Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 77
78
sem var æðsti embættismaður Íslands á
þeim tíma,28 þegar þau bréfa skrif sem
hér eru til umræðu áttu sér stað. ingi-
björg var þá um þrítugt með að setur
í Viðey vegna vinnu sinnar og móðir
hennar bjó með henni. Hún hafði
þá unnið fyrir ólaf í 14 ár og fannst
henni hún ekki fá nægilega há laun.29
grímur bróðir hennar var þá staddur í
Kaup manna höfn og voru þær mæðgur
sífellt að senda honum peninga og föt
á meðan á námi hans stóð. ingibjargar
beið mikil óvissa þegar heilsu vinnu-
veitanda hennar fór að hraka og sagði
hún bróður sínum frá því.30 ingibjörgu
fannst lífið fremur til breytinga laust og
hana dreymdi um að fara út til bróður
síns en gerði sér grein fyrir skyldum
sínum heima fyrir, sérstaklega gagn vart
móður þeirra; „ekki má eg þenkja til að
fara þangað [Dan merkur] vegna móð ur
minnar, því guð last væri að vilja yfir gefa
hana, gamla og lasna, þó eg sé henni
ónýt.“31
sú persónulega einlægni sem finna
má í bréf um ingibjargar er ekki sjálf-
sögð í bréf um í byrjun 19. aldar því
ákveð ið form virðist vera á bréfum
þess tíma. Finnur sigmundsson tók
saman íslensk sendi bréf og gaf í fram-
haldi þess út tvær bækur sem inni-
héldu einungis sendibréf skrifuð af
konum. Hópur inn sem þar ber að líta
er fjöl breyttur en þar er til að mynda að
finna bréf ragn heiðar Þórarinsdóttur
(1738–1819) sem hún skrifaði til gríms
(bróður ingibjargar) þegar hún var á
sjö tugs aldri. Þá hafði ragnheiður misst
bæði mann inn sinn, jón skúlason fógeta
Magnús sonar, vegna veikinda og einka-
son sinn, jón Vidoe, sem drukknaði
stuttu eftir lát föður síns.32 ragnheiður
átti heima í Við ey og fékk að vera þar
eftir dauða jóns á vegum tengdaföður
hennar. Þar næst fékk hún vernd ólafs
stiftamtmanns en þegar hann lést þurfti
ragnheiður að finna sér annan sama-
stað og skrifar hún að: „[s]trax eftir að
eg var búin að fá vissu um það, að við
guðrún mín máttum ei saman hokra,
og með því eg var orðin ónýt að róla við
umhugsun hokursins, tók eg fyrir mig
að biðja Vigfús bróður minn að lofa
mér að deyja hjá sér.“33 Hún flutti því
að Hlíðarenda til bróður síns.34 guðrún
þessi var sambýliskona ragn heiðar35
og hún skrifaði grími líka um þessa
flutninga þeirra frá Viðey og upplifði
hún sömu óvissu og ragnheiður en
hún skrifar „[e]kki veit eg hvort eg fæ
að deyja hér [í Viðey].“ 36 ragnheiður
Þórarins dóttir skrifaðist einnig á við
grím eftir að hann kvæntist og eignaðist
eina dótt ur. óskar ragn heiður þess
innilega að „guð vildi gefa [honum]
dreng þessu næst, því allar stúlkur eru
ekkert, ef dreng ur er ei með.“37
Þótt þessar konur hafi verið á ólíkum
aldri og hafi lifað ólíku lífi áttu þær það
samt sam eigin legt að geta ekki gert það
sem þær vildu því þær höfðu skyldum að
gegna og/eða voru upp á aðra komnar.
Þó að þær hafi ekki verið að öllu leyti
eins og arnbjörg séra Björns þá bjuggu
þær samt sem áður yfir þeim persónu-
leika einkennum sem þar eru lof sömuð.
Þær voru góðar við gesti og ná granna,
þær settu ávallt aðra í fyrir rúm og voru
sparsamar. Þær voru einnig fremur
orðvarar og lítið er um hel bert slúður í
bréfaskrifum þeirra.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 78 6/5/2013 5:19:08 PM