Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015
Á
stæðulaust er að efast um að vand-
aðar skoðanakannanir gefi sæmi-
lega mynd af stjórnmálalegu við-
horfi fólks á miðju kjörtímabili.
En þær segja þó minnst til um
það, hvað muni koma upp úr kjör-
kössum tveimur árum síðar.
Minni en Alþýðuflokkurinn
Það vekur hvað mesta athygli við nýbirtar kannanir
hversu veik staða Samfylkingarinnar er orðin. Sá
flokkur er í stjórnarandstöðu við ríkisstjórn sem sjálf
fer ekki með himinskautum í könnunum. Það er
nokkurt afrek, við þær aðstæður, að falla í minnsta
fylgi sem flokkurinn hefur notið frá stofnun hans.
Kvennalisti, Þjóðvaki (þrír þingmenn hans höfðu
þegar gengið í Alþýðuflokkinn og var Jóhanna ein
eftir) og drýgstur hluti Alþýðubandalags bættist við
Alþýðuflokkinn á sínum tíma. Óflokksbundnir eða
flakkandi vinstrimenn sem lengi höfðu kvartað undan
klofningi á þeim væng höfðu góð orð uppi um að
styðja sameiningaraflið kæmi það til.
En nú mælist Samfylkingin eins og Alþýðuflokk-
urinn mældist einatt einn, þegar fremur illa gekk hjá
honum. Hvað veldur slíku hruni? Forysta Samfylk-
ingarinnar fer undan í flæmingi þegar spurt er.
Þegar loksins næst í skottið á varaformanninum,
Katrínu Júlíusdóttur, verður óþægilega fátt um svör.
Hún tekur þó fram að flokksforystan og stefnan séu
ekki hluti af skýringunni! Þegar þetta tvennt kemur
ekki til álita verður vöruúrvalið í hillunni ekki beysið.
Að auki kemur í ljós að viðhengið, botnlanginn og ein-
eggja tvíburi Samfylkingarinnar, Björt framtíð,
hangir einnig á fylgislegri horrim.
Guðmundur Steingrímsson gaf færi á sér í viðtöl og
hann taldi flokkinn sinn „eiga meira inni“. Það kom
ekki fram hvort þessi meinta innstæða væri hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna eða annars staðar.
En þetta sameiginlega skipbrot, svo súrt sem það
er, getur hins vegar auðveldað leitina að skýringu.
Þessir tveir samofnu flokkar eru ESB-flokkarnir á
Íslandi (og er þá ekki verið að reyna að gera lítið úr
sögulegum svikum VG).
Þegar froðan af venjubundnum frösum þeirra sam-
fylkingarmanna fýkur af í gjólunni þá kemur jafnan í
ljós að allt hjalið umhverfist í einni algildri stefnu.
Aðild að ESB er allra meina bót í augum þeirra.
Þegar menn hafa höndlað trú á annan eins lífselexír
eru önnur stefnuatriði óþörf, nema sem umbúðir og
skraut.
Evran hræðir
Úrtölur um getu Íslands sem fullvalda ríkis voru
hluti af þessari trúarlegu tilveru. Barnalegar árásir á
myntina voru það líka. Raunar var evran lengi vel það
eina sem dró hikandi menn hér á landi að þessari
stefnu og í augum ólíklegustu manna dugði hún
stundum til að yfirskyggja gallana sem þeir viður-
kenndu að væri á aðild að öðru leyti.
Nú dylst engum lengur hversu miklir annmarkar
fylgja því fyrir þjóðir að lúta mynt sem þróast eftir
öðrum efnahagslögmálum en þeim sem eiga rót í
þjóðarbúskapnum sjálfum. Auðvitað geta komið
skeið þar sem slík samfylgd gæti gengið hnökralaust
og jafnvel gagnast um hríð. En binding inn í þann
ramma, af þeim sökum, er óhæf vegna margvíslegra
frávika sem verða á öðrum tímum, en þó ekki síst
vegna þess óöryggis sem fylgir við fyrirséðar og ófyr-
irséðar aðstæður.
Bankaáfallið sem skók veröldina, og Ísland þar með
og sérstaklega, haustið 2008 var sláandi dæmi þessa.
En það var fyrrverandi stjórnarflokkum tilefni til að
ana í aðildarumsókn. Samfylkingin vildi nýta hið ein-
stæða tækifæri á meðan þjóðin væri í losti eftir áfall-
ið. Engu skipti þótt evrulönd eins og Írland, Spánn,
Grikkland og Portúgal riðuðu til falls og ættu enga
leið út úr vandanum vegna bindingar í sameiginlegri
mynt. Sú mynd varð sífellt augljósari og óumdeildari.
Dæmin annars staðar
Hin gagnrýnislausa og blinda ESB-stefna Samfylk-
ingarinnar setur hana í stórfurðulegt ljós við þær að-
stæður sem nú eru uppi í þessum heimshluta. Danski
Hægriflokkurinn gekk þess háttar stefnu á hönd og
gufaði sá gamalgróni flokkur hreinlega upp. Venstre í
Danmörku (sem er hægra megin við miðju) fór raun-
ar einnig í sama far. Nú er sá flokkur fallinn niður í
þriðja sæti í flokkastærð og galt afhroð í seinustu
kosningum.
Þjóðarflokkurinn (sem óhlutdrægir fjölmiðlamenn
kalla „hægri öfgaflokk“) er orðinn næststærsti
flokkur Danmerkur. Kratarnir rétt mörðu að vera
stærri. Þjóðarflokkurinn reynir að yfirbjóða kratana
í sumum þáttum velferðarkerfisins, sem er sér-
kennilegt fyrir „hægri öfgaflokk“. En flokkurinn
heldur samt þeim stimpli hjá hlutlægum fjölmiðla-
mönnum vegna efasemda sinna um Evrópusam-
bandið og þar sem hann vill fara gætilegar en aðrir
danskir flokkar í innflytjendamálum. Einhver hefði
haldið að þetta tvennt hefði lítið með skilgreiningu á
hægri og vinstri að gera. Áherslur í velferðarmálum
kynnu hins vegar að gera það.
Vandræðagangur hins „hefðbundna“ flokkakerfis í
umgengni sinni við flokka eins og Þjóðarflokkinn
veldur því að nú fer fylgislítill Venstre-flokkur einn
með ríkisstjórnarvald í Danmörku og í Svíþjóð gerir
krataflokkur, sem aldrei hefur staðið verr í fylgi, með
sambærilegt vald. Breski Íhaldsflokkurinn hraktist
út í það að lofa þjóðaratkvæði um veru landsins í
ESB. Cameron forsætisráðherra segist munu berjast
fyrir áframhaldandi aðild, eftir að hann hafi snúið
heim eftir stórsigra í viðræðum við ESB um end-
urheimt á fullveldi. Forsætisráðherrann veit eins og
aðrir að ekkert slíkt fæst, en treystir á hjálp viðsemj-
Annar eins maður
og Kormákur
kómissar fer ekki
með neitt fleipur
Reykjavíkurbréf 10.07.15