Skírnir - 01.09.1999, Side 261
SKÍRNIR
SKERFUR TIL MENNINGARSÖGU
507
an frá Grænlandi og allt austur um haf. Þótt Bogi Th. Melsteð hafi fjallað
ítarlega um þetta efni á sínum tíma,27 þá er mikill fengur að rannsóknum
Helga, enda bendir hann á ýmislegt sem lítt hefur vakið athygli manna
hingað til. Hér er óþarfi að endursegja hlutina, en þó vildi ég sérstaklega
þakka höfundi rækilegar frásagnir af rostungstönnum og náhvalstönn-
um, enda voru þvílíkir hlutir geysilega verðmætir og gengu kaupum og
sölum.
I slíku sambandi getur Helgi um 92 taflmenn úr rostungstönn (þeir
eru að vísu 93 talsins, og nokkrir eru ekki úr rostungstönn) sem fundust
árið 1831 hjá Vík í Ljóðhúsum, skammt fyrir sunnan Bjarnarey, og eru
nú sumir (alls 11) í Þjóðminjasafni Skota í Eiðinaborg, en hinir (82) í
British Museum í Lundúnum.28 Ymsar tilgátur hafa komið fram um
uppruna skákmanna, en Helga þykir sennilegt „að þeir hafi verið skornir
út einhvers staðar á leiðinni frá aðalveiðisvæði rostunga í Norðursetu á
Grænlandi til Suðureyja, kannske á Grænlandi eða á Islandi. I Króka-
Refs sögu er gert ráð fyrir, að Grænlendingar hafi smíðað töfl, og þar er
nefnt bæði hneftafl og skáktafl, og í Eiríks sögu rauða er talað um tann-
belti. Unnin vara var dýrari en hráefnið“ (bls. 56-57).
I þráa við það sem staðhæft hefur verið um íslenskan eða norskan
uppruna þessara taflmanna, þá er hugsanlegt að þeir hafi verið skornir í
Ljóðhúsum, nálægt fundarstað. Ef þeir voru aðfluttir, þá er örðugt að
skýra af hverju þeir voru á slíkum stað. En oddhagur maður gat stundað
list sína hvar sem var. Til er örugg heimild um dálæti Suðureyinga á tafl-
mönnum úr tönn. I kvæði sem var flutt Aonghusi mikla (Mór) á 11 um
miðja 13. öld,29 eru taldir ýmsir verðmætir gripir og eignir sem hann
erfði eftir föður sinn: íveruhús, brynja, oddmjó sverð, veiðihundar, gæð-
ingar o.s.frv. Meðal dýrgripanna voru a fhoirne donna déad, sem merkir
bókstaflega ‘hans brúnu taflmenn úr tönn’. Litarorðið donn ‘brúnn’ mun
hafa verið valið til stuðlunar, en þó gæti hvarflað að lesanda að hér sé
verið að ýja að þeim rauða lit sem tanntafli var stundum gefinn.
Orðið foirenn (kvk) merkti ‘lið, liðsmenn, herflokk, skara’ en var
einnig notað um ‘alla taflmenn á skákborði’. Með því að orðið er hér í
fleirtölu má ráða að Aonghus hafi eignast að föður sínum látnum fleira
en eitt skáktafl úr rostungstönn. Einsætt er að karl hefur verið forríkur,
enda var hann kominn af göfugri ætt. Langafi hans var Sumarliði höldur
sem stofnaði norrænt ríki á Vestur-Skotlandi og Suðureyjum á tólftu
27 Bogi Th. Melsteð, „Ferðir, siglingar og samgöngur milli Islands og annarra
landa á dögum þjóðveldisins", Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmennta 4
(Kaupmannahöfn og Reykjavík 1907-15), bls. 585-910.
28 Nýjasta ritið sem ég þekki um þessa taflmenn er eftir Neil Stratford, Tbe Lewis
Chessmen (London 1997).
29 Á þetta kvæði er drepið í nmgr. 4 hér að framan.