Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Síða 49
vestlirska
vesttirska
FRETTABLADID
49
GAMLÁRSKVÖLD: GRAFIK
á almennum dansleik kl. 00:15 — 04:00
SKEMMTIÐ YKKUR SPARIKLÆDD UM HÁTÍÐARNAR!
Félagsheimiliö óskar starfsfólki og viöskiptavinum gleöilegrar
jólahátíöar og farsældar á komandi ári. Þakkar líöandi ár.
Sigga Maja. —Sigríður María
Gunnarsdóttir, akrobat, líklega
á heimsmælikvarða. Sýndi
mikið með BG fyrr á árum.
ár var hann orðinn þreyttur
á þessu og gerðist umboðs-
maður hljómsveitarinnar í
staðinn. Þá vorum við svo
stálheppnir að ná í Ingi-
björgu Guðmundsdóttur
sem söngkonu. Hún hafði
verið uppgötvuð í hæfileika-
keppni, að ég held. Ingi-
björg hafði góða rödd og
skemmtilega sviðsframkomu
og átti auðvelt að tala við
ANNAN JÓLADAG: GRAFIK
á almennum dansleik kl. 22:00 — 02:00
BG og Árni, 1966. Samúel Einarsson, Ásgeir Erling Gunnarsson,
Baldur Geirmundsson, Árni Sigurðsson og Gunnar Hólm Sumar-
liðason.
Jóni Bjarnasyni, Ijósmynd-
ara. Við vorum með ýmis
skemmtiatriði, sællar minn-
ingar. Jón Bjarnason sýndi
töfrabrögð og dró bíl á tönn-
unum. Ferðin var eiginlega
byggð í kringum þessar
kúnstir Jóns, en hann var
aðalskemmtikrafturinn
hérna á þessum árum og
mikið númer á öllum kabar-
ettum og þessháttar.
Við fórum norður og
austur um land og höfðum
víða viðkomu. Þetta tókst
ágætlega og kom sér vel upp
á seinni tíma. Það tekur yf-
irleitt langan tíma að aug-
lýsa upp hljómsveitir úti á
landi, en þessi ferð hjálpaði
mikið til.
Ég spilaði mikið á saxófón
á þessum tíma, en músíkin
var nánast ekkert rafmögn-
uð nema kannske einn gítar.
Við komumst ágætlega af
án magnara.
SLEGIST UM „BEINIГ
—Síðan hefst merkur
kapítuli í sögu hljómsveitar-
innar, þegar Árni Búbba
kom til sögunnar. Hann
söng með okkur í 2-3 ár og
þá var rokkið að byrja fyrir
alvöru. Tími Bítlanna og
Rolling Stones var upp-
runninn. Árni hafði verið í
Þýskalandi um skeið að æfa
skíði og þegar hann kom
aftur hafði hann með sér
mörg góð rokklög, sem náðu
feikivinsældum hér. Það var
mikil gerjun í dægurtónlist-
inni á þessum tíma. Hér á
Isafirði var geysihörð sam-
keppni milli tveggja hljóm-
sveita: BG og Árna Og VV
og Barða. Það voru yfirleitt
böll á tveimur stöðum í einu
og við stíluðum náttúrulega
upp á sama fólkið. Markað-
urinn var ekki ýkja stór -
ætli það hafi ekki verið milli
150-160 manns, sem sóttu
böllin að staðaldri. Og þá
var slegist um „beinið“, ef
þannig mætti að orði kom-
ast. Margt trixið var notað í
þeirri samkeppni. Þá stóð
„grautarskólinn“, sem við
nefndum svo, Húsmæðra-
skólinn á ísafirði, með mikl-
um blóma. Þar var fjöldi
ungmeyja, 20-30 talsins. Það
var hringt í þær og þeim
boðinn miði og síðan gátu
þær valið um á hvorn stað-
inn þær fóru. Aðsóknin fór
síðan eftir því sem þeim datt
í hug. Málið var að ná þeim
á ball, því karlpeningurinn
kom náttúrulega á eftir.
Ýmis gylliboð voru höfð
uppi og sérstakir áróðurs-
meistarar á snærum hljóm-
sveitanna, sem tóku að sér
að fiffa til stelpurnar. I
svona bransa gerist ýmislegt
á bak við tjöldin, en ég ætla
ekki að segja þér neinar sög-
ur af því. Það er allt við-
kvæmt mál. Menn gerðu
ýmsar rósir og ekki hægt að
tíunda það allt eftir á.
FYRSTA PLATAN
—Árni Búbba var vinsæll
söngvari og hafði líflega
sviðsframkomu, en eftir 2-3
© ATHUGIÐ! ®
oJL jóla ölið JLo
Umboð ölgerðarinnar í Vestur- og Norður-
ísafjarðarsýslum vill minna ykkur á að panta
jólaölið tímanlega og að kynna ykkur verðið.
Umboðsmaður:
Ármann Leifsson
Sími 7148 — Bolungarvík
Jóla- og nýársdansleikir
í Félagsheimilinu Hnífsdal
BG kvintettinn og Gunnar Hólm. Baldur Geirmundsson, Karl Geirmundsson, Kristinn Friðbjörns-
son, Magnús Þórðarson, Karl Einarsson og Gunnar Hólm Sumarliðason.
fólk, en það er mikilsvert í
þessum „bransa“. Gunnar
Hólm var með okkur sem
trommuleikari, þegar við
tókum upp fyrstu plötuna
„Þín hinsta þrá“, en það var
tveggja laga plata. Hún var
tekin upp 1968 að mig
minnir. Þessi litla plata gekk
óhemju vel og var spiluð í
öllum óskalagaþáttum í út-
varpinu í heilt ár og heyrist
jafnvel ennþá öðruhvoru.
Ingibjörg syngur þetta ró-
lega lag af mikilli innlifun.
Þetta var eitt af þeim lögum
sem Árni kom með frá
Þýskalandi, en melódían er
ítölsk. Seinna gáfum við út
aðra tveggja laga plötu
„Fyrsta ástin“ og hún gekk
mjög vel líka. Þá áttum við
tvö lög á plötunni „Hrif I.“
sem Ámundi stórbisnismað-
ur í Reykjavík og helsti
hljómplötuframleiða-ndi
þeirra ára lét gera með
fimm íslenskum hljómsveit-
um. Hann hringdi í okkur
með nánast engum fyrirvara
og spurði hvort við vildum
vera með. Við ákváðum að
skella okkur í þetta. Þarna
er að finna lagið „Góða
ferð“, sem náði miklum vin-
sældum. Hitt lagið var „Hæ
Gudda, gættu þín.“
Síðasta platan, sem við
gerðum voru „Sólskinsdag-
ar“. Það var 12 laga plata.
Hún seldist í milli 2500-
3000 eintökum, sem þykir
gott hérlendis. Síðan þá höf-
um við enga plötu gert og
erum ekki með neitt ákveðið
á prjónunum a.m.k. ekki í
bili.
MEIRI HÁVAÐI
—Þegar Ingibjörg hætti
eftir að hafa sungið með
okkur í ein 8 ár, breyttum
við nafni hljómsveitarinnar í
BG-flokkurinn. Þá byrjaði
Svanfríður að syngja með
okkur en hún er sem stend-
ur í barnsburðarleyfi.
Það hafa auðvitað miklar
og róttækar breytingar orðið
á tónlistinni síðan ég byrjaði
að spila á harmoníku fyrir
25-30 árum. Mesta breyt-
ingin er að mínum dómi
hávaðinn. Áður fyrr var
þetta allt miklu lágværara. I
dag er vonlaust að ætla sér
að spila á blásturshljóðfæri
án þess að vera með magn-
ara. Þetta gat maður alveg
áður. Það er kannske ekki
fólkið heldur sjálf tónlistin
sem útheimtir þennan háv-
aða. Annars líkar mér þessi
tónlist vel, sem gengur í dag,
þótt ég kunni ekki að meta
pönkið. Mér finnst það ein-
um of billegt. En það er
margt skrambi gott í dægur-
tónlistinni nú orðið.
Aðstaðan hjá okkur hefur
breyst mjög til batnaðar eft-