Skírnir - 01.09.1999, Side 252
498
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
lenskri skiptingu í fjórðunga. Sennilega mun slík fjórðungaskipun vera
komin frá Noregi. Og naumast var það helber tilviljun sem réð því að á
þingi Suðureyinga sátu tólf veraldlegir höfðingjar (3 x 4), og á alþingi
voru upphaflega 36 goðar (3 x 3 x 4). A suðureyska þinginu voru auk
þess tveir andlegir leiðtogar, sem sé biskup Suðureyja og ábótinn í Eynni
helgu þar sem Kolumkilli stýrði munklífi forðum. Svipuðu máli gegndi
um alþingi: eftir að skipan komst á kirkjumál hérlendis, sátu tveir and-
legir leiðtogar þjóðarinnar, biskuparnir í Skálholti og á Hólum, í lög-
réttu. Var hugmyndin um þátttöku biskupa í störfum alþingis komin úr
Suðureyjum?
Islenskum heimildum er ekki ávallt treystandi um vestræn örnefni. I
ýmsum ritum er vikið að fjórum endimörkum Noregs, og nefnir Helgi
athugasemdalítið eitt dæmi þar sem þau verða þessi: „Gandvík fyrir
norðan, en Gautelfr fyrir sunnan, Eiðaskógr fyrir austan en Qngulseyjar-
sund fyrir vestan" (bls. 34).9 Þetta sund liggur milli Öngulseyjar og Bret-
lands, og hefur lent hér af einskærum misskilningi, enda munu norsk
yfirráð aldrei hafa náð lengra suður á Irlandshaf en til Manar. En svo
hagar til að Öngulsey hét forðum Mona, og í endimarkaskrá Noregs hef-
ur henni verið ruglað saman við eyna Mön, sem raunar var stundum
kölluð Mona á latínu. í Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk segir
hins vegar um Noreg: „en breiddin og víddin úr austri og í vestur frá
Eiðaskógi til Englands sjóvar“,10 sem virðist vera sönnu nær.
Irsk tökuorð í íslensku
Sjötti kafli bókarinnar (bls. 121-68) fjallar um ‘gelísk tökuorð í norræn-
um málum’ og er hann mikilvægasti þáttur hennar og heilsteyptastur,
jafnvel þótt tökuorðum hafi lítt fjölgað við rannsóknir Helga. Hér er
skilvíslega tekið á hlutunum. I snöggum inngangi bendir hann á ýmis
vandkvæði á skýrgreiningu og dregur þá lærdóm af fimm orðum sem oft
hafa verið talin til tökuorða úr keltnesku: gagarr, ingjan, kjafal, trúðr,
kross. Irska orðið ingean ‘dóttir, mær’ verður ingjan í vísu eftir Magnús
berfætt, afa Jóns Loftssonar í Odda, en slíkt er þó ekki eini vitnisburður-
inn í norrænum ritum um írska orðið ingean. Helgi getur ekki um Sam-
9 Alfrœði íslenzk I. Útg. Kr. Kilund (Kaupmannahöfn 1908), bls. 11. í Helgi-
sögu Olafs Haraldssonar. Útg. Oscar Albert Johnsen (Kristiania 1922), bls. 35
og Lífssögu Ólafs helga eftir Styrmi Kárason (= Flateyjarbók IV. Útg. Sigurð-
ur Nordal (Akranesi 1945), bls. 11) eru endimörk Noregs í vestri einnig talin
vera Öngulseyjarsund. í sumum heimildum er vesturmarka ekki getið heldur
einungis endimarka í norðri og suðri, svo sem í Noregs konungatali: „Elfar
milli og Finnmerkur" og Háttatali Snorra sem teygir konungsveldið drjúgum
lengra í norður: „milli Gandvíkur og Elfar“.
10 Fornmanna sögur X (Kaupmannahöfn 1835), bls. 272.