Morgunblaðið - 15.07.2015, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
✝ SveinbjörgÞóra Brynjólfs-
dóttir fæddist á Sel-
fossi 19. janúar
1950. Hún andaðist
á Landspítalanum
5. júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Sveinsdóttir hús-
freyja og Brynjólfur
Björnsson mjólk-
urbifreiðastjóri.
Sveinbjörg átti þrjú systkini, þau
voru Kristín Lilja, f. 1945, maki
Lahbib Mekrami, látinn, Björn, f.
1951, látinn, maki Sigríður Jóns-
dóttir, Hulda, f. 1953, látin, maki
Fróði Larsen, látinn.
Sveinbjörg giftist Alfreð Guð-
mundssyni hinn 29.8. 1981 og
eiga þau einn son, Pálma Al-
freðsson, f. 1976,
unnusta hans er
Tinna Björnsdóttir.
Pálmi á tvo syni, Jó-
hann, f. 1997, og
Jökul Má, f. 2005,
einnig á Tinna einn
son, Gabríel Dag, f.
2003. Alfreð átti
eina dóttur úr fyrra
sambandi, Ásthildi
Grétu, og á hún tvo
syni, Þröst Marel, f.
1989, og Alex, f. 2009.
Lengst af vann Þóra á skrif-
stofu Rannsóknastofnana at-
vinnuveganna, eða nærri 30 ár.
Þar á undan vann Þóra hjá Glob-
us og Stálveri við skrifstofustörf.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15.
júlí 2015, kl. 13.
Ég er ekki alveg búinn að átta
mig á þessu ennþá, get ekki trúað
því að mamma sé farin frá okkur.
Þessi sterka kona sem er búin að
vera kletturinn minn alla ævi.
Alltaf gat ég leitað til hennar,
sama hversu stórt eða lítið það var
og alltaf hafði hún svör á reiðum
höndum. Betri ömmu var heldur
ekki að finna og ástin og umhyggj-
an sem hún sýndi strákunum sín-
um var óendanleg. Það eru ómet-
anlegar stundir sem þeir fengu
með ömmu sinni og þær stundir
munu aldrei gleymast. Ég elska
þig, mamma.
Pálmi Alfreðsson.
Þegar ég hugsa um elsku
tengdamóður mína þá hugsa ég
mikið um þakklæti. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari sterku og frá-
bæru konu. Þakklát fyrir hvað
hún tók mér og syni mínum með
opnum örmum í fjölskyldu sína.
Þakklát fyrir hversu góðan strák
hún ól upp með Alla sínum.
Á ekki svo mörgum árum tókst
Þóru að skapa sér stóran sess í
hjarta mínu og Gabríels og þær
minningar sem við eigum með
henni eru varðveittar um ókomna
tíð.
Takk Þóra fyrir hlýjuna og
kærleikann sem þú sýndir okkur
Gabríel frá upphafi. Takk fyrir
gleðistundirnar allar, hvort sem
það var í vöfflukaffi eða mat, leik-
húsi eða Skálmaldartónleikum.
Takk fyrir að hafa verið eins
yndisleg og þú varst í raun og
veru.
Miðgarður kveður, magnlaus þá
mókaður um ég svamla.
Núna ég horfi niður á
nautin við bæinn minn gamla.
Bærist þar líf við Bæjartjörn,
balinn er umvafinn lyngi.
Leika sér þarna lítil börn,
lífið það gengur í hringi.
(Snæbjörn Ragnarsson)
Tinna Björnsdóttir.
Á fallegum sumardegi kveður
góð vinkona lífið. Okkar fyrstu
kynni voru fyrir 48 árum við sum-
arvinnu. Það var áður en tölvur
komu við sögu, vinnuskýrslur
voru handskrifaðar og vinnulaun-
in talin í umslög í krónum og aur-
um. Ungar stúlkur í blóma lífsins
að vinna sér inn sín fyrstu laun.
Þessi kynni urðu til þess að við
urðum vinkonur og síðar á ævinni
einnig mágkonur. Ungdómsárin
eru sveipuð dýrðarljóma sakleysis
og stöðugrar gleði.
Við vorum lukkunnar dísir. Fal-
legir hlutir voru keyptir fyrir
launin. Hlutir sem enn eru til og
minna á þessa góðu tíma.
Það kom fljótt í ljós að trú-
mennska og nákvæmni var ungu
stúlkunni Þóru í blóð borið. Hún
fékk gott veganesti frá sínum
góðu foreldrum Guggu og Brynj-
ólfi í Ártúni 6, á Selfossi. Eitthvað
sem átti eftir að fylgja henni um
ókomin ár.
Sveinbjörg Þóra
Brynjólfsdóttir
Leiðir okkar
Ólafs Hannibalsson-
ar lágu oft saman.
Við áttum báðir ræt-
ur fyrir vestan og
ræktuðum þá taug á ýmsum vett-
vangi, meðal annars með samstarfi
við að búa til prentunar Djúp-
mannatal, sem tók mikinn tíma
Ólafs síðustu árin. Nafni minn var
líka helsti ráðgjafi og viðmælandi
okkar Kára Schram við gerð heim-
ildarmyndar um Samúel í Selárdal
sem tekin var upp að mestu 1995
og frumsýnd 1999. Ólafur var haf-
sjór af fróðleik um ábúendur fyrr á
tíð í dalnum afskekkta við ysta haf
og var afburða sögumaður. Við
þrír stofnuðum síðan ásamt fleir-
um Félag um listasafn Samúels
vorið 1998. Nafni var formaður fé-
lagsins frá upphafi til dauðadags
og leiddi þannig endurreisnina á
listaverkum og byggingum Sam-
úels í Selárdal. Það var ómetanlegt
að eiga hann að þegar kom að því
að greiða úr málum varðandi um-
ráðarétt á svæðinu. Þær voru ófá-
ar ferðirnar hjá honum í hin ýmsu
ráðuneyti til að fá úr því skorið
hvort „Sambafélagið“ eins og hann
kallaði það sjálfur, mætti sjá um
endurreisn listasafnsins. Þau voru
skemmtileg símtölin frá honum
þegar loks fór að skýrast hvernig í
málunum lægi. Loks tókst að klára
samning fyrir tveimur árum. Ólaf-
ur bauð upp á leiðsögn þegar við
héldum „Sambahátíðir“ að Braut-
arholti í Selárdal sumrin 2011 og
2012. Þau Guðrún voru svo meðal
hvatamanna að stofnun Baska-
vinafélagsins 2012 og við nafnarnir
sátum saman í fyrstu stjórn þess
félags, sem er nú í óðaönn að vinna
að þeim verkum sem við lögðum
upp með að hrinda í framkvæmd á
þessu ári, að minnast þess að 400
ár eru frá Spánverjavígunum. Ég
vil að leiðarlokum þakka nafna
mínum fyrir samfylgdina og við
Gyða sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Guðrúnar, fjölskyldu
þeirra og annarra aðstandenda.
Ólafur J. Engilbertsson.
Það koma upp í hugann hlýjar
minningar þegar frænda míns
Ólafs Hannibalssonar er minnst.
Hann kom stundum í Ögur í upp-
Ólafur Kristján
Hannibalsson
✝ Ólafur KristjánHannibalsson
fæddist 6. nóv-
ember 1935. Hann
lést 30. júní 2015.
Útför Ólafs fór
fram 10. júlí 2015.
vexti mínum og hafði
þann eiginleika að
tala við börn eins og
við fullorðna. Í því er
fólgin virðing sem
börnum líkar vel.
Meiri samgangur
varð milli Ólafs og
foreldra minna í
Ögri eftir að Ólafur
brá búi í Selárdal
eftir 10 ára búskap
og flutti í höfuðborg-
ina. Það var ekki auðvelt að kom-
ast frá búskapnum eins og geng-
ur. Ég minnist margra
gleðistunda þegar Ólafur og Guð-
rún kona hans komu vestur og
fóru yfir málin með foreldrum
mínum. Þar var ekkert undanskil-
ið en léttleikinn í fyrirrúmi, mér
fannst þau hjónin einstaklega
skemmtileg og samrýnd. Alltaf
skynjaði maður hversu nátengdur
Ólafur var svæðinu enda sýndi
hann það í verki með þátttöku
sinni í hinum fjölbreyttustu sam-
félagsmálum í þágu þess. Hann
var hafsjór af fróðleik um
Ísafjarðardjúp og gaman var að
heyra þá frændurna, hann og föð-
ur minn, ræða sögu svæðisins og
staðhætti. Það var svo sannarlega
kennslustund í þjóðháttafræði.
Ég minnist líka ferðalags okkar
til Taívan þar sem við heimsóttum
háskóla og ýmsa áhugaverða
staði. Ekki fór hjá því að þótt fyrir
augu bæri þéttbyggðar borgir og
mjög áhugaverða staði reikaði
hugurinn vestur í Ísafjarðardjúp
hjá okkur báðum. Fórum við að
skiptast á sögum ættuðum þaðan
og endaði með því að Guðrún kona
Ólafs gaf okkur sæmdarheitið
Mollufrændur með tilvísun í sam-
eiginlegan sögulegan forföður.
Þegar gestabók í sumarbú-
staðnum okkar í Ögri er flett má
sjá að Ólafur hefur verið að hugsa
um margt þegar hann dvaldi þar.
Sumt er af alvarlegum toga, eins
og afstaða hans gagnvart stuðn-
ingi Íslands við innrás í Írak, sem
hann var mjög mótfallinn og tjáði
afstöðu sína skýrt í því. En líka má
lesa úr gestabókinni hve stutt var í
kímnina og hversu næmur hann
var á það jákvæða og skemmtilega
í umhverfinu. Við andlát Ólafs
fletti ég upp í gestabókinni góðu
og fannst ég komast í nánara sam-
band við þennan góða frænda
minn sem var svo tengdur Ísa-
fjarðardjúpinu, sögu þess og
menningu. Ég sakna hans og færi
hans nánustu aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Halldór Halldórsson.
Yfirvegaður,
kurteis og kom fram
af virðingu við nær-
stadda. Vel gefinn
og skarpur en laus
við allt yfirlæti. Einlægur og
hreinskiptinn. Það stafaði frá hon-
um hlýja sem bræddi þá sem
fengu að kynnast honum.
Snorri Sigtryggsson var okkur
í Litlagerði 2 mjög kær. Okkur
hjónum þótti mjög vænt um hann
og vináttu hans við syni okkar,
Hafliða og Hafstein. Þeir bræður,
Snorri og Eyþór, eiga sérstakan
stað í hjörtum okkar og þó Snorri
hafi kvatt þennan heim þá lifir
minningin um traustan og afar
kæran vin. Snorri hagaði sér aldr-
ei eins og leiðtogi, en var það á
sinn hógværa hátt án þess að
menn fyndu fyrir því. Honum voru
stundirnar með félögunum mikil-
Snorri
Sigtryggsson
✝ Snorri Sig-tryggsson
fæddist 9. desem-
ber 1983. Hann lést
29. júní 2015. Útför
Snorra fór fram 7.
júlí 2015.
vægar og honum virtist
mjög ljúft að leggja sitt
af mörkum til að þeir
gætu átt sem flestar og
bestar stundir saman.
Öll spilakvöldin með
spjalli og góðum stund-
um og ekki má gleyma
bústaðaferðunum.
Þessi þétti vinahópur
eru allir eðaldrengir
sem hafa nú misst mik-
ið. Við fundum sárin og
harminn í hjörtum sona okkar
þegar Eyþór sagði þeim af fráfalli
Snorra. Vinirnir halda nú hópinn
sem aldrei fyrr og leita styrks
hver hjá öðrum. Snorri er enn
miðpunkturinn og mun verða um
ókomna tíð.
Eyþór minn! Við viljum votta
þér og fjölskyldu þinni allri okkar
dýpstu samúð. Dóttir Snorra,
sambýliskona, foreldrar og systk-
in. Guð græði sár ykkar og gefi
sálarró og frið. Hugur okkar er
einnig hjá ykkur í vinahópnum.
Við biðjum Guð að styrkja ykkur
og hugga.
Guðjón Hafliðason og
Líney Kristinsdóttir.
Eiginmaður minn,
KRISTJÁN HJÖRTUR GÍSLASON
frá Fossi í Staðarsveit,
Fannborg 8, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill.
.
Rannveig Margrét Jónsdóttir og fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við
andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs
og frænda,
EINARS ATLASONAR,
blikksmíðameistara,
Vallarási 3,
Reykjavík.
.
Atli Pálsson, Margrét S. Einarsdóttir,
Hallgrímur Atlason, Guðbjörg Jónsdóttir,
Guðjón Atlason, Ana Isorena Atlason,
Atli Atlason, Elín Svarrer Wang
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og alla
aðstoð vegna andláts og útfarar bróður,
mágs og frænda,
EIÐS HELGA EINARSSONAR,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
hjartadeild LSH.
.
Herdís Einarsdóttir, Birgir Ásgeirsson,
Einar Þór Óttarsson,
Heiður Óttarsdóttir,
Þórunn Birgisdóttir, Guðberg K. Jónsson,
Hákon B. Óttarsson, Þórdís Harpa Lárusdóttir,
Þórgunnur Óttarsdóttir, Óskar Gíslason,
Eiður Páll Birgisson, Laufey Einarsdóttir,
Inga Hrönn Óttarsdóttir, Kristinn Jóhann Hjartarson,
Einar Birgisson, Elín Soffía Pilkington.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir og amma,
MARTA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR,
Jörundarholti 110,
Akranesi,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi, 9. júlí.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
17. júlí kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Sjá
landspitali.is/minningarkort.
.
Gylfi Þórðarson,
Ása Björg Gylfadóttir, Garðar Axelsson,
Þórður Már Gylfason
Birkir Örn Gylfason, Margrét Magnúsdóttir,
Harpa Lind Gylfadóttir, Jóhann Guðmundsson,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir
og ömmustrákarnir fjórir.
Okkar áskæra systir, mágkona og frænka,
SIGRÍÐUR AXELSDÓTTIR NASH,
Strikinu 8,
Garðabæ,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ísafold
föstudaginn 10. júlí 2015.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju Garðabæ fimmtudaginn
16. júlí kl. 15.
.
Sverrir Axelsson, Ása Þorsteinsdóttir,
Sigurður Axelsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir,
Ester Vilhjálmsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför systur minnar og
frænku okkar,
BJARKAR JÓNSDÓTTUR
HALLGRÍMSSON,
Lindargötu 26,
Siglufirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Hrönn Jónsdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
kveðjur og hlýhug við andlát og útför okkar
elskulegu,
ÁSU SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR,
Sauðármýri 3,
Sauðárkróki.
.
Elín H. Sæmundsdóttir, Jón Ö. Berndsen,
Herdís Sæmundsdóttir, Guðmundur Ragnarsson,
Hafsteinn Sæmundsson, Sigríður Ó. Sigurðardóttir,
Gunnhildur M. Sæmundsd., Ragnar Sveinsson,
Margrét Sæmundsdóttir, Árni Kristinsson,
Hermann Sæmundsson, Guðrún S. Grímsdóttir,
Anna E. Sæmundsdóttir, Arnar Sigurðsson
og fjölskyldur þeirra.