Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 39
40
Ástæðu þess að illt var í efni í sið-
ferðis málum hefðbundinna skóla taldi
jónas augljósa. Þeir væru staðsettir í
óhollu umhverfi, þ.e. bæjunum, og mót-
unin yrði eftir því. að hans mati var
slíkt sambærilegt við að „læknir gerði
holskurð á sjúklingi í pestþrungnu sótt-
kveikju lofti“.32 Mótun í spilltu umhverfi
leiddi af sér spillingu og gæti ekki annað
sam kvæmt kenningum vísindanna. stað-
setning skólanna í slíku umhverfi var
sama hugsunarleysi undirorpin að mati
jónasar og kennsla þeirra almennt. Þar
væri fylgt fordæmi liðinnar tíðar, vana-
gangi, fremur en vísindaþekkingu nú-
tímans.33 Hefðbundnu skólarnir myndu
sníða öllum sama „andlega“ stakk-
inn að hans mati, einblína „eingöngu
á náms hæfileika en vanrækja líkams-
uppeldið“.34 Þeir legðu því ekki eyru
við ábendingu vísindanna, hunsuðu eðli
einstaklingsins og marg breytilegar þarfir
hans. jónas taldi kennara hefðbundnu
skólanna einnig skorta allan eldmóð
og áhuga og blösk raði hve litlar kröfur
væru gerðar til þeirra.35 Á Íslandi taldi
hann almennt skorta met nað fyrir
menntun barna og að kjör kennaranna
væru ill. Kennarar væru með stop ulli
atvinnu gerðir „heimilislausir lands-
horna menn“.36 Foreldrar létu sér lynda
„aumingja“ fyrir kennara – niður-
setninga.37 jónasi blöskraði and leysið í
hefð bundnu skólunum og innihalds leysi
þeirra. Þeir voru slæmir að hans mati,
því þeir voru allir sniðnir að fyrirmynd
dönsku embættis mannaskólanna..38
sérstak lega gagnrýndi hann hefð bundna
tungumálakennslu þeirra. Kennslu-
stundir færu „í enda lausar þýðingar og
yfir heyrslur á móður málinu“ og þannig
væri tíma nemenda sóað og nám þeirra
skert.39
grundtvig hafði einnig gagnrýnt
embættis manna skólana á sinni tíð.
Hann taldi nemendur koma þaðan út
upp fulla „sjálfbirgings skap og hroka“.40
gagn rýni Deweys beindist hins vegar að
innra starfi hefð bund inna barnaskóla.
Þeir skólar ein blíndu einungis á „afurð-
ina“ sem út úr þeim kæmi, þekk inguna,
sem fengist með „setja fyrir – læra
– þylja“ að ferðinni, en vanræktu að
halda huga nemenda virkum.41 jónas
vildi ekki embættismannafræðslu fyrir
íslenska alþýðu, því sú fræðsla gerði
hana mót fallna líkamlegri vinnu en
hlut verk alþýðu var „framfara- og
starf semdar-hugur“. slíkt var ekki á
verk sviði embættismanna. Þeir voru
„verk færi þjóðfélagsins“ og önnuðust
„eignir“ hennar, eins og nokkurs konar
hús verðir.42
Þegar jónas gagnrýndi almenna upp-
hafningu á skólagöngu sem veg sannrar
mennt unar hafði hann latínuskóla-hefð-
ina í huga. talsmenn þeirrar hefðar litu
á skóla menntun fyrst og fremst sem leið
til æðri mennta, veg sem ekki var ætlað ur
alþýðu. Vönduð undir bún ings menntun
sem ekki leiddi til æðra náms hafði því
engan tilgang að mati slíkra hefðar-
sinna.43 Krafan um almenna menntun
alþýðu, sem fékk aukið vægi undir lok
19. aldar og biritst í tilraunaskólum með
nýju hugmyndafræðilegu baklandi, olli
því að margir sáu óhjákvæmilega fyrir
sér tví skipt skóla kerfi, því áfram var
ekki gert ráð fyrir því, að skólaganga
al mennings leiddi til æðri mennta. Hún
varð að vera með öðru sniði, miðuð við
þarfir al þýðu og þess sem ætlast var til
af henni. jónas var tals maður slíks tví-
skipts skólakerfis. Hinn hefð bundni
skóli með sínum gömlu, fast skorðuðu,
þurru að ferðum og próf mælingum var
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 40 6/5/2013 5:18:41 PM