Skírnir - 01.09.1999, Síða 260
506
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
þurft förunaut og fjárhaldsmann“ (bls. 328). Hér má ætla að skáldskapur
Helga hafi hlaupið með hann í gönur. í fyrsta lagi finnst hvergi stafkrók-
ur þeirri hugmynd til stuðnings að Gellir hafi þekkt Sæmund eða aðra
Oddaverja. I öðru lagi tíðkaðist fyrr á öldum að piltar hæfu skólanám
sjö vetra að aldri og lykju því um það leyti sem þeir voru 18 ára, en
einmitt þá urðu þeir oft á tíðum að ákveða hvort þeir ætluðu sér að
kvænast og gegna veraldlegu starfi ella þá að halda áfram á menntabraut
til að geta gengið í þjónustu kirkjunnar, hvort sem heldur var um prest-
skap, kennslu eða klausturlifnað að ræða. I þriðja lagi var Sæmundur á
leið til Frakklands, og hefði þá verið undarlegur krókur að sigla fyrst til
Noregs.
Heimildir gefa í skyn að Sæmundur hafi farið barnungur utan, enda
er langtum sennilegra að utanför hans hafi orðið árið 1063 fremur en
1071 eða 1072, eins og Helgi telur. I Islendingabók segir að Sæmundur
hafi komið heim frá námi meðan Sighvatur Surtsson var lögsögumaður
(1076-1083),24 og í Konungsannál er heimkoma Sæmundar ársett árið
1076. Þá hefur Sæmundur verið tvítugur að aldri, en hans mun hafa verið
von heim tveim árum áður, eins og ég hef þegar gefið í skyn. Af Jóns
sögu helga má ráða að Sæmundur hafi verið lengi við nám erlendis.25
I sögum af helgum mönnum og vinsælum konungum bregður nátt-
úra stundum venju sinni, þegar slíkir menn kveðja þenna heim. Kon-
ungsannáll hermir eftirminnilega klausu við dánarár Magnúss góða 1047:
„Svá segir Sæmundr prestr enn fróði, at á þessu ári váru svá mikil frost,
at vargar runnu at ísi milli Nóregs ok Danmarkar."26 Þessi fróðleikur
mun vera þeginn úr latneskri frásögn Sæmundar af norskum konungum,
sem lauk einmitt með dauða Magnúss góða. Lítill hörgull mun hafa verið
á dönsku og norsku fólki sem gat frætt Sæmund um frerann mikla árið
1047. En Helgi hefur þá sérstöðu með öðrum dauðlegum mönnum að
hann grunar hvernig fróðleikur komst til skila: „E.t.v. má nú skýra ann-
álagreinina þannig, að Gellir, fornvinur Magnúss góða, hafi sagt Sæ-
mundi söguna um ísinn á leiðinni frá Noregi til Danmerkur á árunum
1071-1072. Við slíkar aðstæður berst svona fróðleikur á milli manna“
(bls. 329).
Taflmenn og tannvara
I kaflanum „Þekking á löndunum fyrir vestan haf“ skrifar Helgi langan
og fróðlegan sprett um verslun og siglingar (bls. 42-72) og er þetta einn
af veigameiri þáttum bókarinnar, enda rekur hann viðskipti manna vest-
24 íslendingabók (1968), bls. 20.
25 Biskupa sögur I (Kaupmannahöfn 1858), bls. 156 og 227.
26 Islandske Annaler indtil 1578. Útg. Gustav Storm (Christiania 1888), bls. 108.