Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 152
153
þeim undir lok febrúar og í apríl 1940
stöðvaðist Finnlandssöfnunin svo til
alveg. alls söfnuðust 165.661,93 krónur
í fjár fram lögum en að við bættu andvirði
gefinna vara og vaxtatekna áranna 1939
og 1940 nam heildarupphæð Finnlands-
söfnunarinnar 174.486,89 krónum.44
Þegar kom að því að senda
afraksturinn til Finnlands stóðu
aðstand endur söfnunarinnar frammi
fyrir erfið leikum með gjaldeyris flutning.
Það var því ákveðið að nota hluta
fjársins til kaupa á íslensku prjónlesi
og spara þannig erlend gjaldeyriskaup.
Vörurnar voru valdar eftir óskum
rauða kross Finnlands og var Haraldi
Árna syni, kaupmanni í reykjavík, falið
að sjá um þessi kaup. Mest voru keyptar
ullar peysur, sokkar og skíðahosur en
einnig ullar teppi, sútuð sauðskinn og
þurrkaðar gærur.45 Þegar upp var staðið
hafði rúmum helmingi söfnunarfjárins
verið ráðstafað með þessum hætti.
Um miðjan desember 1939 og í byrjun
janúar 1940 sendi rauði krossinn tvær
fyrstu vöru sendingarnar til Finnlands.
stærsta sendingin, að verðmæti hátt í 80
þúsund króna, lagði úr höfn í reykjavík
með gufu skipinu Lyru 2. febrúar 1940.
Þrjú skipa félög tóku að sér ókeypis
flutning á öllum vörusendingunum
sem námu alls 11 smálestum að þyngd.
afgangur söfnunarinnar fór með
sænsku skipi í september 1940.46 Þær
83.252,35 krónur sem ekki fóru í vöru-
kaup voru sendar með ávísunum til
rauða kross Finnlands í janúar og ágúst
1940. Loka greiðslan var svo yfirfærð í
lok janúar 1941 og var þá svo gott sem
allt söfnunar fé Finnlandssöfnunarinnar
komið úr landi.47
Fram úr björtustu vonum
Það kom forsvarsmönnum Finn lands-
söfnunarinnar á óvart hve mikinn
stuðning hún fékk. til dæmis stofnuðu
konur víðs vegar um landið til félags-
skapar um að prjóna til söfunarinnar
og lögreglumenn í reykja vík hættu við
árshátíð sína og gáfu jafn gildi aðgangs-
eyrisins.48 Fyrir jólin 1939 tóku allir
alþingis mennirnir, að undan skildum
þing mönnum sósíalista flokksins,
sig saman um að gefa þingfarar kaup
sitt í eina viku til söfnunar innar.49
Hvorki norræna félagið né rauði
krossinn stóðu fyrir upp ákomum
Desember
1939
janúar
1940
Febrúar
1940
1.-14 mars
1940
Morgunblaðið: 2,8 2,8 2,5 2,7
Vísir: 1,6 1,6 2,0 1,6
tíminn: 0,9 1,3 0,9 0,5
alþýðublaðið: 2,4 2,2 1,4 1,8
Þjóðviljinn: 1,3 1,1 1,2 1,6
alls: 6,9 6,7 6,5 6,8
Meðalfjöldi frétta á dag af gangi vetrarstríðsins í helstu dagblöðum og flokksblöðum landsins. Blöðin komu misoft út
og á það sérstaklega við um Tímann en þessar niðurstöður taka mið af því. Heimildir: Alþýðublaðið, Morgunblaðið,
Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn. 1. desember 1939–14. mars 1940. ATH: Tölurnar eru lauslega taldar og til þess
gerðar að veita yfirlitsmynd af fréttaflutningi helstu fréttablaðanna af vetrarstríðinu.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 153 6/5/2013 5:20:16 PM