Skírnir - 01.09.1999, Qupperneq 254
500
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Lunan, Lurkan, Makan, Melbrigði, Meldún, Melkólfur, Melkólmur,
Melkorka, Melpatrekur, Myrgjol, Myrgjöl, Myrun, Myrún, Njdll,
Patrekur, Rafarta / Raforta, TrostanM Af þessum heitum munu einung-
is Daði, Kjartan og Njáll hafa tíðkast hér alla götu síðan úr fornöld;
Kalman, Kjaran, Kjarval, Kormákur, Melkorka og Patrekur hafa verið
endurvakin á tuttugustu öld.
Næst kemur sprettur um örnefnið Dímon hérlendis og annars staðar;
síðan birtast sundurleitar athuganir um íslensk staðanöfn, sumar hverjar
heldur kynlegar. I sambandi við örnefnið Faxaós, sem var notað um
Faxaflóa að fornu, rifjar Helgi upp fræga málsgrein, sem Landnáma
eignar Faxa, suðureyskum förunauti Hrafna-Flóka, þegar þeir sigldu
fyrir Reykjanes og hinn mikli flói laukst upp: „Þetta mun vera mikit
land, er vér höfum fundit; hér eru vatnföll stór“, hermir Landnáma og
bætir síðan við: „Síðan er það kallað Faxaóss."14 Vitaskuld er slík skýring
á örnefni helsti hæpin, en Helgi bætir ekki úr skák með því að birta sína
eigin túlkun sem er mjög í sama dúr og tilgátan í Landnámu. Hann
bendir á norræna örnefnið Fascadale (= Faxadalur?) á vesturströnd
Skotlands og segir síðan: „Landnámuhöfundur á 12. eða 13. öld velti fyr-
ir sér örnefninu Faxaós. Hann vissi, að Faxadalar var í Suðureyjum.
Hann dró þá ályktun, að Faxi væri suðureyskt nafn, fékk Flóka suður-
eyskan fylgdarmann, Faxa, lét Faxa segja eina setningu, og þá var örnefn-
ið Faxaós skýrt“ (bls. 195).
Hér, eins og tíðkast í alþýðuskýringum, eru staðaheiti kennd við
mannanöfn; engar heimildir gefur Helgi fyrir þeirri staðhæfingu sinni að
Landnámuhöfundur vissi um tiltekinn Faxadal og drægi ákveðna álykt-
un um nafnið. Einfaldari lausn á málinu hljóðar svo: faxi (kk) var fornt
fjarðarheiti í Noregi og kemur skoplega heim við endinguna ‘-ós’, eink-
um þar sem um er að ræða furðu breiðan flóa. Hins vegar má ætla að
fyrri liður skoska örnefnisins Fascadale (ég þekki ekki gelísku myndina
og get því ekki staðhæft um uppruna forliðar) sé norska árheitið Faxa
(kvk), sem ætti þá að vera *Föxudalur, en Faxalækur er þó til norður í
Húnavatnssýslu. William J. Sayers hefur nýlega birt aðra skýringu; hann
telur að nafnið Faxi sé þýðing á írska heitinu Mongán, sem er dregið af
orðinu mong „fax, mön“ með smækkunarendingu.15 Sá ljóður er á skýr-
ingum þeirra Helga og Sayers að hvergi hafa komið fram, svo að mér sé
13 Til samanburðar við þennan þátt í riti Helga skal benda á nafnaskýringar
mínar í bókinni Keltar á Islandi (Reykjavík 1997), bls. 150-207. Sumar þeirra
eru með öðru móti en Helgi vill vera láta. Auk þess get ég um nokkur nöfn
sem hann sleppir úr sinni skrá.
14 Islenzk fornrit I = SH 5.
15 William J. Sayers, „Management of the Celtic Fact in Landnámabók", Scandi-
navian Studies 66 (vor 1994), bls. 129-53.