Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 43

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 43
vestfirska [ 1 rRETIABLADID 43 Eins og undanfarin ár er hér ætlunin að gera stutta grein fyrir íþróttaviðburðum og íþróttastarfsemi á því ári sem er að líða. Til upprifjunar er rétt að nefna að á ísafirði og i Bolungarvík eru starfandi níu íþróttafélög innan íþróttabandalags ísfirðinga (Í.B.Í.), en tvö sérráð hafa verið stofnuð um tvær stærstu íþróttagreinarnar, knattspyrnu og skíðaiðkun. íþróttabandalag ísfirðinga fer með sameiginleg mál íþróttafélaganna, en íþrótta- nefnd ísafjarðarkaupstaðar fer með þau íþróttamál sem að bæjarstjórn ísafjarðar snúa og er einskonar tengiliður bæjar- stjórnar og íþróttahreyfingarinnar. Frá hinni svokölluðu láglendisgöngu s.l. vetur. Hin gífurlega þátttaka sýndi að skíðaíþróttin er óumdeilanlega almenningsíþrótt nr. eitt á ísafirði. SKÍÐAÍÞRÓTT Hér verður gerð nokkur grein fyrir starfsemi Skíðaráðs Isafjarð- ar s.l. vetur. Ráðið sá að mestu um að reisa markhús, ásamt nokkrum hjálpfúsum mönnum, en það hús stórbætti aðstöðu starfsmanna við mótahald í alpar greinum. Þá skipulagði S.R.Í. æf- ingaferð fyrir unglinga til Geilo í Noregi, fararstjóri var Valur Jónatansson og með honum fóru 20 unglingar. f Geilo var hópur- inn í æfingabúðum og var þjálf- aður undir leiðsögn norsks skíða- þjálfara. Fjáröflun var mikið starf, enda jókst gjaldaliður um 150% á milli ára, farnar voru nýjar og hefð- bundnar leiðir í þeim efnum, þar má nefna að seld voru auglýs- ingaspjöld á lyftustaura, haldin firmakeppni að venju og efnt var til fyrirtækjaboðgöngu. S.R.Í. stóð fyrir þremur nýjung- um í mótahaldi, sem allar gáfust mjög vel. Miðvikudagskvöldið 19. mars var trimmganga frá Hnífs- dal til ísafjarðar, veður var mjög gott og þátttakan með afbrigðum góð, því tæplega 80 manns gengu þarna um kvöldið. Haldin var tveggjabrautakeppni fyrir 13 ára og eldri. Keppnin var útsláttar- keppni og var skemmtileg og spennandi. Þá var haldin fyrir- tækjaboðganga sem áður segir og tóku 18 3ja manna sveitir þátt í henni. S.R.Í. hélt Bikarmót S.K.f. í febrúar, en það mót er ávallt nefnt Þorramót. Bikarmót ung- linga í mars sem var mjög fjöl- mennt, og í maí s.l. vor var haldið hér annað Bikarmót fullorðinna í alpagreinum, en mót þetta átti upphaflega að vera á Húsavík um miðjan vetur, en var frestað vegna snjóleysis. fþróttafélögin í bænum og fleiri sáu svo um framkvæmd flestra héraðsmóta, sem voru 15 talsins. ísfirðingar kepptu á 8 bikar- mótum utan héraðs, þá áttum við keppendur á Unglingameistara- móti fslands í Reykjavík, Skíða- móti íslands á Siglufirði og á Andrésar-Andarleikunum á Ak- ureyri en það mót er fyrir 7-12 ára og er keppt í öllum greinum, svigi, göngu, og stökki. Fyrir utan æfingaferðina til Geilo dvöldust 2 fsfirðingar við æfingar og keppnir í Noregi og Svíþjóð, Einar Ólafs- son og Guðmundur Jóhannsson. Hjá S.R.f. störfuðu þrír þjálfarar s.l. vetur, Valur Jónatansson og Sigrún Grímsdóttir í alpagreinum og Þröstur Jóhannesson í göngu. Mikil áhersla hefur verið lögð á þjálfun og kennslu barna og ung- linga undanfarin ár og er árang- urinn að byrja að skila sér af því starfi. f heild má segja að árangur hafi verið góður, í bikarmótum S.K.Í. unnu fsfirðingar 16 sigra. þar af varð Einar Ólafsson tvö- faldur fslandsmeistari í göngu 17- 19 ára. Bikarmeistarar í alpa- greinum í flokki 13-14 ára var Atli Einarsson og Friðgeir Halld- órsson í flokki 15-16 ára, en Bik- armeistari er sá sem hefur saman- lagðan besta árangur úr öllum Bikarmótum S.R.f. hvers vetrar. Þá var mjög athyglisverður árang- ur margra ísfirðinga á Andrésar- Andarleikunum. í unglingastarfinu var hafin ný leið, með stofnun foreldraráðs S.R.Í., ráðið starfaði mikið og stóð fyrir nokkrum tímatökum og mótum fyrir börn, þá sáu foreldr- ar um undirbúning og fararstjórn á Andrésar-Andarleikana á Akur- eyri. Foreldraráðið var skipað ungu og dugmiklu fólki sem skil- aði góðri vinnu og á starfsemin vafalaust eftir að eflast með reynslu þessa fólks af skíðamál- um. S.R.f. eignaðist video upptöku- og sýningatæki sem kom s.l. vor og var það reynt í síðustu mótum og eru bundnar miklar vonir við það, en tækið verður notað við þjálfun skíðamanna. Að loknum öllum mótum var svo efnt til kaffiboðs sem skíðafé- lagið sá um, í Sjálfstæðishúsinu, þar sem verðlaun fyrir unnin af- rek í mótum vetrarins voru veitt. f S.R.Í. fyrir veturinn 1981- 1982 eru sömu menn og s.l. vetur, en þeir eru: Hafsteinn Sigurðs- son, Þröstur Jóhannesson, Jónas Gunnlaugsson, Valur Jónatans- son, Geir Sigurðsson, Óskar Kárason og Einar Valur Kristj- ánsson. KNATTSPYRNA Á þessu ári náðu ísfirskir knatt- spyrnumenn þeim frábæra ár- angri að vinna sér rétt til að leika í 1. deild í knattspyrnu á næsta ári, 1982. Það er vissulega góður árangur, að við fsfirðingar skul- um eiga eitt af 10 bestu knatt- spyrnuliðum landsins. Knattspyrnuráð ísafjarðar fer með öll málefni og stjórnun er lýtur að knattspyrnu hér á fsa- firði. Það er því mikið atriði að þar sé samstilltur og vinnusamur hópur, og er það mál manna að vel hafi til tekist að skipa samstillt knattspyrnuráð, sem á þessu ári hefur skilað frábæru starfi. Knattspyrnuráð * fsafjarðar skipa þessir 1981: Formaður Jón Axel Steindórsson, gjaldkeri Pét- ur Geir Helgason, ritari Ólafur Helgi Ólafsson, varagjaldk. Guð- björn Ingason, vararitari Þor- steinn Geirsson, varaform. Hall- dór Jónsson. Unglingaráð: Formaður Guð- mundur Níelsson, Stefán Högna- son. Snemma á þessu ári var ráðinn þjálfari fyrir meistaraflokk okkar (II deild). Að þessu sinni réðst hingað til starfa Magnús Jóna- tansson íþróttakennari og þjálfari frá Reykjavík, Magnús hafði get- ið sér gott orð sem þjálfari undan- farin ár og náð mjög góðum ár- angri með I. og II. deildar lið, það var því almenn ánægja hér á Ljósm. Hrafn Snorrason. ísafirði með þessa ráðningu hjá Knattspyrnuráði ísafjarðar. Það kom fljótlega í ljós að Magnús var mjög virtur og vin- sæll þjálfari hér í bæ bæði hjá leikmönnum og áhorfendum, og menn þjöppuðust meir saman en áður um að gera þann draum að veruleika að spila í I. deild. Að baki þeim árangri sem náðist í sumar að komast í I. deild liggur mikið starf margra manna sem ber vissulega að þakka, þar ber að nefna leikmenn og þjálfara er lögðu mikið á sig, konur leik- manna, knattspyrnuráð og fjöld- an allan af áhugasömum bæjar- búum. Það er óneitanlega hvatn- ing fyrir okkar yngri knattspyrnu- menn þegar svona vel gengur hjá þeim eldri til að leggja sig fram við æfingar og leiki, einnig er það vissulega mikil auglýsing fyrir ísafjörð að eiga I. deildar lið. Það er því örugglega ósk allra bæjarbúa, að vel gangi á næsta ári, þó að við þurfum að eiga við flest af bestu knattspyrnuliðum landsins. Ákveðið er og gengið frá ráðningu Magnúsar Jónatansson- ar hingað næsta ár og er vonandi að fsfirðingar standi einhuga að baki Magnúsi og hans leikmönn- um í baráttunni um áframhald- andi tilveru í I. deild. Unglingaráð sá um yngri flokk- ana, gekk þeim nokkuð sæmilega og þar má sjá marga mjög efni- lega drengi, sem með góðri á- stundun og samviskusemi við æf- ingar verða góðir arftakar þeirra er nú leika í I. deild. Sú nýbreytni var tekin upp hjá KRÍ á þessu ári að koma upp Björn Helgason, Tryggvi Guðmundsson og Þröstur Jóhannesson tóku saman.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.