Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 156
157
umræðan og Finnlandshjálpin hafi verið
blásin upp af norrænni þjóðernishyggju
og telur hann að þá hafi í fyrsta sinn
skapast raunveru leg norræn samhygð.72
Báðar skýringarnar leiða þó til þeirrar
niður stöðu að innrásin í Finnland hafi
tengt landið nánari böndum við hin
norðurlöndin. Hliðstæðu þessa sjónar-
miðs má finna í orðræðu Íslendinga
um vetrar stríðið. Þar var áhersla lögð
á að Finnar væru hin mesta vina- og
frændþjóð Íslendinga þrátt fyrir lítil
samskipti þjóðanna á fyrri árum. sífellt
var skírskotað til norrænnar samstöðu
og eru um þetta óteljandi dæmi. nær-
tækast ber að nefna samúðarávarpið
sem helstu áhrifa menn Íslands skrifuðu
undir en þar voru Íslendingar titlaðir
„ysti út vörður norrænnar menningar í
vestri, eins og Finnar eru það í austri“.73
sama viðhorf má sjá í ávarpi aðstand-
enda Finnlandssöfnunarinnar í aðdrag-
anda hennar sem háð var í nafni
norr ænnar sam vinnu. Þar sem hinar
norður landa þjóðirnar hefðu hafið
Finn lands söfnun sæmdi ekki að „vjer
Íslendingar [stæðum] einir aðgerðalausir
hjá“.74
Þjóðfrelsið og smáríkin
annað atriði sem sífellt einkennir sam-
úðar- og aðdáunar orðræðu Íslendinga
um Finna eru tíðar skír skotanir til
frelsis ástar þeirra og baráttu fyrir sjálfs-
ákvörðunar rétti sínum gegn fyrrum
yfir boðurum. Þessu áttu Íslendingar
auðvelt með að samsama sig í tíðaranda
sjálfstæðisbaráttunnar. Blaða maður
Vesturlands orðaði þetta með skýrum
hætti í stríðsbyrjun: „Finnar eiga
hina ríkustu samúð hjá Íslendingum.
Hafa báðar þjóðirnar reynt áþján og
undirokun erlends valds og endur-
heimtu frelsi sitt sama árið.“75 Í ræðu
Davíðs stefánssonar sem útvarpað var
á norðurlöndunum um ára mótin 1939-
1940 ítrekaði skáldið aðdáun Íslendinga
á hreysti Finna í þessu ljósi. „Ekkert
skiljum vjér [Íslendingar] betur“, sagði
hann, „en eðli þeirra þjóða, sem elska
frelsi sitt og sjálf stæði jafnt lífi sínu.“76 Í
grein Tímans í febrúar 1940 var Finnum
enn fremur hampað fyrir frelsis ást sína
og fórn fýsi. greinar höfundi fannst að
Íslendingar mættu taka þá sér til fyrir-
myndar þar sem „miklu meira tóm læti“
hafi verið sýnt við varð veislu þjóð-
frelsisins á Íslandi en í Finn landi.77 Þessi
skoðun endurspeglar viðhorf jónasar
jóns sonar frá Hriflu í desember 1939.
Hann komst þó að þeirri niður stöðu að
með stuðningi sínum við Finna væru
Íslendingar að sanna frelsisást sína á
ný: „Ekkert nema vakandi frelsis ást
Íslendinga veldur því að þeir vilja eftir
Kaupstaður eða sýsla Krónur Kaupstaður eða sýsla Kr. á íbúa
reykjavík 40.622,22 siglufjörður 3,18
akureyri 11.133,24 Dalasýsla 2,62
siglufjörður 9.000,00 akureyri 2,25
skagafjarðarsýsla 8.000,32 skagafjarðarsýsla 2,20
Árnessýsla 7.968,46 strandasýsla 2,15
Kaupstaðir eða sýslur þar sem fimm hæstu upphæðir söfnuðust og þeir staðir þar sem mest safnaðist á hvern íbúa.
Heimild: Ársskýrsla Rauða kross Íslands 1939 til aðalfundar 1940. [Reykjavík,1940], bls. 11.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 157 6/5/2013 5:20:17 PM