefni af miklum áhuga, gegnir öðru máli um bækur. I stað þess að
kynna sér þær örfáu ritsmíðar sem Suðureyingar fyrr á öldum leifðu eftir
sig, lætur hann sér nægja að tilkynna þjóð sinni: „En lítið er um skozk-
gelíska texta fyrr en á sextándu öld“ (bls. 3).
Þótt ég sé enginn sérfræðingur í suðureyskum bókmenntum, þá
þekki ég þrjú gelísk kvæði þaðan sem voru ort á tólftu og þrettándu öld.4
Efni þeirra minnir töluvert á íslensk dróttkvæði sem kveðin voru útlend-
4 Eitt þessara gelísku kvæða, sem Helga þykir ekki vert að minnast á, fjallar um
Raghnall (þ.e. Ragnald=Rögnvald) konung á Mön, sem lést árið 1229; þó er
upphafið lofgerð um eyna Mön. Talið er að það sé ort að konungi lifanda og á
mélinu 1187-1208. Mér er ekki kunnugt hvað kvæðið hét upphaflega, en
Brian Ó Cuív gaf það út undir heitinu: „A Poem in Praise of Raghnall, King
of Man“, Éigse 8 (1956-57), bls. 283-301. Næsta kvæði sem ýjað var að hér að
ofan er talið vera ort um 1250 og er lof um Aonghus Mór (hinn mikla) sem
var kenndur við eyna Í1 í Suðureyjum. Langafi hans var Sumarliði
(Somhairlidh) sá er stofnaði norrænt ríki í Vestur-Skotlandi og Suðureyjum
og féll árið 1164. Sonur Sumarliða hét Raghnall (Ragnaldr) sem dó árið 1207,
og hann átti soninn Domhnall, föður Aonghusar sem kvæðið er um. Osborn
Bergin gaf út kvæðið undir heitinu: „An Address to Aonghus of Islay“,
Scottish Gaelic Studies IV (1934), bls. 57-69. Að þessu kvæði verður vikið
síðar. Þriðja kvæðið virðist hafa verið ort skömmu eftir 1300 og fjallar um
skipaflota sem ræðst á kastala einn á Vestur-Skotlandi, og um þann slóða sem
hernaður þessi dró. Skáldið hét Artúr Dall (= hinn blindi). Kvæðið, sem er
býsna torlesið, var fyrst gefið út af William J. Watson í bókinni Scottish Verse
from the Book of the Dean of Lismore (Edinborg 1937), bls. 6-13 og 257-59.
Einkar vönduð útgáfa birtist nýlega: Donald E. Meek, „Norsemen and Noble
Stewards: The MacSween Poem in the Book of the Dean of Lismore",
Cambrian Medieval Celtic Studies 34 (vetur 1997), bls. 1-49.