Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Qupperneq 50
vestfirska
50
FRETTABLADIS
Mikið atriði að sem
flestir kunni skil
á þessu
—Finnbogi og Gunnar Leósson taka tal saman um björgun úr
sjávarháska
síðan inn á Hesteyrarfjörð
og halda þar einhverja ráð-
stefnu, varðskip var þá kom-
ið á staðinn. Niðurstaðan
þar var að bíða til morguns,
reyna ekki björgun um
kvöldið í myrkrinu. Þá man
ég það, að stýrimaðurinn á
Austfirðingi sagði, að ef þeir
ekki reyndu, myndu þeir
sjálfir reyna. Þá var það að
Gísli Jónasson á Sléttu, nú á
ísafirði, drífur sig í land,
þekkir leiðina frá Hesteyri
og fer með mannskap út
undir strandstaðinn. Þá
upplýstist, að það er engin
byssa með og ekki hægt að
koma línu út í skipið og
ekkert hægt að gera fyrr en
„Mér finnst það dáldið
mikið atriði, að menn kunni
skil á þessu sem flestir.
Menn heyra mikið um það,
að það sé verið að bjarga
mönnum úr sjávarháska og
þeim er bjargað í land, ein-
mitt í svona björgunarstól.
Ég held það gæti líka verið
mönnum til fróðleiks og
skemmtunar hvernig þetta
á sér stað. Menn sjá þetta
miklu betur fyrir sér í hug-
anum, ef þeir eru búnir að
sjá líkan af þessu.“
Það er Gunnar Leósson,
pípulagningameistari í Bol-
ungarvík, sem hefur gert lík-
an af björgunarstól og því
sem með þarf, meira að
segja stoppað upp brúðu
sem passar í stólinn. Líkan
af línubyssu hefur hann
einnig smíðað, en það er þó
ekki hægt að fýra af á henni.
Á myrku síðkveldi hitti
blaðamaður Vestfírska
fráttablaðsins Gunnar á
ir að við fengum Uppsali
sem fastan samastað. Okkur
var eiginlega útskúfað í
Hnífsdal, þegar þeir réðu
fasta danshljómsveit yfir
vetrartímann, sem aldrei
hafði verið gert áður. Þess-
vegna fórum við út í það að
vera með Uppsali. Það var
nauðsynlegt fyrir okkur, ef
við ætluðum að halda áfram
að spila.
Síðan höfum við spilað
við ýmiskonar tækifæri,
heima og heiman, t.a.m. á
Vestfirðingakvöldinu á Hót-
el Loftleiðum fyrir nokkrum
vikum. Það var mjög
skemmtileg reynsla og við
hittum þarna marga gamla
kunningja frá því fyrr á ár-
um, þegar BG og Árni voru
og hétu. Þrátt fyrir manna-
skipti og sviftingar ýmiskon-
ar höfum við alltaf haft
heimili hans í Bolungarvík
og Gunnar setti upp stólinn
í andyrinu hjá sér. Fyrst var
að „skjóta“ af línubyssunni
og línan fest með þvingu við
dyrastaf. „Skotlínan er ekki
nógu sterk til þess að hætta
á að draga neitt á henni og
því er bundin í hana önnur
lína, burðarlínan, og hún
dregin út og fest í mastrið,
eða sem hæst á skipinu,
þannig að stóllinn dragist
ekki í sjóinn. Tildráttarlínan
er síðan fest við burðarlín-
una sem stóllinn er bundinn
í og dregst eftir á burðarlín-
unni. Þegar burðarlínan er
dregin út, þá er spjald með
fyrirmælum um hvar menn-
irnir eiga að festa henni á
skipinu. Ef verið er að
bjarga á sléttlendi er hafður
þrífótur, sem heldur línunni
uppi til þess að mannræfill-
inn lendi ekki mikið í sjón-
um.“ Og Gunnar lýsir þessu
áfram: „Þegar búið er að
koma þessu sísvona fyrir,
góða samstöðu innan hljóm-
sveitarinnar. Við erum ekk-
ert á því að leggja upp laup-
binda línurnar tryggilega,
þá er stóllinn bundinn í, og
verður að ganga ákaflega
tryggilega frá honum, þann-
ig að hvorki losni stóllinn úr
eða maðurinn úr stólnum,
hann þarf að vera rígbund-
inn í stólnum. Nú get ég
látið kallræfilinn í stólinn,
hann er hár og grannur og
spengilegur, Amríkani sýnist
mér nú helst á vaxtarlaginu,
hann er ekki líkur íslend-
ingi, þeir eru þybbnari, mér
sýnist að sá fyrsti sem fer á
stað úr skipinu sé Amríkani,
ætli þetta sé ekki einn af
hinum svokölluðu verndur-
um okkar.“ Og Gunnar
hlær tröllahlátri. „Svo dreg
ég hann svona í land, hann
má halda í rauðu línuna, en
hann verður að vera vel
bundinn.
Eg held, að menn geti
lært svona og kunnað allan
ganginn í þessu, áður en
menn fara að æfa sig á þessu
í alvöru.“
Aðspurður um hvort
hann sé í björgunarsveit-
inni:
„Ég var einu sinni fyrir
henni, en ég er orðinn of
gamall, það er ekkert gaman
þegar stjórnandinn er orð-
inn svo fótfúinn að hann
getur ekki fylgt liðinu eftir
sem hann á að stjórna.“
Blaðamaður ber sig til við
að taka myndir og Gunnar
Leósson lætur það ekkert á
sig fá:
„Ætli sé ekki hægt að fá
hann til að brosa dálítið á
mynd.
Annars fór ég með græj-
urnar í Gagnfræðaskólann
og sýndi þetta einum bekki
og skólastjórinn var hrifinn
af þessu og vildi fá þetta
ana strax, sagði Baldur
Geirmundsson að lokum.
upp eftir svo fleiri gætu séð
og einnig að það væri uppi á
einhverju bekkjarkvöldi.
Mér finnst eiginlega að
björgunarsveitir ættu að
eiga svona græjur, þetta hef-
ur stundum verið sýnt á
sjómannadegi og þá er það
ákaflega leiðinlegt, að þeir
sem eiga að sýna þetta
standa eiginlega hálf
krummalegir í kring af því
þeir vita ekki hvernig þetta
gengur. Þeir vilja gera mikið
greyin, en bara hreint og
klárt, þeir eru ekki alveg
vissir. En fólk sér þetta
samt.“
Hefur þú lent í að bjarga
með stól og byssu?
„Nei, það er það eina sem
ég hef komið nálægt slíkri
björgun, þegar við vorum að
flytja björgunarsveitina á
ísafirði norður undir
Grænuhlíð þegar Egill rauði
strandaði. Þegar kom norð-
ur upplýstist að byssan hafði
gleymst fyrir vestan og eng-
in byssa til fyrir norðan.
Þegar við komum norður á
Hafrúnunni var hífandi vit-
laust veður, bæði þreifandi
bylur og náttmyrkur. Þá
vorum við beðnir að leita að
lífbátnum af togaranum
Austfirðingi, þá hafði stýri-
maðurinn á Austfirðingi og
menn af öðrum togara ætlað
að róa upp að Agli rauða og
láta mennina stökkva um
borð. Það var auðvitað al-
veg vonlaust, þetta var einn
af þessum helvískum trédöll-
um, tóku mikinn vind á sig
og illviðráðanlegir í svona
veðri. Við fundum svo þessa
menn, eða þeir frekar okkur,
við vorum náttúrulega upp-
lýstir. Ákveðið var að fara
morguninn eftir. Þá er farið
að kalla til ísafjarðar og þeir
endilega beðnir um að koma
með línubyssu, bátar sem
ætluðu á strandstað, en það
var dálítið leiðinlega seint.
Veður var þá tekið að lagast
og helmingurinn af mann-
skapnum bjargaðist um
borð í þá báta sem komnir
voru á vettvang. Hinum,
sem eftir voru um borð var
bjargað í land í stól.“
Gunnar Leósson tekur nú
kallinn úr stólnum, losar lín-
urnar af dyrastöfunum,
hankar þær upp og pokar
allt klabbið. Þetta er hagan-
lega gjört líkan af björgun-
artækjum, stóllinn er neta-
hringur, sem hefur verið
saumað utan um, byssan
nettleg af kopar og tré.
Gunnar sagðist lengi hafa
haft þetta í huga og loksins
orðið af því að hann smíðaði
þetta tæki, sem bjargað
hefði hundruðum manna
hér við land.
f.
etj.-
BG og Ingibjörg hafa sennilega gert vfðreistara og við meiri
vinsældir en nokkur önnur hljómsveit á landsbyggðinni.
ÍSFIRÐINGAR
OG
NÁGRANNAR
SLOTTLISTEN
Tökum að okkur þéttingar á opn-
anlegum gluggafögum, svalahurðum
svo og útihurðum með hinum viður-
kennda sænska slottlista.
Upplýsingar í stma 4351, ísafirði,
eftir kl. 18:00 á kvöldin.
Innilegar þakkir færi ég öllum, sem glöddu mig
og sýndu mér hlýhug á áttræðisafmæli mínu,
þann 22. nóvember síðastliðinn. Lifið heil.
MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR
Aðalstræti 17, ísafirði.
Hjartans þakkir til ailra skipshafna, félaga-
samtaka og einstaklinga, sem heiðruðu mig og
glöddu á margvíslegan hátt á sjötugsafmælinu og
gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi
ykkur öll.
SIGFÚS B. VALDIMARSSON.