Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 23
vestlirska
FRETTABLAÐID
23
Eðvarð T. Jónsson:
Tveir heilir
árgangar
fullorðinna
V estfirðinga
skólabekk
sagt sínar skýringar, en til
fróðleiks og samanburðar
má nefna, að af rösklega 80
nemendum í Kvöldskólan-
um í vetur voru innan við
tíu karlmenn. Varla þýðir
þetta að karlmennirnir séu
áhugalausari um nám en
konurnar. Hér á ísafirði er
almennt unninn langur
Korona gæðin standa alltaf
uppúr, enda efni, snið og
litir í takt við tímann.
E/lviah. Quðjjinnssún /t.|.
^ími 'JT.GQ - Sci uncja’ioík
Vestfirðingar eru námfúst fólk og hefur það sennilega
komið betur fram á þessu ári en flest önnur. í haust hafa
milli 120-130 manns frá ísafirði, Bolungarvík og Súðavík
stundað nám af einhverju tagi hér á ísafirði. Glöggum
mönnum telst til að tveir heilir aldursárgangar fullorðinna
Isfirðinga hafi setið á skólabekk í haust. Flestir hafa sótt
námskeið Kvöldskólans, eða hátt í 90 manns nú á haust-
önninni, en í öldungadeild þeirri, sem stofnuð var við
Menntaskólann á ísafirði í haust, hafa gengið 26 nemend-
ur á ýmsum aldri. öldungadeildinni var hleypt af stokkun-
um upp á von og óvon, ef svo mætti að orði komast.
Menn voru á báðum áttum um hvort þessi tilraun myndi
heppnast og hvernig best mætti skipuleggja áframhaldið,
en reynslan hefur sýnt svo ekki verður um villst, að
stofnun öldungadeildar á ísafirði átti fullan rétt á sér og
var orðin tímabær.
Segja má á þessu stigi
málsins, að hér er á vissan
hátt um einkaframtak nem-
endanna sjálfra að ræða, því
í haust hafa þeir sjálfir stað-
ið undir öllum kostnaði við
rekstur deildarinnar, en rík-
ið hefur lagt til kennsluhús-
næði í húsakynnum M.í.
Námsgjöld í Öldungadeild-
inni á ísafirði eru sennilega
hin hæstu sem þekkjast á
landinu — voru kr. 800 nú í
haustbyrjun. Miklar vonir
eru við það bundnar af
hálfu nemenda, kennara og
forsvarsmanna deildarinnar,
að ísafjarðarbær muni
hlaupa undir bagga á kom-
andi ári og hjálpa til við
áframhaldandi rekstur
deildarinnar, sem verið hef-
ur mikill menningarauki
fyrir bæjarfélagið. Þess má
geta, að í deildinni eru þrír
nemendur frá Bolungarvík,
sem ekki hafa sett fyrir sig
illa færð og stórviðri í um-
hleypingunum í vetur til að
komast í skólann.
Þær greinar, sem kenndar
hafa verið í haust, eru
enska, danska, stærðfræði,
íslenska og vélritun, en í
byrjun næsta árs mun vélrit-
unin falla niður og byrjað
verður á nýrri námsgrein,
væntanlega efnafræði. Þegar
þetta er ritað standa yfir
haustannapróf í Öldunga-
deildinni, sem og í Mennta-
skólanum sjálfum, og bendir
allt til þess að heildarútkom-
an úr deildinni verði góð.
Það vekur athygli í sam-
bandi við öldungadeildina,
að yflrgnæfandi fjöldi nem-
enda eru konur, en karl-
menn í miklum minnihluta,
þrír talsins. Þetta á sér sjálf-
Nemendurnfr þrír úr Bolungarvík, þær Sigríður Símonardóttir,
Guðlaug Elíasdóttir og Kristín Gunnarsdóttir.
vinnudagur og menn eru yf-
irleitt ekki til stórræðanna
að honum loknum, en þó
ber þess að geta, að í Kvöld-
skólanum hafa setið konur,
sem unnið hafa fulla vinnu í
frystihúsum eða á skrifstof-
um. Það er sennilega með
námið eins og maðurinn
sagði um pólitíkina: Vilji er
allt sem þarf.
f tilefni þess að fyrsta önn
Öldungadeildarinnar á ísa-
firði er senn á enda, höfðum
við á Vestfirska tal af nokkr-
um nemendum í deildinni
og báðum þá að segja les-
endum blaðsins í stuttu máli
frá reynslu sinni af skóla-
við erum bara ánægðar með
þetta og finnst gaman í skól-
anum. Þetta er eins og að
upplifa æskuna upp á nýtt.
Heimanámið er ansi mikið
og helgarnar fara í þetta
eins og þær leggja sig, en við
erum svo heppnar, að eigin-
menn okkar hafa góðan
skilning á þessu og fólk al-
mennt. Vinum og kunningj-
um finnst þetta sniðugt. Það
fylgjast allir vel með okkur
og spyrja heilmikið. Það er
áberandi hvað allir eru já-
kvæðir gagnvart þessu.
Við stefnum náttúulega
allar að stúdentsprófi, hvað
annað? En hvað síðan tekur
Frá Haustannaprófum í öldungadeildinni.
náminu í vetur. Viðtölin
fara hér á eftir.
Bolvíkingar í Öldunga-
deildinni eru þær Sigríður
Símonardóttir Guðlaug Elí-
asdóttir og Kristín Gunn-
arsdóttir. Þær voru ný-
komnar úr stærðfræðiprófi,
þegar tíðindamaður Vest-
firska náði tali af þeim. Þær
stöllur eru allar heimavinn-
andi húsmæður um þessar
mundir. Sigríður á þrjú
börn á aldrinum 11-16 ára
Kristín tvö, 8 og 4 ára, en
Guðlaug hefur óumdeilan-
lega vinningin. Hún á fjög-
ur börn á aldrinum 1 -9 ára.
-Það eru geysileg við-
brigði að setjast svona í
skóla eftir 10-20 ára hlé,
segja þær stöllur okkur. En
við - það má hamingjan
vita. Við hugsum bara þessi
fjögur ár fram í tímann.
Það hefur gengið all-
þokkalega að komast á milli
ísafjarðar og Bolungarvíkur
í haust þrátt fyrir slæma
færð oft á tíðum. Við höfum
bara tvisvar sinnum orðið
veðurtepptar í Bolungarvík.
Við skiptumst á að keyra,
þannig að hver okkar tekur
eina viku í senn. Það er
auðveldara þannig og mað-
ur finnur ekki svo mjög fyrir
því. Við erum búnar að
sækja um dreifbýlisstykrinn
svonefnda til að hafa eitt-
hvað upp í bensínkostnað-
inn. Umsóknarfrestur rann
út 15.nóv. en við höfum ekk-
ert svar fengið ennþá. Við
vonum bara það besta. Okk-
ur finnst sjálfsagt, að ríki og
bæjarfélögin styðji þetta eft-
ir föngum. Það er augljóst
mál, að þetta er framtíðin.
Svava Oddný Ásgeirs-
dóttir er heimavinnandi
húsmóðir, tækniteiknari að
mennt og hefur í haust
kennt tækniteiknun við Iðn-
skólann á ísafirði. Hún er
tveggja barna móðir. Við
spurðum hana hvað hefði
valdið því að hún fór í Öld-
ungadeildarnám.
—Mér fannst þetta alltaf
áfangi, sem ég ætti eftir að
taka, segir Svava. Stúdents-
próf er í sjálfu sér ekkert
keppikefli, en það er ljóst, að
það er lykillinn að öllu
framhaldsnámi nú á dögum.
—Mér finnst skólinn vera
skemmtilegur og andinn
góður, heldur Svava áfram.
Kennararnir eru góðir nema
hvað það er misjafnt hvað
þeir átta sig á því að það er
fullorðið fólk, sem þeir eru
að kenna, en ekki börn. Við
erum kröfuhörð og viljum fá
Framhald á hls. 25