Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Side 13
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
bátnum. Ég geri mér ekki grein fyrir hvað
það leið langur tími þar til okkur var bjarg-
að. Allt gekk þetta fljótt fyrir sig. Skipstjór-
inn var í talstöðinni að tilkynna sig í land
þegar Von strandaði.
Vélstjórinn sagði það hafa verið erfitt að
halda sér upp úr sjónum fyrir útsoginu.
Hann synti með taug í land og dró svo menn-
ina í land. Þannig bjargaði hann lífi þeirra.
Vélstjórinn hefði svo sannarlega verðskuldað
viðurkenningu fyrir afrek sitt. Það var hins
vegar aldrei minnst á þetta, eftir því sem ég
best veit. Skipið brotnaði með tímanum í
spón. Það var farið með þá sem syntu í land
út í Reykjanesvita. Við hinir vorum fluttir til
Keflavíkur. Allir úr áhöfninni björguðust.“
Hefði betur öskrað
Þú lentir í sjávarháska en fórst alltaf aftur á
sjóinn. Þú hefur ekkert orðið smeykur og
íhugað að hætta sjómennsku?
„Nei, en ég fékk einhver helvítis einkenni
og fór til læknis. Hann sagði að þetta væri
ótti sem ég hefði byrgt innra með mér og nú
tekið á sig þessa mynd. Hann sagði að ég
hefði farið betur út úr þessu hefði ég æpt og
skrækt þegar slysin urðu. Varðandi eftirköst
man ég eftir einum háseta sem átti erfitt
með svefn eftir slysið á Fylki. Hann var með
mér á togaranum Agli Skallagrímssyni. Við
fylgdum flestir Auðuni Auðunssyni skipstjóra
frá Fylki yfir á Egil Skallagrímsson,“ segir
Magnús og rifjar upp aðra sögu. „Svo heyrði
ég af því, eftir að ég var hættur á Agli
Skallagrímssyni, að þeir voru eitt sinn nokkr-
ir að sækja kaupið sitt á skrifstofuna. Þar
var lyfta sem bilaði og varð þeim víst and-
skoti órótt í lyftunni, félögunum,“ segir
Magnús um fyrrverandi félaga sína á Fylki.
Börnin þekktu hann varla
Magnús eignaðist þrjú börn með konu sinni,
Sigríði Óskarsdóttur heitinni. Friðrik er elst-
ur, fæddur 1950, svo kemur Hrefna, sem er
fædd 1955, og loks Jón, sem er fæddur 1963.
Friðrik er pípulagningameistari en Hrefna
sinnir þrifum hjá öldruðum og Jón er húsa-
smiður. Börnin eru öll á lífi. Magnús segir
fjölskylduaðstæður hafa átt þátt í að hann
hætti á sjónum. Börnin hafi varla þekkt hann
þegar hann kom í land. „Þetta var helvítis
útilega,“ segir hann.
Hann segir sjómenn bindast nánum bönd-
um á hafinu. „Yfirleitt var ég með góðu fólki
til sjós. Það verður að vera samstaða um
borð. Ef það komu leiðindapúkar voru þeir
flæmdir í burtu. Þeir voru kallaðir lúnn-
ingaberar sem kjöftuðu um það sem átti ekki
að fara út fyrir skipið. Menn vilja ekki láta
allt fréttast,“ segir Magnús og rifjar upp
skemmtilega sögu.
Henti besta hluta humarsins
Eitt skiptið var hann sjókokkur. Kom þá til
hans skipverji og bað hann um að elda fyrir
sig humar. Hafði sá heyrt að humar þætti
mikið lostæti erlendis. Magnús hlýddi mann-
inum og eldaði humarinn. Vildi maðurinn þá
aðeins éta úr klónum en henti stærsta hlut-
anum af humrinum.
„Nú vill fólkið einmitt helst það sem mað-
urinn henti,“ segir Magnús og hlær.
Hann segir aðbúnað sjómanna hafa tekið
stakkaskiptum.
„Ég man eitt dæmi frá því ég var á síldar-
bátnum Bjarnarey frá Hafnarfirði. Þar urðu
menn að klæða segldúk yfir kojurnar. Dall-
urinn lak svo mikið þegar það var ágjöf og
vesen. Þetta var eldgamalt fley. Þú sérð það
á togurunum núna að þeir þurfa ekki að
beygja sig eftir einum einasta fiski. Áður
þurfti að beygja sig eftir þessu öllu saman.
Það var misjafnt hversu lengi menn héldu
út,“ segir Magnús Jónsson.
Hann segist nú þurfa að kíkja út í hesthús.
Kveður svo með þéttu handtaki.
Magnús Jónsson byrjaði snemma á sjónum. Hann
kynntist hættum hafsins betur en flestir. Hann byrjaði
á sjó skömmu eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk.
Morgunblaðið/Kristinn
Fimmtudaginn 15. nóvember 1956 var það aðalfrétt á baksíðu blaðsins að
togarinn Fylkir hefði fengið á sig tundurdufl og sokkið. Haft var eftir Auð-
uni Auðunssyni skipstjóra að togarinn hefði þá verið í 8 daga veiðiför. Að-
eins þessa stundina hefði veður verið nógu gott til að setja út björgunarbát.
Fimmtudaginn 20. mars 1958 birtist baksíðugrein í Morgunblaðinu um
strand Vonar frá Grenivík í Sandvík á Reykjanesi. Fjallað var um mann-
björg er maður synti til lands og dró svo þrjá aðra í land. Maðurinn er
hins vegar ekki nafngreindur. Magnús segir þann mann hafa verið hetju.