Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Síða 33
vestfirska I
FRETTABLAEIÐ
33
í helgum ritum stendur einhvers staðar, að vegir drott-
ins séu órannsakanlegir og án þess að stilla því upp sem
beinlínis hliðstæðu þá virðist nokkuð líkt á komið með
lífshlaupi Ragnars H. Ragnar, tónlistarskólastjóra á ísa-
firði. Ekki verður betur séð en það sé órannsakanlegt,
þegar maður úti á fslandi hringir óforvarandis vestur til
Amríku og biður hann að koma norður á Isafjörð að kenna
tónmennt. Ragnar H. gleymir að spyrja hvort það sé
hljóðfæri, hvað þá heldur hann spyrji um skólahús og
segist ætla að drífa sig.
Síðan eru rúmlega þrjátíu ár, og síðla kvölds í desember,
þegar rokan stendur beint af norðurpólnum situr Ragnar
ásamt blaðamanni í borðstofunni hjá sér og Sigga er í
kringum þá og kyndir undir frekar en hitt.
„Þegar ég er drengur
voru nær engir skólar á ís-
landi fyrir almenning. Það
var farandkennsla í sveitum
og með mestum erfiðismun-
um, og mér dettur í hug,
þegar ég kom hérna 1948,
þá gekk ég einmitt niður að
höfninni með Ásberg Sig-
urðssyni sem var mikill vin-
ur minn, og var þá framar-
lega í hópi framkvæmda-
manna. „Líttu hérna eftir
höfninni,“ segir hann, „þessi
mannvirki hérna eru miklu
meira virði og stórkostlegri
en allt sem gert hafði verið
með mannshöndinni á ís-
landi til 1874, þegar þeir
fengu stjórnarskrána. Ekki
bara það, við höfum gert
þetta sjálfír. Við göngum
ekki um vælandi og skæl-
andi, biðjandi um ölmusu
um allan heim af því að við
séum svo fátækir og smáir.
Við höfum tekið til höndun-
um og við höfum gert þetta
allt upp á eigin spýtur. Veg-
irnir, brýrnar, skipin, hafn-
irnar, skólarnir, íþróttavell-
irnir, listasöfnin, leikhúsin,
allt þetta höfum við gert
sjálfír án þess að þurfa að
ganga um betlandi eins og
nú gera hinar svokölluðu
vanþróuðu þjóðir. Og það
er manndómur sem ég vona
að íslendingar missi aldrei.“
„En ég verð náttúrulega
að segja eins og aðrir og allir
sjá, að manni liggur við ör-
væntingu núna yfir sund-
rungunni í þjóðlífinu. Ég
man þá tíð, þegar ekki var
nein verkalýðshreyfíng og ég
man eftir Jónasi frá Hriflu
og ég var áratugavinur Ól-
afs Friðrikssonar og margra
fleiri svona manna. Og ég
man eftir, þegar verið var að
stofna verkalýðssamtök og
veitti ekki af. Þau voru
stofnuð til að bæta efnahag
og vellíðan allra sem hlut
áttu að máli. Þá datt engum
í hug að verkalýðshreyfingin
yrði þannig, að verkalýðsfél-
ög færu að berjast hvert á
móti öðru. Nú er það orðið
okkar mesta mein.“
Eins og að framan sést er
það þroskaskeið þjóðar sem
er uppkveikjan í umræðunni
og blaðamanni finnst tími
til kominn að skjóta inn
spurningu sem margir hafa
spurt og Ragnar H. Ragnar
er spurður um skýringu á
öllum þeim fjölda snillinga
sem nú eru að skila sér utan
úr heimi og höfðu veganesti
frá Tónlistarskóla ísafjarðar.
„Ég vissi það áður en ég
kom til íslands, að það
myndu engir vera jafn mús-
íkalskir af þeim þjóðum sem
ég þekki og íslendingar.“
Hvernig vissirðu það?
„Ég kenndi svo mörgum.
Og það voru tvær þjóðir
sem báru af bæði hjá mér og
mörgum öðrum kennurum
til dæmis í Winnipeg, það
voru Gyðingar og íslending-
ar, bæði í músík og annari
menntun yfirleitt.
íslendingar eru ekki nema
brot af þessari stóru borg, en
ég þekkti persónulega nöfn-
in á hér um bil fimmtíu
tónlistarkennurum, sem
voru af íslenskum ættum,
það er fágætt alveg. Ég vissi
því, að það væri alveg sama
hvar ég settist að á íslandi,
ég myndi finna músíkalskt
fólk. Ég hafði ekki komið
nema tvisvar til ísafjarðar,
snöggvast þegar ég var að
koma úr síld 1920 og í eitt
annað skipti. Ég vissi ekkert
um bæinn, að kalla, nema af
afspurn. Ég var bara sann-
færður um það, að ef vilji
væri fyrir hendi þá myndi
vera hægt að kenna hér
mjög vel eins og annars stað-
ar á íslandi. En það hefur
kannske gengið öllum von-
um framar.“
Ragnar H. Ragnar, skólastjóri.
landi. Ég kom því líka til
leiðar að börn fóru að læra
fimm, sex og sjö ára gömul.
Og eins og ég sagði áðan þá
er hér á ísafirði harðduglegt,
og þangað til þau ljúka skól-
anum, hér heima hjá mér á
hverjum sunnudegi og opin-
berlega þrisvar á ári. Þetta
er eitt af grundvallaratrið-
eru margir einstaklingar
sem ég er búinn að kenna,
ég er búinn að fá geysilega
reynslu. Ég er að miklu leyti
sjálfmenntaður bæði í tón-
Það er aginn og að tendra
þann vilj a og ást á tónlist-
inni, sem nauðsynlegt er...
Ragnar H. Ragnar, skólastjóri í viðtali
við Finnboga Hermannsson
ÉG REYNI AÐ GEFA
ÞEIM ÖLLUM SAMAN
TÆKIFÆRI
Þú hefur eiginlega ekki
svarað spurningunni ennþá
eða gefið fullnægjandi skýr-
ingu.
„Ég hef að vissu leyti sér-
stakar aðferðir við kennsl-
una en kannske er það fyrst
og fremst það, að mér þykir
einlæglega vænt um mína
nemendur og ég læt einskis
ófreistað til að hjálpa þeim
og miðla þeim af kunnáttu
minni, auk þess að ég kom
með nýjar bækur og aðferðir
sem voru lítið þekktar á Is-
gáfað og músíkalskt fólk. Og
það sem skiptir miklu máli,
það er aginn og að tendra
þann vilja og ást á tónlist-
inni sem er nauðsynleg til að
komast áfram í músíkinni og
nauðsynleg til að verða snill-
ingur. Ég veit, að það verð-
ur ekki nema visst brot af
nemendum okkar, hér við
skólann eða annars staðar,
sem tekur tónlist upp sem
atvinnu, og sem verður
mjög fært, en ég reyni að
gefa þeim öllum saman
tækifæri. Þar á meðal með
því að kenna þeim að leika
opinberlega allt frá byrjun
unum sem þessi skóli byggist
á og ein af ástæðunum fyrir
því að hér hefur gengið vel.
En það krefst mikillar elju
og mikillar sjálfsafneitunar,
en kennarar skólans hafa
haft yfir þessum eiginleikum
að búa.“
„Það lítur kannske út sem
sjálshól, en ein af ástæðun-
um fyrir því hve vel hefur
gengið, er einnig það, að ég
var búinn að kenna áratugi
á píanó og fást við kórstjórn
áður en ég kom til íslands,
þetta eru að verða 57 ár
síðan ég byrjaði að kenna.
Það er langur tími og það
list og öðru. Ég hafði kynni
af mörgum listamönnum og
öðrum andans mönnum í
Winnipeg og þau kynni
urðu meðal annars til þess
að vekja hjá mér þessa fróð-
leiksþrá. Og það hefur aldr-
ei liðið sá dagur ævi minnar,
að ég hafi ekkí reynt að afla
mér frekari fróðleiks í tónlist
sem öðru.“
Þegar Ragnar H. Ragnar
kemur til ísafjarðar 1948 á
Tónlistarskólinn í ekkert hús
að venda með sína kennslu,.
og það er nokkurn veginn
séð fyrir að næsta vor eftir