Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 11
restfirska rRETTABLASID 11 Sálarrannsóknir og spíritismi — þ.e. Ieit að sönnunum fyrir lífí eftir dauðann — hefur fram til þessa ekki talist til hinna virðulegri vísindagreina, en ef marka má fornar bækur, hefur hnýsni um framhaldslifið tíðkast í einni eða annarri mynd frá ómunatíð. í Biblíunni eru menn t.a.m. varðaðir við að leita frétta af framliðnum. Spíritisminn hefur þó sennilega aldrei staðið með meiri blóma en á þessari öld, og ótaldir eru þeir miðlar og „sálvísindamenn“ og grillufangarar ýmiskonar, sem lagt hafa æruna að veði í tilraunum til að sanna að sálin lifi af líkamsdauðann. Einhvernveginn læðist þó sá grunur að manni, að fáir séu jafn vantrúaðir á lífið eftir dauðann og einmitt spíritastarn- ir, sem verja ómældri orku og tíma til að sanna það sem fyrir flestum trúuðum mönnum er nokkuð augljós stað- reynd. Eðvarð T. Jónsson: Lokastig vaxtarins í þessu lífi Vitrir menn hafa bent á, að þrátt fyrir alla efahyggju og tómhyggju Vesturlanda- búans, lifi hann lífí sínu eins og hann eigi alla eilífðina framundan og verði þar kallaður til ábyrgðar á gerð- um sínum. Sannleikurinn er sá, að vestrænni menningu er runnin í merg og bein sú trúarskoðun, að líf sé eftir dauðann. Kristindómurinn, líkt og öll önnur æðri trúar- brögð, kennir að jarðlífið með öllum þess sviftingum sé ekki annað en undirbún- ingur undir líf sálarinnar í öðrum heimi. Nú vill svo til, að síðari tíma sálarrann- sóknir renna stoðum undir þessa skoðun. Á síðasta ára- tug komu fram tveir fræði- menn á þessu sviði, sem hvorki verða kallaðir spírit- istar eða grillufangarar, með því að þeir eru hvorki að reyna að sanna fyrir sjálfum sér né öðrum, að sálin lifi þótt líkaminn deyi, og það sem er ennþá betra; þeir eiga ekki rætur sínar í hefð- bundnum „sálarrannsókn- um“ eða miðlafargani af því tagi, sem komið hefur óorði á þessar rannsóknir og gert þær nánast hlægilegar í aug- um alls þorra fólks. Þessir fræðimenn eru þau Ray- mond A. Moody og frú Elisabeth Kubler-Ross. Þessir fræðimenn hafa, eftir því sem ég best veit, ekkert samstarf haft sín á milli, en rannsóknir sínar byggja þau á svipuðum grunni: Þau hafa talað við og skráð niður kostgæfilega frásagnir fjölda manns, sem orðið hafa fyrir þeirri merki- legu reynslu að deyja og lifna við aftur með tilstuðlan læknavísindanna. Sérstak- lega eru rannsóknir R. A. Moody’s athyglisverðar, en það virðist há frú Elisabeth nokkuð, að hún festist stundum í orðalagi spíritista og veikir það vissulega stundum niðurstöður, sem annars eru byggðar á þrótt- miklum og frumlegum rannsóknum. Niðurstöður tvímenninganna eru þó eng- an veginn endanleg sönnun fyrir framhaldslífi, því víst er að það verður aldrei sannað fyrir einum eða neinum, sem ekki vill láta sannfærast — það má nefni- lega alltaf deila um aðferð- irnar og forsendurnar. En þeir, sem hugsa um þessi mál af einhverri alvöru og ekki eru á þeim buxunum að fara í skóla hjá spíritist- um, ættu ekki að láta bækur þeirra tvímenninga fram hjá sér fara. SKARPAR ÁLYKTANIR Rannsóknir þeirra Mood- y’s og frú Kubler-Ross eru mjög umfangsmiklar og munu þó ekki öll kurl komin til grafar, eins og síðar verð- ur frá greint. Enginn vafi er á því, að þær eru með hin- um athyglisverðustu sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Ályktanir þeirra af nið- urstöðunum eru skarpar, en koma kannske ekki beint á óvart. Frúin segir t.d.: „Dauðinn er lokastig vaxtarins í þessu lífi. Það er ekki til neinn algjör dauði. Aðeins líkaminn deyr. Sjálf- ið eða andinn, eða hvað menn vilja kalla það, er ei- lífur. Menn geta túlkað þetta á hvern þann hátt sem þeim þykir hentugastur... Á dauðann í þessu samhengi má líta sem tjald milli þeirr- ar tilveru, sem við erum okkur meðvitandi um, og þeirrar, sem okkur er dulin þangað til tjaldið lyftist...“ í bók sinni „Lífið eftir Lífið“ (Life After Life), gerir R. A. Moody sér líkan af framhaldslífinu byggt á þeim staðreyndum, sem hann aflaði sér með rann- sóknum og viðtölum við fólk, sem hafði „dáið“ skamma stund, en vaknað til lífsins aftur, eins og að framan er greint. í eftirfar- andi orðum kemur fram í hnotskurn sú reynsla, sem flest þetta fólk hafði orðið fyrir eftir „dauðann“: „Maður er að deyja, og þegar líkamleg vanlíðan hans er í hámarki, heyrir hann lækninn lýsa því yfir að hann sé látinn. Hann fer þá að heyra óþægilegan hávaða, háværan bjöllu- hljóm eða suð, og samtímis finnst honum hann fara mjög hratt eftir löngum, dimmum göngum. Að því búnu verður hann þess skyndilega var, að hann er staddur utan efnislíkamans, en samt í námunda við hann, og hann sér líkama sinn í fjarlægð, eins og hann væri áhorfandi. Hann fylgist með lífgunartilraunum á sjálfum sér frá þessu óvenju- lega sjónarhorni og er í miklu tilfinningalegu upp- námi. Eftir nokkra stund verður honum rórra og hann tekur að venjast þessu einkenni- lega ástandi sínu. Hann verður þess var, að hann hefur ennþá ,,líkama“, en allt annarrar náttúru og gæddan allt öðrum eðlis- kröftum en jarðneski líkam- inn. Brátt fer ýmislegt ann- að að gerast. Aðrir koma til fundar við hann og hjálpa honum. Hann sér anda framliðinna ættingja og vina og fyrir framan hann birtist ástríkur andi — ljósvera — með hlýju og innilegu þeli. Hann hefur aldrei áður litið augum slíka veru. Hún spyr hann spurninga án orða í því skyni, að láta hann meta líf sitt og hjálpar honum með því að sýna honum meiri háttar viðburði í hans eigin lífi. Síðan finnst hon- um hann nálgast einhvers- konar hindrun eða mörk, sem eru að því er virðist landamæri hins jarðneska lífs og þess næsta. Samt finnur hann, að hann verð- ur að hverfa aftur til jarðar- innar og að dauðastund hans er ekki runnin upp ennþá. Á því andartaki veit- ir hann andspyrnu (þ.e. hann vill ekki fara aftur í líkamann), því nú er hann gagntekinn af reynslu sinni í framhaldslífinu og vill ekki snúa aftur. Þrátt fyrir þessa afstöðu sína sameinast hann einhvernveginn aftur jarð- neskum líkama sínum og lif- ir.“ Margir einstaklingar gáfu Moody þessa eða áþekka lýsingu á reynslu sinni á fyrstu andartökunum eftir „dauðann“. Það eykur á ýmsan hátt trúverðugleik þessara athugana, að Moody gerir tilkall til þess að litið sé á þær sem vísinda- legar. Hann bendir á, að þeir einstaklingar, sem rannsóknirnar beindust að, hafi flestir tilheyrt sama menningarsvæði. Hann seg- ist gjarnan vilja heyra um dánarreynslu Eskimóa, Navahoindíána, Watusi- manna o. s. frv. Nokkrir þeirra, sem Moody ræddi við, höfðu lent í slysi og verið taldir af. Einn segir: „Ég var kominn út úr líkamanum og horfði á hann úr u.þ.b. 10 metra fjarlægð, en ég hélt áfram að hugsa alveg eins og áður. Og þessi hugarstarfsemi fór fram í eðlilegri líkamshæð. Ég var þó ekki í líkamanum, sem slíkum.“ Annar maður, sem hafði „drukknað“, en var lífgaður við, segir: „Líkami minn flaut í vatninu og allt í einu fannst mér ég vera kominn í nokkra fjarlægð frá líkaman- um, fjarri öllum... Þótt ég væri stöðugur og kyrr á sama fleti, sá ég líkama Hvað tekur við, þegar tæmíst stundaglas þess lífs, sem maðurinn lifir hér á jörðinni?

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.