Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 14
Sjávarháski 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Þ að er fallegt sumarkvöld við Hamraborgina í Kópavogi þegar Hákon Jónas vísar blaðamanni til sætis við stofuborðið. Hann er að flytja og er búslóðin komin í kassa. Ekki í fyrsta sinn sem hann stendur á tímamótum. Samtalið hefst með því að ræða um harm- leikinn á Vestfjörðum síðastliðinn þriðjudag þegar þrír komust lífs af og einn drukknaði er bát hvolfdi úti af Aðalvík. Líkt og Hákon Jón- as upplifði löngu áður kom björgunarbátur ekki sjálfkrafa upp. Hákoni Jónasi er svo sýnd forsíða Morg- unblaðsins frá 10. mars 1956 þar sem burð- arfréttin er um hörmulegt slys austur við Sel- vog, þegar báturinn Vörður frá Reykjavík sökk og með honum áhöfnin öll, alls fimm sjó- menn. „Slys þetta varð með þeim hætti að bátinn bar inn í brimgarð og þar hvolfdi hon- um á svipstundu. Fjórir mannanna voru fjöl- skyldumenn er láta eftir sig konur og ung börn. Þetta hörmulega slys er hið mesta, sem orðið hefur á þessum vetri,“ sagði í inngangi fréttarinnar. Síðan eru mennirnir taldir upp og er Hákon J. Hákonarson þriðji í röðinni, hann var þá 24 ára. „Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn, hið elzta 4 ára,“ sagði í blaðinu. Var Vörður á leið frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur og þungur sjór. Byrjaði sem hálfdrættingur Þótt sjómennskan hafi þannig höggvið stórt skarð í fjölskyldu Hákonar Jónasar kom aldr- ei annað til greina en að fara á sjóinn. „Ég fór á sjó 14 ára, þá sem hálfdrættingur á hálfum launum hjá Tryggva Ófeigssyni á síðutogaranum Mars. Það stóð aldrei annað til en að fara á sjóinn. Annað var aldrei val- kostur,“ segir Hákon Jónas. Hvernig tókst fjölskylda þín á við sorgina? „Ég upplifði aldrei dauða pabba míns. Hann var aldrei hluti af neinu nema að ég var al- nafni hans. Sex árum síðar giftist móðir mín, Guðlaug Ólafsdóttir, aftur frábærum manni, Sigurþóri Þorgrímssyni. Hann tók okkur systkinin eins og við værum börnin hans. Móðir mín eignaðist með honum þrjú börn í viðbót,“ segir Hákon Jónas. Guðlaug er enn á lífi en Sigurþór andaðist fyrir sex árum. „Þannig að móðir mín er búin að missa tvo menn frá sér,“ segir Hákon Jónas. Svo kemur stutt þögn. „En hún er sterk kona.“ Boðið að vera skipstjóri Mörgum árum eftir að Hákon Jónas hóf sjó- mannsferilinn, árið 1969, kaupir hann sinn eigin bát árið 1985, trillubátinn Stakknes. „Ég átti síðan nokkra báta en hætti svo með báta. Mér var boðið að vera skipstjóri og stýrimað- ur á bát sem hét Vöggur GK 204. Ég var ráð- inn þangað af því að ég var harður nagli, gríð- arlega duglegur sjómaður í Reykjavík. Vöggur sökk rétt vestan við Þjórsárósa, aust- an við Stokkseyri, í haustbyrjun 1990. Það var ekki nema 60-70 mílur frá þeim stað þar sem pabbi minn drukknaði,“ segir Hákon Jónas um þau ótrúlegu örlög að bátur með svipuðu nafni og Vörður skyldi 34 árum síðar fara í sjóinn á svipuðum slóðum og að skipstjórinn var sonur eins þeirra sem fórst forðum. „Þegar báturinn var að fara á hliðina sagði hásetinn mér að hann væri ósyndur. Ég þurfti því að binda hann við bakið á mér.“ Þarf að segja söguna alla Þetta hefur væntanlega gerst hratt. Hvernig fórstu að því að binda hásetann við þig? „Það er ekki hægt að útskýra það nema að segja söguna frá byrjun. Það var síðla kvölds þegar við vorum að ferja bátinn frá Garðinum og komum við í Grindavík vegna þess að sjálf- stýringin var biluð. Við fengum gert við hana og svo höldum við austurmeð og erum á leið- inni til Breiðdalsvíkur. Veðurspáin var þannig að við ætluðum að stoppa í Vestmannaeyjum. Við Selvogsvita, á sama stað og pabbi minn drukknaði, set ég stefnuna á Þrídranga og fer svo að sofa. Hásetinn vekur mig tveimur til þremur tímum seinna og segir mér að það sé farið að grynnka. Ég stekk upp í brú og um leið og ég kem upp í brú lendir báturinn á skeri – og þeysist greinilega yfir skerið – og um leið kastast ég á brúargluggann. Þá brotnuðu tennur og ég fékk sár á síðuna og fleiri áverka. Ég næ að senda neyðarkall og sól [neyðarblys]. Fimm mínútum síðar fer báturinn að hallast, það braut svo yfir brúna. Þetta var frambyggður bátur sem þýðir að brúin er fremst. Björgunarbátarnir voru uppi á brúnni og til þess að komast að þeim hefði ég þurft að komast upp á brúna. Öldurnar skullu á bátnum á skerinu. Ég hefði því þeyst út af. Það braut sjór yfir brúna. Sjálfvirkur sleppibúnaður á björgunarbátum fer ekki í gang fyrr en bátur sekkur. Hann kom ekki upp, ekki frekar en í slysinu á Vestfjörðum fyrir nokkrum dögum. Nema að ég sé að það er sker rétt hjá. Svo fer báturinn að hallast og þá segir hásetinn að hann sé ósyndur, sex- tugur maðurinn. Einar Matthíasson hét hann. Þá var ekkert annað að gera en að taka spotta og binda hann við bakið á mér. Svo hallaðist báturinn og fór á hliðina. Ég syndi með hann frá bátnum og í þann mund sé ég stefnið fyrir ofan mig og báturinn sekkur nið- ur að aftan. Svo syndi ég með manninn að skerinu. Við komumst sem sagt upp á það.“ Byrjaði að flæða að skerinu Hvað voruð þið lengi á skerinu þar til björgun barst? „Við fréttum það síðar að ljóskastarinn á björgunarþyrlunni var bilaður. Það tók tíma að gera við hann. Við vorum þarna rúman klukkutíma á skerinu. Það flæðir yfir þetta sker á flóði. Það voru björgunarsveitarmenn í landi. Við sáum ljós í fjarska. Þessi sker eru um 2-300 metra frá landi. Nema að þeir héldu að við værum í sjónum, var mér sagt síðar. Maður sá ekki fjöruna. Sandurinn í fjörunni hverfur inn í myrkrið. Mig grunaði hins vegar að við værum nálægt landi. En ég hugsa að ég hefði aldrei haft Einar með mér þessa 2- 300 metra. Þegar þyrlan kom bjó ég að því að kunna að taka á móti þyrlu. Það þurfti að for- gangsraða. Einar var náttúrlega númer eitt. Ég þurfti að smeygja ól utan um hann. Það seig maður niður og síðan var náð í mig. Það er ótrúlegt hvað þetta hafði lítil áhrif á Ein- ar.“ „Hefðu ekki átt að sleppa“ Hákon Jónas dregur svo fram gamla úrklippu úr Morgunblaðinu. Þar eru þessi orð höfð eft- ir honum á baksíðu blaðsins: „Ég held að við hefðum ekki átt að sleppa. Þegar bátur skell- ur til og frá eina fjóra fimm metra og hendist á klettinn þá eiga menn ekki að sleppa.“ Síðar í sömu grein var rætt við félaga hans, Einar, sem lýsti stundinni þegar björgunarmennirnir komu: „Við hrópuðum eins og við höfðum kraft til og einnig flautaði skipstjórinn allt hvað hann gat í flautu sem var í mínu vesti. Loksins kom þyrlan og ég ætla ekki að lýsa þeim fögnuði sem við fundum í brjósti þegar við sáum hana. Við hefðum örugglega króknað ef við hefðum verið þarna mikið lengur.“ Martraðir í aldarfjórðung Hákon Jónas segir þessa reynslu hafa skilið eftir sig ör á sálinni. „Síðustu 25 ár hef ég haft martraðir. Það var ekki um neina áfallahjálp að ræða. Hún var bara ekki til. Manni var sagt að bíta á jaxlinn. Þannig var þetta gert. Í litlu sam- félagi eins og Breiðdalsvík stendur fólkið með einstaklingnum, það hjúpar hann. Hann stendur aldrei einn, þótt hann sé einn. Ég varð að fara á sjóinn aftur eða flytja. Það var ekkert um neitt annað að ræða. Þannig að ég fór á sjóinn og síðan keypti ég mér bát. Eftir slysið hef ég þjáðst af myrkfælni.“ Gafst upp á sjómennskunni Segðu mér frá því? „Slysið varð um hánótt. Ég er siglingafræð- ingur – að vísu bara með pungaprófið – en ég átti mjög erfitt með að treysta siglingatækj- um eftir slysið. Eftir slysið varð ég hreinlega lélegur sjómaður. Ég fór helst ekki í vondum veðrum og helst fór ég þegar farið var að birta. Þannig að árið 1997 gafst ég upp, hætti á sjó. Að auki flutti ég frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur. Ef ég hefði sleppt því að fara aftur á sjóinn hefði ég sparað mér mörg gríð- arlega slæm ár. Ég skemmdist á þessu, reykti mikið og varð skapillur. Þegar ég hætti á sjó lagaðist ég til muna. Við keyptum verslun í Reykjavík, Álfheimabúðina. Svo seldum við hana og ég fór að keyra flutningabíla, stofnaði fyrirtækið Alhliða flutningaþjónustan. Sá rekstur fór illa í hruninu. Ég missti hins veg- ar aldrei vinnuna, ók á bílum hjá Eimskip, en fyrirtækið fór og með því allur sjóðurinn frá útgerðarárunum. Nú er ég bílstjóri hjá Strætó í hlutastarfi. Það er bara fínt,“ segir Hákon Jónas og fer aftur að tala um daginn örlagaríka, 25. ágúst 1990. Vissu ekki hvað gerðist „Það versta við þetta er skömmin. Það veit enginn hvað gerðist. Það veit enginn hvort ég hafi stillt sjálfstýringuna vitlaust eða hvort hún hafi hreinlega slegið út. Þannig að maður lifir með þessu líka. Þarna er ég með bát sem væri væntanlega metinn á 100 milljónir í dag. Það birtist frétt í vikunni um að bátur hafi sokkið og þrír menn komist á kjölinn. Það veit hins vegar enginn hvað gerðist. Þetta er það versta. Ég veit 25 árum eftir að Vöggur sökk ekkert hvað gerðist. Hásetinn sagði alltaf við mig að hann vissi ekki hvað hefði gerst. Hann var vakandi í brúnni. Svo var haldinn sjóréttur og þeir vildu kanna hvort ég kynni sigl- ingafræði, hvort ég kynni að taka út með korti og allt það. Mér fannst þeir ganga hrikalega hart fram. En þeir gerðu í raun aðeins skyldu sína og reyndu að ná fram þeim sannleika sem var í málinu. Það er ótrúlegt en satt en sá sem var formaður sjóréttarins drukknaði mánuði seinna, í október 1991. Hann var á skólabát sem hét Mímir RE 3, sem sökk í ósunum í Hornafirði. Hann var að sigla út ósinn og sneri svo við í ósnum. Sem hann hefði ekki átt að gera en gerði það samt. Hann drukknaði maðurinn. Tíu árum eftir að Vöggur sökk dó Einar eðlilegum dauðdaga. Þá hringdi systir hans í mig og sagði að þau systkinin væru sannfærð um að ég hefði lengt ævi Einars um tíu ár. „Við viljum að þú komir austur og verðir lík- maður númer eitt,“ sagði hún. Það fannst mér mikill heiður.“ Finnst hann vera að drukkna Hvernig martraðir færðu? „Ég fæ köfnunartilfinningu. Þegar ég sef finnst mér ég vera að drukkna. Ég hef ekki losnað við þetta. Þetta verður samt fjarrænna. Þetta smám saman dofnar. Ég lifi mjög eðli- legu lífi, hjóla helst 30 kílómetra fimm sinnum í viku. Ég hef hjólað yfir Sprengisand og yfir Kjöl. Við Bergþóra Reynisdóttir kona mín ger- um þetta allt saman. Hún er geðhjúkr- unarfræðingur.“ Getur hún sem geðhjúkrunarfræðingur hjálpað þér? „Já, hún hefur hjálpað mér mikið. Svo eig- Strandið skildi eftir ör á sálinni HÁKON JÓNAS HÁKONARSON VAR NÍU MÁNAÐA ÞEGAR HANN MISSTI FÖÐUR SINN Í SJÓSLYSI. UM 35 ÁRUM SÍÐAR BJARGAÐI HÁKON JÓNAS MANNSLÍFI ÞEGAR BÁTUR SEM HANN VAR SKIPSTJÓRI Á SÖKK SKAMMT FRÁ ÞAR SEM FAÐIR HANS DRUKKNAÐI. SJÁVARHÁSKINN SETTI MARK SITT Á LÍF HÁKONAR JÓNASAR OG VAR HANN LENGI AÐ VINNA SIG ÚR ÁFALLINU. HANN SAGÐI MORGUNBLAÐINU FRÁ MARTRÖÐUM OG HVERNIG HANN GLATAÐI UM HRÍÐ HLUTA AF SJÁLFUM SÉR VEGNA RANGRA VIÐBRAGÐA VIÐ MEIRIHÁTTAR ÁFALLI Á SJÓ. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hákon Jónas Hákonarson lenti í erfiðri lífsreynslu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.