Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Side 28

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Side 28
vestfirska 28 PRETTABIAÐIÐ Wilfred G. Lambert, loftskeytamaður, einn af fyrstu Bretunum, sem komu til Aðalvíkur. lega til að sýna hvað þeir höfðu skoðað þetta grannt. Bara leikaraskapur náttúru- lega.“ VIÐ BRÆÐURNIR TÖL- UÐUM ENSKU, EN PABBIFRÖNSKU Nú var leitað til þín, Jón, í upphafi. ,Ja, ég veit það ekki, hann kom þarna til mín fyrst hann Tryggvi, þegar strandverðirnir komu, hann var túlkur. Svo voru þeir skildir þarna eftir og stóð þannig á, að við bræðurnir töluðum eitthvað dálítið í ensku, höfðum lært hana heima hjá pabba og fengum auk þess dálitla æfingu. Það bar þannig til að 1926 og -7 sendi Hindenburgs- Þýzkaland menn til íslands og flutti þá herskip og setti þá á land í Skálardal. Þeir dvöldu þar í þrjár vikur til mánuð og skutu upp ballón- um og það var til að athuga loftstrauma og fleira gagn- vart flugi. Stóra flugfélagið Lufthansa hafði hugsað sér að byggja lendingarstöð á Islandi í sambandi við flug til Ameríku. Ég skildi ekki orð í þýsku, en þetta voru hámenntaðir menn, þrír þeirra. Yfirmaður þeirra var dr. Don Meyer, hann kenndi sig við Hamborg, var þar yfirlæknir og þjálfaður úr Gamla stríðinu. Kom svo mörgum, mörgum árum seinna til Reykjavíkur og ég sá það í blöðunum að hann hefði komið þangað. Svo varð ekki úr neinum fram- kvæmdum á þessum sviðum og eins og kunnugt er, þegar átti að fara að framkvæma þennan samning með lend- ingarstöð í Reykjavík, þá var því borið við, að útrunn- inn væri tíminn sem um hefði verið samið. Hermann Jónasson og fleiri ráðamenn okkar sáu, að það var best að vera fyrir utan þennan leik. Það var náttúrulega ýmislegt farið að kvisast um ófriðinn áður en hann skell- ur á. Við Þjóðverjana töluð- um við ensku, þeir töluðu ágætis ensku. Pabbi talaði aftur við þá frönsku, sérstak- lega einn þeirra sem var frá Elsass-Lothringen.“ (Þess ber að geta fyrir þá sem ekki þekkja til, að faðir Jóns var sr. Magnús Jónsson, prestur á Stað í Aðalvík, kunnur málamaður og þýddi m.a. Maupassant á íslensku). ,,Þess má geta hér, að þessi Þjóðverji, sem var með þeim í Skáladal lenti í leiðangri með Wegener upp á Græn- landsjökla. Þjóðverjinn komst af, en Wegener ekki. Þeir voru staddir með tveimur Eskimóum, fylgdi sinn Eskimóinn hvorum, Þjóðverjinn komst af og hans Eskimói, en af hinum spurðist aldrei neitt og út af þessu varð einhver reki- stefna. En varðandi mælingar Þjóðverjanna, þá skutu þeir upp þessum hnöttum. Til þess að fylgjast með hnettin- um, hvað hann steig fljótt upp, höfðu þeir kíki sem sýndi fjarlægðina á hlutnum sem þú horfðir á. Eitt sinn þegar ég var staddur hjá þeim, sögðu þeir mér að gæta að hvað væri langt yfir í Straumnesvitann, þvert yf- ir Aðalvíkina. Það voru 7.300 metrar. Kíkirinn er stilltur þannig, að þegar myndirnar koma saman, þá var ekki nema að lesa fjar- lægðina af á skífu.“ YOU ARE NOT KNOWN WHERE YOU HAVE NOT BEEN, THANK YOU Hvörflum nú aftur að veru H.M.S. Baldurs í Aðal- vík, hvað með leyndina sem væntanlega hefur grúft yfir hinu nýja tæki, radarnum? „Það var nú aldrei talað neitt um það, en þegar búið var að setja þriðja radarinn upp á fjallið, þennan flott- asta, og við búnir að klambra þessu upp, þá spurði hann mig, verkfræð- ingurinn, sem þarna var við, hvort mig langaði ekki til að koma inn í kofann og sjá hvernig liti út inni þar. Nei, nei, ég sagði honum, að það væri enginn kenndur þar sem hann kæmi ekki, það væri best að láta það eiga sig.“ Hvernig komstu máltæk- inu til skila á ensku? „Ég vissi nú engan sér- stakan málshátt, sagði bara: You are not known where you have not been, thank you. Og hann lét það gott heita. Annars var engin sér- stök leynd yfir þessu, ég held þeir hafí ekkert verið hræddir við njósnara eða svoleiðis og ég minnist þess að meðan þeir voru að skrúfa saman virkið, þá vann piltur að heiman alltaf með manninum sem var að setja þetta saman, og vann með honum mikið að haust- inu, löngu eftir að við vor- um hættir. Ég held líka, að ótíndur almúginn hafi verið það lítið inni í rafmagns- fræði þannig að hann hefði ekki getað hugsað sér neitt um hluti eins og radarinn. Það verða að vera hámennt- aðir menn í þessum fræðum ef þeir eiga að fara að njósna.“ Hversu lengi starfrækja Bretar H.M.S. Baldur? „Alveg til stríðsloka, þá var stöðin yfirgefín. Þeir rifu allt sem einhver leynd var yfír og miklu af áhöldum fleygðu þeir fram af fjallinu ofan í skriðurnar. Ég man það þegar ég flutti fram seinasta yfirmanninn, sem hét kafteinn Mots. Hann tekur þá fram lampa, sem búið var um í trékassa og hékk uppi í gormum. Tekur lampann úr gormunum og biður mig að mölva þetta fyrir sig. Mölva heilan lampann, segi ég. Já, það verður að mölva hann. Ég þreif eftir skiptilykli hjá vél- inni á trillunni og sprengdi lampann eins og ég var beð- inn um. Þá grípur hann fyrir augun og spyr mig hvort ég geti giskað hvað hann hafí kostað, þessi. Nei, ég vissi það nú ekki. Hann kostaði nú 6.000, sagði hann. Til hvers var verið að mölva hann, hvers vegna mátti ekki flytja hann til Englands? Hann mátti ekki koma heill um borð í minna skip en 400 tonn, en tógar- inn sem var að sækja hann var ekki meira en 360 tonn. Hann varð bara að koma með kjarnann úr lampan- um, þannig að sannað væri, að hann hefði ekki látið Pét- ur eða Pál fá lampann.“ „Þeir höfðu fyrirskipanir um að eyðileggja allt og ég minnist þess, að þeir voru búnir að safna að sér hikk- orískíðum, þeir áttu að vera færir um að ganga á skíðum og vera búnir undir það. Þegar stríðið var búið gerðu þeir sér brennu úr skíðun- um. Þetta voru nú að verða ómóðins skíði þá og engin eftirsjón í því. I því sam- bandi má nefna, að þarna voru menn af öllum mögu- legum gerðum og mögulegu atgervi. Til dæmis einn yfir- maðurinn, Louis, en ég man eftir því á aðfangadags- kvöld, þá kom hann heim til okkar og var þá á leiðinni út á fjall til að vera þar. Eftir fjörutíu mínútur heyri ég hringt, þá var hann að láta vita, að hann væri kominn upp, og ég kalla það alveg prýðilega gengið, og það Isafjaröarkaupstaöur ísafjaröarkaupstaöur óskar öllum þegnum sínum gleöilegra jóla og gæfuríks komandi árs og þakkar þeim fyrir áriö, sem er aö líða. Bæjarstjórinn á ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.