Skírnir - 01.09.1999, Page 251
SKÍRNIR
SKERFUR TIL MENNINGARSÖGU
497
um þjóðhöfðingjum til lofs og dýrðar. Gelísku kvæðin bera greinilega
með sér að þau voru sköpuð þar sem skáld bjuggu við tvær tungur og
blandaða menningu. Rétt eins og íbúar á Kjalarnesi og Akranesi munu
hafa gert við upphaf tíundu aldar, þá þrifust Suðureyingar við gelísku og
norrænu jöfnum höndum. Af suðureysku kvæðunum þrem má nema
ýmsan fróðleik um Suðureyinga að fornu, og ekki sakar að minnast lat-
nesks kvæðis sem ort var um fall Sumarliða hölds árið 1164.5
Með því að suðureysku og kristnu landnámsmennirnir, Orlygur að
Esjubergi og Helgi bjóla, áttu þátt í sköpun Kjalarnessþings ásamt með
Þorsteini Ingólfssyni í Reykjavík, svo sem hermt er í viðbæti Þórðarbók-
ar6 og mun hafa staðið í Styrmisbók, þá hefði verið fróðlegt að kynnast
þinghaldi Suðureyinga sjálfra. Var það einskær tilviljun að fyrsta héraðs-
þing Islendinga var stofnað af syni rammheiðins manns, fyrsta Norð-
mannsins sem gerðist Islendingur, og í samráði við tvo kristna landnema
sem komu hingað af Suðureyjum? Annar þeirra reisti sér kirkju og helg-
aði Kolumkilla. Ekki er ósennilegt að Kjalarnesþing hafi verið sniðið
eftir suðureyskum fyrirmyndum að einhverju leyti, enda voru íslenskar
aðstæður líkari því sem tíðkaðist í Suðureyjum en í Noregi. Nú er að
vísu engin lýsing á þingi Suðureyinga eldri en frá 1549, en þó er skylt að
tjalda því sem til er.
I örstuttum þætti um ‘ríki og kirkju’ telur Helgi upp dæmi um ör-
nefnið Þingvöll fyrir vestan haf, og er þar Suðureyja að engu getið. En í
ritgerð sinni, „Some Norse place-names in Trotternish, Isle of Skye“,7
færir Bridget Gordon rök að þeirri kenningu að örnefnið Glen Tinwhill
(1773) feli í sér orðið Þingvöll. Nú heitir dalurinn Glen Hinnisdale, og
þykir henni hugsanlegt að þar sé um að ræða örnefnið Þingsdal. Á sama
stað bendir hún á þá hugmynd mína að Eilean na Comhairle í Loch Fin-
laggan á eynni II sé í rauninni gelísk þýðing á örnefninu Þingey, en
einmitt á þessu litla eyjarkrýli háðu suðureyskir höfðingjar þing sitt fram
á 15. öld.
Helgi vitnar í svofelldar staðhæfingar: „Suðreyjar liggja nærri Irlandi;
10 eru bygðar Suðreyjar" (bls. 33).8 Hvorutveggi fullyrðing er röng;
flestar eyjarnar liggja býsna fjarri írlandi og langtum fleiri en tíu eru
byggðar. Tilraunir Helga í því skyni að koma þessum tölum heim og
saman við veruleikann eru gersamlega út í hött. En í slíku sambandi gafst
honum færi á að minnast þess að fyrr á öldum tíðkaðist að skipta eyjun-
um í fjögur svæði, og var hver fjórðungur um sig kenndur við höfuð-
eyju: Ljóðhús, Skíði, Myl og II. Hér birtist sama tilhneiging og í hér-
5 Carmen de Morte Somerledi. Ýmsar útgáfur; eina annaðist W. F. Skene í
ritinu Johannis de Fordun Chronica Gentis Scotorum (Edinborg 1872).
6 Sjá íslenzk fornrit I, bls. 46, nmgr. 3.
7 Scottish Gaelic Studies X (1963), bls. 82-112.
8 Fornmanna sögur XI (Kaupmannahöfn 1828), bls. 416.