Skírnir - 01.09.1999, Qupperneq 258
504
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
bera. Síðan koma athuganir um Laxdœlu, en um hana hef ég skrifað dá-
lítið og reynt að sýna skyldleika hennar við írsku fornsöguna Caithréim
Cellaig, ‘Sigurför Kjallaks’,20 sem mér virðist svipa meir til íslendinga
sagna en aðrar frásagnir af Irlandi og ég hef leyft mér að kalla Kjallaks
sögu. í slíku skyni tók ég þann kost að bera saman lýsingar á dauða
þeirra Kjartans og Kjallaks, lið fyrir lið. (1) Báðir eru þeir vel kristnir og
neyta sem minnstrar fæðu um langaföstu; af þeim sökum verða þeir
þróttminni en ella á páskum. (2) Báðir eru þeir drepnir á fimmtudaginn
eftir páska. (3) Hvor um sig er veginn af fóstbróður sínum, sem er
bræðrungur hans. (4) Hvorugur þeirra Kjartans og Kjallaks reynir að
verja líf sitt til þrautar. (5) Fjórir bræður Kjartans, með nokkrum föru-
nautum, hefna hans og vega banamann hans, rétt eins og bróðir Kjallaks
hefnir hans. (6) Nóttina fyrir vígin dreymir hinn feiga eða fylgdarmann
hans óhugnanlegan draum. (7) Dauða beggja hafði verið spáð fyrir. (8) I
báðum sögum er vegandi ginntur til glæps.
Annar skyldleiki Laxdœlu og Kjallaks sögu er þessi: Bráðfeigur faðir
Kjallaks lagði svo fyrir að hann skyldi grafa standandi á landamærum og
snúa móti óvinum sínum. Slíkt er gert, og óvinum hans tekst ekki að
ráðast inn í ríkið fyrr en þeir grafa upp líkið og dysja annars staðar. Þetta
minnir á frásögn af Hrappi Sumarliðasyni, sem „var skoskur að föður-
ætt, en móðurkyn hans var allt í Suðureyjum, og þar var hann fæðingi“.
Hrappur segir við kellu sína fyrir andlát sitt: „En þá er eg em andaður,
þá vil eg mér láta gröf grafa í eldhúsdurum, og skal mig niður setja
standanda þar í durunum; má eg þá enn vendilegar sjá yfir hýbýli mín.“
Eftir dauða hans gekk hann mjög aftur, deyddi flest hjón sín í afturgöng-
unni, bærinn lendir í auðn. Þá fer Höskuldur til, grefur Hrapp upp og
dysjar hann fjarri fjárgangi og mannaferðum.21
En Helgi velur sér aðrar leiðir. Hann drepur ekki einu orði á skyld-
leika þann sem verður með Laxdælu og Kjallaks sögu í lýsingum á vígum
þeirra Kjartans og Kjallaks. Hins vegar ber hann frásögnina af greftrun
Hrapps saman við hliðstæðar lýsingar í írskum ritum, en forðast þó að
nefna Kjallaks sögu í þessu sambandi. En Helgi getur um merkilega hluti
frá Suðureyjum og víðar að sem varða þennan kynlega sið.
I þessum kafla eru ýmsar athuganir um mannanöfn úr írsku, en um
þau fjallar Helgi á öðrum stað, eins og þegar var getið. Þá verður Helga
tíðrætt um litinn á þeim stóðhrossum sem Bolli vildi gefa Kjartani: hest-
urinn var hvítur að lit og rauð eyrun og toppurinn; þrjár hryssur fylgdu
20 Nýjustu útgáfu sögunnar annaðist Kathleen Mulchrone, Caithréim Cellaig.
Mediaeval and Modern Irish Series XXIV (Dublin 1971).
21 Sjá grein mína „Irsk atriði í Laxdælu", Tímarit Máls og menningar 25 (1964),
bls. 392-402; og Laxdœla Saga. Þýðendur Magnus Magnusson og Hermann
Pálsson (Harmondsworth 1969), bls. 36-38.