Skírnir - 01.09.1999, Qupperneq 264
510
GUNNARJ. ÁRNASON
SKÍRNIR
mannslíkamann. Ég hef einkum í huga frönsku heimspekingana Maurice
Merleau-Ponty og Jean-Paul Sartre, en fáir heimspekingar hafa gefið lík-
amshugtakinu jafnítarlegan gaum. Þeir halda því fram að til að skilja
skynjun og tilfinningar verðum við að átta okkur á því hvernig við öðl-
umst meðvitund um hlutina í kringum okkur. Eitt leiðarstefið í hugsun
þeirra tvímenninga er að meðvitund um hlutina feli ávallt í sér áætlanir
og athafnir. Við erum alltaf á fullri ferð í umhverfi okkar, það er alltaf
eitthvað í gangi, svo maður noti hversdagslegt orðalag, og það er aldrei
neitt í gangi án þess að líkaminn komi þar við sögu. Þeir lýsa líkamanum
nánast sem teygjanlegri formleysu, sem teygir sig að hlutunum í kring-
um sig; skynjun framlengir líkamann í átt að því sem skynjað er. Þegar
ég les af tölvuskjánum er skynjunin á skjánum, ekki í augnbotninum.
Þegar ég skrifa orð á blað með blýanti, þá er skynjunin í blýantsoddin-
um þar sem hann nemur við blaðið, ekki í fingurgómunum sem grípa um
blýantinn. Að upplifa eigin tilfinningar merkir ekki einungis að við finn-
um fyrir einhverju inni í okkur og svo er heimurinn þar fyrir utan, held-
ur eru þær í heiminum, ef svo má að orði komast, og við lifum okkur inn
í heiminn í gegnum tilfinningalega reynslu.
Til að skýra þessa erfiðu hugsun má taka dæmi af mjög eftirminni-
legu og sterku verki Ragnhildar, „Skynjun“, sem staðsett er í sjávarmál-
inu í Skerjafirði, og var sett upp í tengslum við sýninguna „Strandlengj-
an“ í fyrrasumar, og stóð enn síðast þegar ég vissi. Verkið, sem er gert úr
trefjagleri, sýnir manneskju sem er fimm eða sex mannhæðir á hæð, hver
líkamshluti endurtekinn nokkrum sinnum. I þessu verki er lýst hvernig
sú mikilfenglega fegurð náttúrunnar sem birtist í fjöruborðinu, strönd-
inni, hafinu, sjóndeildarhringnum, himninum og sólarlaginu orkar á
okkur. Við finnum ómeðvitað fyrir því hvernig hin upprétta staða leggur
áherslu á reisn mannsins frammi fyrir láréttri línu sjóndeildarhringsins
og víðáttu hafflatarins. Skynjun á upphafinni fegurð náttúrunnar er jafn-
framt skynjun á upphafningu mannsins.
Til að skapa mannsmyndir sínar tekur Ragnhildur afsteypu af konu-
líkama og notar afsteypuna sem mót til að steypa heilar mannsmyndir
eða hluta af líkamanum í gifs eða gúmmí. Miklu skiptir að átta sig á þýð-
ingu afsteyputækninnar, því ýmsar spurningar geta hæglega vaknað:
Hvers vegna ekki að móta mannslíkamann, eins og listamenn hafa gert
frá örófi alda? Er það ekki uppgjöf gagnvart hinni listrænu köllun að
taka bara afsteypu? Til þess liggja ákveðnar ástæður sem ætti ekki að
vera of erfitt að geta sér til um. Eg lít svo á að tilgangurinn sé tvíþættur,
annars vegar að gæta fagurfræðilegs hlutleysis gagnvart formi mannslík-
amans og hins vegar að komast sem næst hinu efniskennda og hlut-
kennda. Gifsafsteypur Ragnhildar eru nokkurs konar líkamsafrit, á sama
hátt og ljósrit er afrit af upprunalegri síðu.
Líkamsformið sjálft, yfirborð og lögun, er aldrei meðhöndlað á list-
rænan hátt, með því að breyta því eftir geðþótta og hugarflugi lista-