Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Síða 15
vestíirska
I vestfirska
FREITABLADID
15
Húsmóðir skrifar:
Uppgjörið
I 40. tölublaði Vestfirska
fréttablaðsins skrifaði sr.
Jakob Hjálmarsson grein sem
kom á góðum tíma fyrir mig.
Greinin fjallaði um hin mjúku
verðmæti. Ég stóð í erfiðu upp-
gjöri við sjálfa mig, en grein
þessi varð til þess að ég tók
ákveðna afstöðu til málsins, og
er mjög ánægð á eftir. Þökk sé
þér sr. Jakob fyrir þessa góðu
grein. Mig langar að senda hér
með uppgjörið, sem ég skrifaði
niður að gamni mínu. Kannski
eru einhverjir sem hefðu gam-
an af að lesa það.
Þannig er, að ég er fram-
kvæmdastjóri í frekar iitlu fyr-
irtæki, sem gengur allvel. Fyrir-
tækið var stofnað fyrir ellefu til
tólf árum og hefur gengið vel og
vaxið stöðugt síðan. Að sjálfsögðu
hafa komið lægðir, og þá hefur
maður efast um gildi þessa alis,
en alltaf hefur farið vel að lokum.
Með öðrum orðum, við höfum
staðið af okkur alla storma og
stórsjói þessi ár.
Fyrirtækið fór af stað í leigu-
húsnæði, frekar lélegu, en með
árunum urðu umsvifin meiri, og
miklar breytingar urðu þess vald-
andi að ráðist var í að byggja
húsnæði yfir starfsemina. Véla-
kostur er orðin nokkuð góður,
fjárhagsleg afkoma trygg, veltan
töluverð, og framleiðsla okkar
hefur aukist og starfsemin vaxið
jafnt og þétt, okkur hluthöfunum
til óblandinnar ánægju. Við vinn-
um að vexti og viðgangi fyrir-
tækisins af lífi og sál, í von um að
afrakstur erfiðisins verði ljós að
lokum.
Forstjóri fyrirtækisins er mjög
oft í burtu við önnur aðkallandi
störf, svo starfsemi fyrirtækisins
lendir mikið á mér. Vinnutími
minn er ómældur, oft allur sólar-
hringurinn ef þannig stendur á.
Ég þarf oft að sinna öðrum störf-
um í fyrirtækinu, þar sem mann-
fæð háir okkur töluvert. En þau
störf tek ég að mér með ánægju, í
von um að geta haldið fyrir-
tækinu gangandi. Ég veit ekki
En málið er þó ekki svona
einfalt. Moody ræddi við
nokkra sem reynt höfðu að
fyrirfara sér og þá kom í ljós,
að þessir einstaklingar höfðu
orðið fyrir mjög neikvæðri
reynslu, gjörólíkri þeirri sem
greint er frá hér að framan.
Kona ein sagði við hann:
„Fari maður úr þessum
heimi kvalinn á sálu og lík-
ama, verður maður kvalinn
þar líka.“ Vandamál þeirra
sem gert höfðu sjálfsmorðtil-
raun fylgdu þeim yfir móð-
una miklu og urðu jafnvel
enn verri þar. í líkamslausu
ástandi sínu gátu þeir ekkert
gert til að leysa þessi vanda-
mál og þeir urðu einnig að
horfa upp á þær illu afleið-
ingar, sem gerðir þeirra
höfðu í för með sér.
Maður einn sem hafði lát-
ið bugast, þegar eiginkona
hans lést, og reynt að skjóta
sie, segir svo frá:
„Ég fór ekki þangað þar
sem konan mín var. Ég fór á
hræðilegan stað... Ég skynj-
aði þegar í stað mistökin
sem mér höfðu orðið á... Ég
hugsaði: „Ég vildi að ég
hefði ekki gert það.“ “
Aðrir sem lentu á þessum
dimma en að öðru leyti ó-
skilgreinda stað sögðu, að
þeir hefðu haft það á tilfinn-
ingunni, að þeir yrðu þar
um langan aldur. Þetta var
þeirra refsing fyrir að hafa
„brotið reglumar“ og reynt
að losna fyrir örlög fram frá
því hlutverki sínu að upp-
fylla ákveðið áform í lífinu.
Moody segir, að fleiri en
sjálfsmorðingjar hefðu orðið
fyrir þessari neikvæðu
reynslu og hann gefur fyrir-
heit um að skýra betur frá
því í næstu bók sinni. Verð-
ur það væntanlega fróðleg
lesning.
I Ijós kemur einnig, að
ýmsir sem drýgt höfðu al-
varleg afbrot virtust upplifa
sterka skammartilfinningu
og iðmn eftir dauðann.
Einn þeirra segir:
„Líf mitt virtist renna
upp fyrir mér allt umhverfis
mig... Ég blygðaðist mín
meira en orð fá lýst fyrir það
sem ég sá af gerðum sjálfs
mín, því svo virtist sem ég
hefði aðra þekkingu — að
ljósið væri að sýna mér hvað
væri rangt og hvað ég hefði
gert rangt. Og það var mjög
áþreifanlegt.“
Moody segir sjálfur, að
viðmælendur sínir hefðu að-
eins gerst sekir um minni-
háttar afglöp í lífinu. Hann
spyr: Ef þessir menn verða
fyrir slíkri reynslu, hvað þá
um hina sem hafa mikið á
samviskunni og þó einkum
og sérílagi þá sem framið
hafa glæpi gagnvart öðmm.
Moody segir, að hann geti
ekki gert sér í hugarlund
verri reynslu en þá, sem slík-
ir menn þyrftu að ganga í
gegnum:
„Ef það sem kom fyrir
viðmælendur mína, kæmi
einnig fyrir þessa menn,
myndu þeir sjá alla þessa
hluti verða ljóslifandi fyrir
framan sig, skýra og áþreif-
anlega. Þótt ég gefi hug-
myndafluginu lausan taum-
inn, er mér gersamlega um
megn að ímynda mér hel-
víti, sem væri hræðilegra og
óbærilegra en það.“
RÁÐVILLTIR ANDAR
Rannsóknirnar gefa einn-
ig til kynna, að lífið fyrir
handan er ekki bara svart og
hvítt. Hann segir, að álykta
megi einnig að til sé ríki
„ráðvilltra anda“. í þessu
ástandi hafa hinir framliðnu
orðið „fastir“ milli hins jarð-
neska og andlega heims.
Þeir eru að sönnu dánir, en
geta þó ekki slitið sig frá
jarðlífinu. Moody segir:
„Fyrst segja þeir, að þess-
Framkvæmdastjórinn
Forstjóri fyrirtækisins er sjó-
maður, sem stundar atvinnu sína
fjarri heimilinu og verður því að
treysta á mig, framkvæmdastjór-
ann sinn. Við eigum nokkur börn
og hús sem verið er að basla við
að koma upp. Allt amstur og
erfiði hvílir mikið á mér í fjarveru
eiginmannsins.
Nú er komið að uppgjörinu. Á
ég að fara út á hinn almenna
vinnumarkað, eða á ég að vera
heimavinnandi húsmóðir? Fær
ég út að vinna myndi ég hafa
meiri peninga, gæti jafnvel lokið
við húsið, eða keypt húsgögn, eða
nýjan bíl. Ég gæti jafnvel farið i
sólarlandaferð. Já, ég gæti gerf
margt ánægjulegt. Ég myndi hitta
fullt af fólki á hverjum degi, og
mér myndi ekki finnast ég ein-
angruð heima.
En borgar þetta sig? Ég svara
neitandi. Hvers virði eru mér
peningar, þegar börnin þurfa að
vera á eilífum þeytingi. Allir
þurfa að flýta sér í vinnu eða
skóla, og enginn má vera að því
að huga að hvernig heimilisfólk-
inu líður yfirleitt. Eldri börnin
kæmu heim úr skóla að tómu
húsi. Enginn væri til að hlusta á
þau, hvað þá að aðstoða þau í
dagsins önn og amstri.
um verum sé í rauninni um
megn að slíta böndin við
jarðneska lífið. Einn maður
sagði frá því, að þeir andar
sem hann hefði séð, hafi
ekki getað þróast hinum
megin vegna þess að Guð
þeirra væri ennþá hérna
megin. Það er að segja, þeir
virtust bundnir einhverjum
sérstökum hlut, persónu eða
venju.“
En það gildir um þessar
sálir eins og þær, sem aðeins
kynntust dökku hliðum
framhaldslífsins, að þær
voru ekki dæmdar til að
vera í þessu ástandi um alla
framtíð; þær voru þarna að-
eins þangað til þær gátu
leyst þau vandamál eða þá
erfiðleika, sem héldu þeim
föngnum í þessu ástandi.
Þessir andar virtust hvorki
finna til sektarkenndar eða
iðrunar; þess í stað virtust
þeir fullkomlega sljóir fyrir
umhverfi sínu. „Þeir vissu
hvorki hverjir þeir voru né
hvar þeir voru. Þeir gátu
ekki snúið aftur til jarðlífs-
ins, en höfðu ekki heldur
áhuga á því að kynnast því
sem beið þeirra. Sumir
þeirra reyndu jafnvel árang-
urslaust, að hafa samband
við fólk sem lifði á jörð-
unni.“
ÞROSKIOG ÞEKKING
Hér að framan hefur,
rúmsins vegna, verið gefin
mjög einfölduð mynd af
rannsóknum þeirra frú
Kubler-Ross og R. A.
Moody’s. Það sem kannske
vekur mesta athygli er hve
sú mynd af framhaldslífinu,
sem hérna er gefin, er lítið
frábrugðin þeim hugmynd-
um sem margir trúaðir
menn hafa gert sér um lífið
eftir dauðann. I þeirri vist er
ekki allt svart og hvítt frem-
ur en í jarðlífinu; þar taka
menn út afleiðingar gerða
sinna, og umfram allt er
hvort það telst grobb í mér, ef ég
fer að telja upp nokkur mismun-
andi störf sem ég hef sinnt auk
framkvæmdastjórastarfsins. En í
raun og veru er þetta ekki grobb,
heldur blákaldur raunveruleik-
inn. Ég hef til dæmis sinnt störf-
um kokks, vaktmanns, læknis,
fóstru, bílstjóra, smiðs, málara,
sendils, kennara og garðyrkju-
manns auk margs annars. Ykkur
finnst þetta að sjálfsögðu afar
einkennilegt fyrirtæki, en þau
finnast þó ansi mörg hér á landi
og víðar. Þetta fyrirtæki mitt er
nefnilega heimilið, og fram-
kvæmdastjórinn því bara venju-
leg húsmóðir.
þetta staður þar sem menn
hafa tækifæri til að þroskast
meira og læra betur. Þarna
er ekki gefin hin frumstæða
og óhugnanlega mynd af
Guði sem einhverjum refs-
andi háyfirdómara, drísil-
djöflum með þríforka eða
eilífum eldi og refsidómi,
heldur virðist réttlætinu
fullnægt með nokkuð áþekk-
um hætti og gerist í mann-
lífinu. Orsakatengsl góðs og
ills virðast samkvæmt þessu
Já það væri fullt að gera heima
hjá okkur. Sambandsleysið myndi
fara að einkenna heimilislífið, þvi
hvernig á fólk að þekkjast, sem
aldrei hittist nema á hlaupum.
Vegna þessa alls, ætla ég að
vera húsmóðir, á meðan mín er
þörf heima. En ég þrái, og hlakka
heilmikið til að takast á við önnur
verkefni í þjóðfélaginu. En þau
verða að bíða enn um sinn. Þessi
fáu ár sem fara í að sinna fjöl-
skyldu og heimili sitja fyrir öllu
öðru. Ég efast ekki um að þau
verða mér dýrmæt og eftirminni-
leg, seinna meir.
Húsmóðir.
ná yfir gröf og dauða. Það er
fróðlegt, að sjá þetta mikla
lögmál staðfest þannig frá
fyrstu hendi, en það kemur
raunar ekki á óvart og lær-
dómurinn, sem draga má af
þessu er þegar allt kemur til
alls í rauninni sá einn, að
maðurinn ætti að rækta
garðinn sinn í blíðu og
stríðu og láta hnýsni um
það, sem svo tekur við,
mæta afgangi.
©
PÓLLINN HF.
PÓLLINN HF.
Aðalstræti 9, ísafirði
TÖLVUÞJÓNUSTA
Getum afgreitt með stuttum fyrirvara
hin hraðvirku ABC-80 tölvukerfi með
forritum fyrir:
★ Fjárhags- og viðskipta-
mannabókhald
★ Launabókhald
★ Ýmis forrit fyrir fram-
leiðslueftirlit, lagerbók-
hald, verðlista, útskrift
reikninga o. fl.
Forritunar- og viðgerðarþjónusta
Sýningarkerfi á staðnum
Sjón er sögu ríkari.