Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Page 16

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Page 16
16 vestfirska rHETTAELADID Finnbogi Hermannsson tekur Einar Steindórsson tali í tilefni af 40 ára afmæli Hraðfrysti- hússins hf. í Hnífsdal Á þessu ári eru fjörutíu ár síðan ákveðið var að reisa hraðfrystihús í Hnífs- dal. Það voru útgerðarmenn í Hnífsdal sem beittu sér fyrir þessu framtaki, en þeir voru Páll Pálsson í Heima- bæ, Hjörtur Guðmundsson, Ingimar Finnbjörnsson og Jóakim Pálsson. Þeim til að- stoðar var Elías Ingimars- son, en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Hrað- frystihússins h.f.. Sá sem lengst hefur verið fram- kvæmdastjóri í Hraðfrysti- húsinu er hins vegar Einar Steindórsson, alls í um það bil 30 ár, og er því gagn- kunnugur uppbyggingu þess og allri sögu. í tilefni þessara tímamóta er um- fjöllun um fyrirtækið og sögu þess í blaðinu, og heimilda leitað til núlifandi manna, og sem gerst geta sagt söguna. Það var þrútið loft og þungur sjór, daginn sem undirritaður heimsótti Ein- ar Steindórsson upp á Engjaveg og hríðarmugga þegar leið á daginn. Við byrjum á því að gefa Einari orðið: „Hraðfrystihúsið h.f. var stofnað 19. janúar 1941 og var stofnað af útgerðar- mönnum. Eg hygg að kveikjan að þessari nauðsyn- legu framkvæmd hafi verið sú, að veturinn 1940 ákváðu tveir útgerðarmenn og mót- orbátaformenn í Hnífsdal, þeir Ingimar Finnbjörnsson og Jóakim Pálsson, að gera út báta sína frá Þingeyri við Dýrafjörð. Bátar þessir voru mótorbáturinn Mímir, sem Ingimar átti, og Páll Páls- son, sem Jóakim Pálsson gerði út og var formaður á. Um þessar mundir hafði verið byggt hraðfrystihús á Þingeyri að tilhlutan þeirra að stofna hlutafélag til þess að reka og byggja hraðfrysti- hús í Hnífsdal. Á þessum fundi var gengið frá stofn- samningi þar sem meðal annars væntanlegu fyrirtæki Hraðfrystihúsið í Hnífsdal Óskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsældar á kom- andi ári. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. OfVSGSMNKJ ÍSyiMÐS tirifasáatD á áaaifaataa Proppébræðra, Antons og Ólafs. Anton var fram- kvæmdastjóri þessa nýja hraðfrystihúss, en hjá hon- um fengu þeir Jóakim og Ingimar alla fyrirgreiðslu til útgerðarinnar. Þessi nýmæli og dugnaður fyrrgreindra var gefið nafn og látið heita Hraðfrystihúsið h.f.. Á fund þennan hafði nokkuð mörg- um aðilum verið boðið í þeim tilgangi að þeir gerð- ust hluthafar. Var ákveðið að hlutafé skyldi vera 45 þúsund og gerðust allir Páll Pálsson útgerðarmanna reyndist af- drifaríkur fyrir heimabyggð þeirra þegar farið var að undirbúa byggingu og rekst- ur hraðfrystihússins í Hnífs- dal. Hafa þeir efalaust, Ingi- mar og Jóakim, búið yfir ýmsu því er að þessum framkvæmdum laut, þegar til alvarlegra framkvæmda kom með byggingu hússins. Undirbúning að byggingu hússins er að finna í fundar- gerð dagsettri 3. janúar 1941 og fundarefni talið vera það Hjörtur Guðmundsson fundarmenn hluthafar. Þá var á þessum sama fundi heimilað að auka hlutaféð í kr. 60 þúsund. Þá var einnig ákveðið að bjóða öllum út- gerðarmönnum í Hnífsdal að leggja fram hlutafé, ekki minna en kr. 3 þúsund. Þá var og á þessum fyrsta fundi kosin nefnd manna til að gera uppkast að lögum fyrir Hraðfrystihúsið h.f. og voru til þess kosnir þeir Páll Páls- son, Elías Ingimarsson og Hjörtur Guðmundsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.