Skírnir - 01.09.1999, Side 256
502
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Að Hyggju Helga komu höfundi *Sigurðar sögu bitlingar víða að,
enda kinokaði hann sér ekki við að rjála við ættir Sumarliða hölds með
því að fella niður nafnliði þaðan, og þannig var „búinn til Gilli jarl í Suð-
ureyjum. Sennilegt er, að draumvísan [í 157. kafla Njálu] hafi verið búin
til um leið“ (bls. 209). Tilbúnings gætir mjög í umræðum um *Sigurðar
sögu: „Þegar Sigurðar saga Hlöðvissonar var skrifuð seint á 12. öld, gátu
menn ekkert vitað um orustu við skozkan jarl, sem samkvæmt sögunni
átti sér stað meir en 150 árum fyrr. Orustan var búin til“ (bls. 211). Eftir
að fimm skoskum jörlum frá Merhæfi hefur verið blandað í málin, getur
Helgi ekki orða bundist: „Þar kom í ljós, hvernig forsagan var búin til að
fyrirmynd þess, sem menn þekktu á 12. öld“ (bls. 212). Ef ég ætti að
kveða upp snöggan dóm yfir hugrenningum Helga um tengsl '’Sigurðar
sögu við írskar skræður og skoska jarla, myndi ég einna helst velja mér
spekiorð hans sjálfs: „I svona samanburði er sjaldnast hægt að komast að
niðurstöðu" (bls. 215).
Helgi kannar Orkneyinga sögu út í ystu æsar og beitir miklum lær-
dómi til að skýra atburði sem gengu forðum í Skotlandi og írlandi, frá
því á tíundu öld og fram á síðari hluta hinnar tólftu. Það sem Helgi skrif-
ar um þessa einstæðu sögu er svo viðfangsmikið að þar liggja drög að
heilli bók. Sú er mín von að hann taki brátt þetta efni traustari tökum og
hreki allar þær efasemdir sem að enn búa mér í brjósti og kunna að sækja
á tortryggna lesendur.
Engan veginn ný er sú hugmynd að Oddaverjinn Páll Jónsson Skál-
holtsbiskup (d. 1211) muni vera höfundur Orkneyinga sögu. Á tólftu öld
var Oddi höfuðstaður íslenskrar menningar, og þar munu ýmsar bækur
hafa verið skráðar um og eftir daga Sæmundar fróða (1056-1133). I
merkri ritgerð, Sagnaritun Oddaverja (1937), benti Einar Ól. Sveinsson
á skyldleika Skjöldunga sögu og Orkneyinga sögu og rökstuddi þá kenn-
ingu að báðar hefðu verið færðar í letur á vegum Oddaverja. í riti sínu
Um Skjöldunga sögu (1963) færði Bjarni Guðnason sterkar líkur að
þeirri hugmynd að Páll Jónsson væri höfundur Skjöldunga sögu, enda er
hún auðsæilega tengd við Odda, og Páli er svo lýst í sögu hans að hann
sé manna líklegastur til að hafa fengist við sagnaritun. Bjarni minnist
dvalar hans í Orkneyjum og vitnar síðan í Páls sögu (orð hennar eru
skáletruð hér): „Frá Orkneyjum sigldi hann sem leið lá til Englands ok
nam þar svá mikit nám, at trautt váru dœmi til, at neinn maðr hefði
jafnmikit nám numit né þvílíkt á jafnlángri stund; ok þá er hann kom út
til Islands, þá var hann fyrir öllum mönnum öðrum í kurteisi lærdóms
síns, versagjörð ok bókalestri.“is Tveim árum síðar kemst Finnbogi Guð-
mundsson svo að orði í formála að Orkneyinga sögu: „Ef vér höfum í
18 Byskupa sögur I. Útg. Jón Helgason (Kaupmannahöfn 1938), bls. 409. Bjarni
Guðnason, Um Skjöldunga sögu (Reykjavík 1963), bls. 280-83.