Skírnir - 01.09.1999, Side 259
SKlRNIR
SKERFUR TIL MENNINGARSÖGU
505
með. Slíkum lit bregður fyrir í írskum frásögnum, bæði á nautum og
hrossum.
Islenskir sagnaritarar
Efsti kaflinn í fræðiriti Helga Guðmundssonar fjallar um þrjá forna höf-
unda, þá Snorra Sturluson (d. 1241), Ara Þorgilsson hinn fróða
(1068-1148) og Sæmund Sigfússon hinn fróða (1056-1133). Um Snorra
getur Helgi þess sérstaklega að hann hafi samið tvo þætti í Flateyjarbók,
viðaukann við Orkneyinga sögu og Brennu Adams biskups á Katanesi
(bls. 278-84). Þetta er nýstárleg hugmynd og mun vafalaust vekja nokkra
athygli, en næsta athugasemd Helga er öllu hæpnari. Hann telur á þá
vinnuaðferð Snorra að láta flæða yfir Eyvind keldu á skeri, með því „að
munur á flóði og fjöru við Ogvaldsnes er 30-40 cm, en ekki rúmlega 2 m
eins og á Islandi" (bls. 320). Þótt Finn Hodnebo, sem Helgi vitnar í, vísi
á bug þeirri hugmynd að unnt sé að taka menn af lífi á slíku flæðiskeri,22
þá hefur hvorugur hugsað málið til hh'tar. Munur flóðs og fjöru varðar
ekki mestu heldur hitt hve mikið vatn flýtur yfir skerið á háflæði. Sú
refsing mun hafa þótt einna grimmust, ef dæmdur maður njörvaður nið-
ur við harðan klett, svo að hann gat hvorki hreyft hönd né fót né reist
höfuð að neinu ráði, varð að bíða stórstreymis til að ljúka ævi sinni sker-
nár.
I lokaspretti bókar lítur Helgi Guðmundsson á ‘ókunnan feril’ Sæ-
mundar fróða, og reynir þá fyrst að athuga hvenær hann fór utan til
náms. Samkvæmt lokakafla Laxdælu siglir Gellir Þorkelsson á Helgafelli
til Noregs, stendur þar ekki lengi við, gengur suður til Róms. „Hann
dvelst í þeirri ferð mjög lengi; fer síðan sunnan og kemur í Danmörk; þá
tekur hann sótt og lá mjög lengi og fékk alla þjónustu; síðan andaðist
hann og hvílir í Hróiskeldu."23 Að tölu annála lést Gellir árið 1073, og
kemur slíkt heim við tímatal sonarsonar hans, Ara fróða, í Islendinga-
bók, enda munu annálar hafa sótt slíka vitneskju til Ara. Ætla má af
orðalaginu „mjög lengi“, sem kemur tvívegis fyrir, að á dánardægri Gell-
is hafi verið liðin nokkur misseri frá heimanför hans.
Helgi kemst svo að orði: „Talið er, að Gellir hafi farið utan á leið til
Rómar 1071 eða 1072. Þá hefur Sæmundur verið 15 eða 16 ára. Það var
líklegur aldur til að halda utan til náms. Spyrja má, hvort Gellir var ekki
beðinn um að taka Sæmund með sér, þegar hann gekk suður. Þar hefur
22 Finn Hodneba, „Seidmennene pá skratteskjær - En Fotnote", Eyvindarbók.
Festskrift til Eyvind Fjeld Halvorsen. Utg. Finn Hodnebo, Jon Gunnar
Jorgensen, Else Mundal, Magnus Rindal, Vésteinn Ólason (Ósló 1992), bls.
123-32.
23 Laxdœla (Reykjavík 1934), bls. 229, leturbreyting mín.