Morgunblaðið - 15.07.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Guðmundur Bjarna-
son, fyrrverandi bæj-
arstjóri Fjarðabyggð-
ar, er látinn, 65 ára að
aldri. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað að
morgni laugardagsins
11. júlí.
Guðmundur fæddist
17. júlí árið 1949 í Nes-
kaupstað, yngstur
þriggja barna þeirra
Láru Halldórsdóttur
verkakonu og Bjarna
Guðmundssonar verka-
manns. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni 1969 og lauk BA-prófi í al-
mennum þjóðfélagsfræðum frá HÍ
1975.
Hann starfaði sem kennari við
Gagnfræðaskólann í Neskaupstað
1973-1977, var skólafulltrúi í Nes-
kaupstað 1973-1975 og starfs-
mannastjóri Síldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað árin 1977-1991.
Guðmundur var bæjarstjóri í Nes-
kaupstað 1991-1998 og síðan fyrsti
bæjarstjóri Fjarðabyggðar 1998 og
gegndi því starfi til 2006. Síðustu árin
starfaði hann hjá Alcoa Fjarðaáli við
stjórnun og stefnumótun og hafði
m.a. yfirumsjón með verkefnum sem
sneru að samskiptum
við ríki og sveitarfélög.
Guðmundur sat í
fjölda stjórna og ráða,
m.a. í stjórnum Síldar-
vinnslunnar, Eignar-
haldsfélags Brunabóta-
félags Íslands,
Sambands sveitarfé-
laga í Austurlands-
kjördæmi og Sambands
íslenskra sveitarfélaga
þar sem hann var vara-
formaður 1998-2002. Þá
sat Guðmundur um
nokkurra ára skeið í
stjórn Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga og var formaður stjórn-
ar sjóðsins til loka síðasta árs. Hann
var formaður Íþróttafélagsins Þrótt-
ar í Neskaupstað og knattspyrnu-
deildar sama félags. Hann var í stjórn
Knattspyrnusambands Íslands 1978-
1991 og fékk fjölda viðurkenninga
fyrir félagsstörf sín, meðal annars
Gullmerki ÍSÍ og KSÍ.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er Klara Ívarsdóttir, fyrrverandi að-
albókari hjá Fjarðarbyggð. Stjúp-
börn hans eru þau Ívar Sæmundsson
og Sigurborg Sæmundsdóttir.
Útför Guðmundar mun fara fram
frá Norðfjarðarkirkju næstkomandi
laugardag, 18. júlí, kl. 14.
Andlát
Guðmundur Bjarnason Ágúst Ingi Jónssonaij@mbl.is
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum tek-
ur við uppsjávarskipinu Ingunni AK
af HB Granda í vikunni og hefur skip-
ið þegar fengið nafnið Ísleifur og ein-
kennisstafina VE 63. Skipið hefur
verið málað í grænum lit með gulri
rönd, en samkvæmt hefðinni hafa all-
ir bátar með þessu nafni, sem gerðir
hafa verið út frá Eyjum verið málaðir
í þessum litum. Önnur skip Vinnslu-
stöðvarinnar eru hins vegar venju
samkvæmt blá á skrokkinn.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar, segir að næstu daga verði skip-
ið útbúið til veiða í Reykjavík, en það
sé síðan væntanlegt heim til Eyja í
lok næstu viku. Fyrsti Ísleifur sem
kom til Vestmannaeyja var 30 tonna
eikarskip sem smíðað var í Reykjavík
1916 og skráð Ísleifur ÍS 390. Hann
var seldur Ársæli Sveinssyni,
útgerðarmanni í Eyjum, árið 1928.
Sigurgeir Brynjar segir að þegar
Ársæll keypti fyrsta Ísleif frá Ísafirði
hafi seljandinn sagt við hann þegar
kaupin voru handsöluð að þess skyldi
hann gæta að láta skipið heita Ísleif
og vera grænt með gulri rönd, þá
mundi vel farnast. „Ísleifur hefur allt-
af verið grænn með gulum röndum
og hefur farnast sérstaklega vel, við
breytum þessu ekki,“ segir Sigurgeir.
Nafnið Kap frá Kapítólu
Vinnslustöðin keypti einnig Faxa
RE af HB Granda og fær það skip í
lok ársins þegar HB Grandi fær nýj-
an Víking afhentan í Tyrklandi. Skip-
ið mun þá fá nafnið Kap öðru sinni en
HB Grandi keypti Faxa, sem þá hét
Kap, af Vinnslustöðinni árið 1996.
Upphaflega bar skipið nafnið Jón
Finnsson. Skipsnafnið Kap á sér um
90 ára sögu í Vestmannaeyjum og er
sótt í kvenmannsnafnið Kapítólu.
Skipstjórar á Ísleifi VE verða
Helgi Geir Valdimarsson og Eyjólfur
Guðjónsson. Yfirvélstjóri verður
Guðjón Gunnsteinsson. Skipstjórar á
Kap VE verða Gísli Þór Garðarsson
og Jón Atli Gunnarsson. Yfirvélstjóri
verður Örn Friðriksson. Sighvatur
Bjarnason VE verður áfram gerður
út frá Vinnslustöðinni. Verður hann
gerður út á svokallaðar partrolls-
veiðar og á loðnuvertíðum eins og
þurfa þykir og skipstjóri verður Jón
Atli Gunnarsson.
Þegar þessi skipakaup verða um
garð gengin er ráðgert að leggja eldri
skipum með nöfnunum Ísleifur og
Kap.
Morgunblaðið/RAX
Til Eyja Réttu litirnir komnir á Ísleif, áður Ingunni. Hann er væntanlegur til nýrrar heimahafnar í lok næstu viku.
Ísleifur VE 63 verður
grænn venju samkvæmt
Skip Vinnslustöðvarinnar blá með þessari undantekningu
Tveir ungir fangar, 19 og 21 árs að
aldri, struku af fangelsinu á Kvía-
bryggju á mánudagskvöld. Mennirn-
ir voru handteknir á Þingvöllum um
hádegisbilið í gær eftir að tilkynning
hafði borist lögreglu um grunsam-
legar mannaferðir við Þingvallavatn.
Mennirnir höfðu dvalið stuttan tíma
á Kvíabryggju og voru meðal yngstu
fanga þar, en nú er búist við að þeir
ljúki afplánun á Litla-Hrauni.
Páll Winkel fangelsismálastjóri
gerir fastlega ráð fyrir því að menn-
irnir verði úrskurðaðir í einangrun
um skeið. „Við þurfum að skoða mál-
in og fá frekari upplýsingar um
hvernig þetta gerðist,“ segir Páll.
Opið fangelsi úr myndinni
Ljóst er að flóttinn gæti orðið
föngunum dýrkeyptur og afleiðing-
arnar með ýmsu móti. „Ein afleiðing
þessa er að þeir verða ekki aftur í
opnu fangelsi,“ segir Páll. Það komi
ekki lengur til greina. Auk þess mun
flóttinn hafa áhrif á reynslulausnir,
dagsleyfi, vistun á áfangaheimili og
fleira að sögn Páls. „Það er verulega
mikið undir og þess vegna er ákaf-
lega sjaldgæft að menn reyni að
strjúka úr opnum fangelsum.“ Upp
komst um fjarveru fanganna innan
klukkustundar frá því þeir höfðu
yfirgefið svæðið. Má þakka það nán-
um samskiptum starfsmanna og
vistmanna, að því er segir á vef Af-
stöðu, félags fanga.
Flúðu Kvíabryggju
og fóru á Þingvelli
Flótti gæti orðið föngum dýrkeyptur
Morgunblaðið/Ómar
Litla-Hraun Búist er við að menn-
irnir ljúki afplánun á Litla-Hrauni.
Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566
Ný sending af vinsælu
næturljósunum
frá Pabobo...
facebook.com/biumbiumstore | Instagram: @biumbiumstore
Barbapapa ljós verð 12.990,- stk.
Barbapapa sería verð 9.990,- stk.
Engjateigi 5 • Sími 581 2141
40% afsláttur
af öllum fatnaði og skóm!