Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Side 17
-Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is 12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Kristín Fjóla Reynisdóttir æfir körfubolta með Stjörn- unni. Hún er fædd og uppalin í Hafnarfirði, er að hefja þriðja ár í læknisfræði við HÍ í haust og vinnur sem að- stoðarmaður á bráðamóttöku Landspítalans í sumar. Kristín æfði með Haukum til ársins 2012 og hefur átt mikilli velgengni að fagna á ferli sínum, varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Haukum og þrisvar sinnum bikarmeistari með þeim sömuleiðis, hefur þrisvar sinn- um unnið Norðurlandamót yngri landsliða og tvisvar sinnum Evrópumót yngri landsliða. Enn fremur var hún valin mikilvægasti leikmaður Stjörnunnar árið 2013. Þú ert að þjálfa körfuboltalið barna – hvernig hefur þér fundist sú reynsla? Ég hef verið að þjálfa körfubolta með hléum alveg frá því ég var 16 ára. Mér finnst rosalega skemmtilegt og gefandi að þjálfa krakka. Þau eru svo fljót að læra og hafa svo gaman af þessu. Ég hef sjálf lært mjög mikið á að þjálfa, bæði um körfu- bolta og um samskipti við börn. Það er svo ótrúlega gaman að sjá þau taka framförum, þá veit maður að maður er að gera eitthvað rétt. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að æfa körfubolta og hvernig kviknaði áhug- inn? Pabbi minn var að þjálfa körfubolta og ég eyddi dágóðum tíma með hon- um í íþróttahúsinu þegar ég var lítil. Það var svo ekki fyrr en ég var að 10 ára að ég byrj- aði sjálf að æfa. Það var reyndar enginn flokkur í mínum árgangi þannig að ég æfði með eldri stelpum en síðan fóru fljótlega margar af mínum vinkon- um að æfa körfubolta og þá gat ég loksins farið að æfa með jafnöldrum. Stundaðirðu íþróttir áð- ur en körfuboltinn kom til? Já, ég æfði handbolta, fót- bolta og fimleika þegar ég var yngri. Ég þurfti síðan að velja á milli fótboltans og körfuboltans og valdi körfuboltann, sem ég sé alls ekki eftir í dag þótt ég sakni stundum fótboltans. Hversu oft æfirðu? Á veturna eru fimm körfu- boltaæfingar í viku og ein styrktaræfing. Í sumar eru þrjár körfuboltaæfingar í viku og tvær styrktaræfingar, við erum að leggja áherslu á styrk og þol núna á undirbúningstímabilinu. Áttu einhver áhugamál, fyrir ut- an körfuboltann? Ég hef mikinn áhuga á nánast öllum íþróttum og mikið af mínum frítíma fer í að æfa, keppa og horfa á íþróttir. Mér finnst líka rosa gaman að ferðast og ég reyni að fara eins oft og ég get til útlanda eða upp í sum- arbústað. Leggurðu mikið upp úr heilbrigðu líferni? Já, ég geri það eins og ég get. Ég finn það sjálf að það gengur miklu betur inni á vellinum þegar maður er í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi. Það skiptir miklu máli að borða rétt, fá nægan svefn og svo skiptir líka miklu máli að taka góða slökun inni á milli, sérstaklega þegar álag er mikið. Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar og hvers vegna? Ég hef aldrei átt neina sérstaka fyrirmynd, ég reyni bara að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Ef ég þyrfti að nefna eitthvert nafn væri fyrirmyndin mín í körfu- bolta líklega Michael Jordan, hann er svo mikill sigurvegari og með rétta hugarfarið í þetta. Hvaða áfanga fagnaðir þú síðast í íþrótt- unum? Ég komst upp í úrvalsdeild með Stjörnunni í fyrsta skipti í sögu kvennakörfuboltans. Það var einstaklega ljúft því að það var búið að vera markmiðið alveg frá því ég kom í Stjörnuna og nokkur ár þar á undan. Hvaða ráðleggingar hefurðu handa þeim sem eru að byrja að æfa körfu- bolta? Þolinmæði. Körfubolti getur virkað flókin íþrótt í byrjun, mikið af reglum og mikil tækni, en þetta er fljótt að koma ef þú sýnir því áhuga. Ég hvet alla sem hafa einhvern áhuga á körfubolta til að prófa. Fyrir þá sem eru að æfa mæli ég með því að taka aukaæfingar. Það þarf ekki að vera mikið, mæta 10 mínútum fyrr og taka skotæfingar eða taka styrktaræfingu á frídegi. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli og gera það að verkum að fólk nær ár- angri. Hvað er á döfinni hjá þér næstu vikur í íþrótt- unum? Við tökum okkur smá sumarfrí frá körfuboltaæf- ingunum núna í júlí en höldum áfram í styrkt- aræfingum. Síðan byrja æf- ingar aftur á fullu strax eftir verslunarmannahelgi og þá hefst undirbúningur fyrir kom- andi tímabil. Ég er mjög spennt fyrir vetrinum og það verður gaman að sjá hvernig Stjörnunni mun ganga í Úrvalsdeild. KEMPA VIKUNNAR KRISTÍN FJÓLA REYNISDÓTTIR Litlu hlutirnir skipta máli Morgunblaðið/Árni Sæberg Svefn og slökun skipta máli fyrir körfuboltakonuna Kristínu Fjólu. Kirsuber eru hvað ferskust og næringarríkust um þessar mundir en uppskerutími þeirra er oftast í júní og júlí. Kirsuber innihalda lítið salt, kólesteról eða fitu, en hins vegar mikið af C-vítamíni og trefjum. Þau eru því hollt og gott sumarsnakk. Holl kirsuber* Við val á milli smjörs ogsmjörlíkis, þá treysti égkúm betur en efnafræðingum. Joan Gussows Ótrúlegustu hlutir eru slæmir fyrir heilsuna og listinn yfir það sem vissara er að forðast lengist sífellt. Bresk rannsókn sem birt var í The European Heart Journal í lok júní á þessu ári bætti enn við listann en vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að hávaði hefði slæm áhrif á hjartað. Notaðar voru upp- lýsingar annars vegar um hávaða í umferð og hins vegar um sjúkra- húsinnlagnir vegna hjarta- og æða- kerfasjúkdóma í London frá 2003 til 2010. Meðalhávaði var undir 55 dB en ef hávaði fór yfir 60 dB, jókst hætta á hjartaáfalli um 5% meðal fólks milli 25 og 74 ára en um 9% hjá þeim sem komnir voru yfir 74 ára aldur. Þess má geta að 60 dB eru ekki mikill hávaði. Oft er t.d. talað um að venjulegt tal milli manna sé í kringum 60 dB. Hávær umferð mælist um 80 dB en mal í ísskápum er u.þ.b. 50 dB. Að auki reyndist dánartíðni fólks sem býr í hávaðasömum hverfum 4% hærri en hjá öðrum, óháð dánarorsök. Leiðrétt var fyrir aldri, kyni, félagslegri stöðu, loftmengun og reykingum í rannsókninni. Hávaði og hjartaheilsa Í nýrri breskri rannsókn fundust tengsl á milli umferðarhávaða og hjartaáfalla. Morgunblaðið/Styrmir Kári Margir kvarta undan því að eiga erfitt með svefn þegar nætur eru bjartar. Ýmislegt er til ráða og augljósasta ráðið oft það áhrifamesta, þ.e. að fjárfesta í góðum gard- ínum sem hleypa engri birtu inn. Það dugar þó ekki alltaf til og þá er rétt að skoða venjur sínar yfir daginn og fyrir háttinn. Kaffidrykkja seinni part dags getur haft skaðleg áhrif á svefn sumra einstaklinga. Sumum dugar að hnika svefni sínum til, þ.e. að sofna og vakna aðeins fyrr en vanalega. Hvers kyns snjalltækjanotkun og skjágláp rétt fyrir svefn, að ekki sé talað um uppi í rúmi, gerir mörgum erfitt fyrir að sofna enda bláa skjábirtan ónáttúruleg að kvöldi til. Þung máltíð seint að kvöldi getur gert svefninn erf- iðari en ella og reykingar sömuleiðis. Að síðustu má ekki vanmeta lestur góðrar bókar fyrir háttinn – slíkt er ein- staklega róandi. Margir eiga erfitt með að sofna á kvöldin, sérstaklega á sumrin. Mikilvægt er að hafa í huga að svefntruflanir geta komið til vegna kvilla á borð við kæfisvefn og því rétt að úti- loka slíkt með læknisheimsókn ef vandamálið er viðvarandi. Morgunblaðið/Ásdís Sofið um bjartar nætur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.