Skírnir - 01.09.1999, Page 253
SKÍRNIR
SKERFUR TIL MENNINGARSÖGU
499
sonar sögu fagra, sem er að vísu harla léleg heimild um þá atburði sem
gengið hafa, en geymir þó ýmis keltnesk atriði, en þar heitir írska kon-
ungsdóttirin einmitt Ingína, og er þá kvenkynsendingu skeytt aftan við
til öryggis, enda hljómar ingjan rétt eins og hvorugkynsorð.11
Helgi rekur ekki einungis gelísk orð sem hafa unnið sér einhvers
konar þegnrétt í móðurmáli voru, heldur einnig önnur sem hafa smeygt
sér inn í færeysku, norsku, hjaltnesku, orkneysku og katnesku, en hér á
eftir skulu þau ein tökuorð talin sem eru íslensk; mörg þeirra eru komin
úr tísku fyrir löngu, en þó eru önnur sem lifa enn góðu lífi á vörum
þjóðarinnar: bagall, bjannak, brekán, des, díar, dini, drundur, dunna,
gjalti, grésjárn, jaðrakárn, kapall, kellir, kjannur, kjanni, kláfur, klára,
korki, kró, lámur, lámi, lung, máki, mákur, mallaki, minþak, myrikjarni,
petti, skjaðak, sklokur, slafak, sofn, tarfur, tréköttur (fjalaköttur), þúst.
Eftir því sem ég best veit kemur orð það sem Helgi nefnir gjalti
aldrei fyrir nema í þágufalli: ‘að verða að gjalti’; ‘gjalti glíkir’. Nefnifallið
ætti sennilega að vera *gjaltur, nema orðið sé hvorugkyns: *gjalt. Þess er
skylt að geta að orðið tréköttur (fjalaköttur) á hér ekki heima, enda getur
það ekki talist írskt tökuorð í venjulegum skilningi, jafnvel þótt írska
orðið fidchat sé myndað á hliðstæðan hátt. Hvergi sé ég minnst á bjöð
‘land’, sem forðum var talið tökuorð úr írsku bith (kk) ‘heimur, veröld;
land’, en Ásgeir Blöndal Magnússon telur öll tormerki á írskum uppruna
þess.12 íslenska orðið mór í merkingunni ‘svörður til eldneytis’, hefur
reynst einkar torvelt viðfangs, enda er langt síðan að það var talið vera
sprottið af írska orðinu móin (kvk), sem hefur sömu merkingu. Um írsk
tökuorð í íslensku, og einnig hin sem lentu í öðrum norðurtungum, ræð-
ir Helgi af ýmsum sjónarhólum: merkingu, uppruna, notkun, dreifingu,
og er þar geysimikill fróðleikur saman tíndur.
Sjöundi kafli (bls. 169-99) fjallar um sérheiti úr írsku, og eru þar eft-
irtalin mannanöfn tekin til umræðu, en þó er ekki getið um uppruna og
merkingar allra nafna eða nafnaliða: Bekan, Bjóla, Bjólan, Bjollok,
Brjánn, Daði, Dofnakur, Dufan, Dufgus, Dufnall, Dufþakur, Dunkaður,
Eðna, Feilan, Gilli, Kaðall, Kalman, Kamban, Keikan, Kjallakur,
Kjannök, Kjaran, Kjartan, Kjarvall, Konall, Kormakur, Kormlöð, Kylan,
11 Óvíst er hvort konunafnið Ingína tíðkaðist nokkurs staðar utan Samsonar
sögu fögru, en hinu verður naumast neitað að slíkt heiti á dóttur írsks konungs
á einkar vel við og virðist benda til nasasjónar af írskri tungu.
12 „Uppruni með öllu óviss. Ymislegt mælir gegn þeirri kenningu að bjöð sé to.
úr fornírsku bioth, bith ‘veröld’ [...]“. Ásgeir Blöndal Magnússon, Islensk
orðsifjabók (Reykjavík 1989), bls. 60. Helgi minnist hvergi á íslenska orðið
karkur, sem er nafn á smáey á Breiðafirði. Um þetta nafn segir Ásgeir að það
„gæti verið to. úr fornírsku carrac ‘klettur’“. Sama rit, bls. 447. Slík tilgáta er
athygli verð, og ýmis önnur orð sem aldrei hafa verið ættfærð kunna einnig að
vera sprottin af keltneskum rótum.