Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 39
endanna við að setja á svið. Það sé jú beggja hagur.
Kannanir benda enn til að þessi ráðagerð hans muni
heppnast. Ýmsir þeirra sem vel þekkja til telja ekki
útilokað að þegar nær dregur kjördegi í þjóð-
aratkvæði kunni bilið á milli fylkinga að minnka. Því
sé óvarlegt að fullyrða neitt um úrslit nú, hvað sem
vísbendingum kannana líður. Þeir sömu benda eink-
um á þrennt: Ólguna sem ríkt hefur vegna Grikk-
lands (og fleiri evruríkja). Vaxandi stuðning við það í
röðum eigenda breskra fyrirtækja, einkum með-
alstórra og minni, að standa utan við ESB. Og í þriðja
lagi séu andstæðingar ESB ákveðnari kjósendur en
hinir, þótt mun fjáðari séu. Varla þarf að taka fram að
fáir breskir stjórnmálamenn orða það að réttast væri
að Bretar köstuðu pundinu og tækju upp evru.
Frjálslyndi flokkurinn einn hafði slíkt í stefnuyfirlýs-
ingum sínum, en flokkurinn hrundi til grunna í síð-
ustu kosningum.
Sigmundur í Brussel
Forsætisráðherra Íslands sótti þá Brussel-menn
heim í vikunni, þegar vel stóð á fyrir þeim. Topparnir
þar sögðu honum að þeir virtu ákvarðanir Íslands um
að falla frá aðildarviðræðum við ESB. Það er gott og
blessað. En vandamálið er það, að forystumenn Evr-
ópusambandsins taka það ekki endilega mjög alvar-
lega sem þeir sjálfir segja.
Það er raunar mesta furða hvað aðdáendur þeirra
eru blindir í þeim efnum.
Vart er nokkur búinn að gleyma því, að hver einasti
leiðtogi evruríkis sagði í byrjun síðustu viku, eftir að
hafa fyrst fordæmt tiltæki Grikkja um þjóðarat-
kvæði, að kosningin snerist alls ekki um það efni sem
tilgreint væri á kjörseðlinum. Einungis væri verið að
kjósa um það, hvort Grikkir yrðu áfram í mynt-
samstarfinu eða færu. Yrði niðurstaða þjóðarat-
kvæðis Já yrðu Grikkir kyrrir. Yrði niðurstaðan Nei
færu þeir og þá yrði alls óvíst hvort bankar í Grikk-
landi yrðu nokkru sinni opnaðir á ný. Það kunna blað
Financial Times sagði í leiðara sínum sl. mánudag:
„Það væri mjög ráðlegt fyrir grísku þjóðina að hlusta
vel á orð Merkel (kanslara). Þjóðaratkvæðið er kosn-
ing um evruna eða drökmuna, hvorki meira né
minna.“
Niðurstaðan varð að 62% Grikkja sögðu nei, en að-
eins 38% já. Þar með eru Grikkir farnir úr evrunni.
Eða hvað?
Lesendur F.T. vita að það blað, með öllum sínum
kostum, er hallt undir „evrópuhugsjónina“. Kannski
tók blaðið þess vegna fullmikið mark á orðum helstu
leiðtoga ESB með kanslara Þýskalands í broddi fylk-
ingar. Og blaðið var fjarri því að vera eitt um það.
Morgunblaðið spáði því hins vegar í sínum rit-
stjórnargreinum að Evrópusambandið myndi aldrei
þora að leyfa Grikkjum að bjarga sér með flótta,
þrátt fyrir þessar stórkarlalegu yfirlýsingar. Þær
voru tilraun til að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu í einu
ríki sambandsins. Á það hefur verið bent að fullyrð-
ingar leiðtoganna um að Grikkir segðu sig undan evr-
unni með því að segja nei í þjóðaratkvæði stæðust
ekki lög og sáttmála sambandsins. Grikkir hafi sam-
kvæmt þeim sama rétt til að segja sig undan evrunni
og Borgarnes undan íslensku krónunni.
Forsætisráðherra Íslands veit betur en margir aðr-
ir að fyrrnefnt tal um að virða afstöðu Íslands er
kurteisishjal sem hefur aðeins gildi á meðan ekki
reynir á það.
Ef á það myndi einhvern tíma reyna er líkegt að
forystumennirnir á þeim bæ svöruðu aðspurðir um
fyrri fullyrðingar með áþekkum hætti og einn ágætur
formaður Framsóknarflokksins: „Ég meinti það þeg-
ar ég sagði það.“
Ekki myndin öll
Þegar þetta er skrifað birtist mönnum sú mynd að
Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, hafi lagt fram til-
boð til „evrópskra kröfuhafa“ sem sé að efni til mun
lakara en gríska þjóðin felldi með afgerandi hætti sl.
sunnudag, að áskorun hans sjálfs. Sé sú raunin, ætti
að vera óhætt að fullyrða að forsætisráðherrann sé
ekki í neinum sjálfsmorðshugleiðingum, heldur telji
hann sig hafa uppi í erminni loforð um það að í út-
færslu þessa tilboðs muni Grikkjum verða boðin
veruleg niðurfelling skulda.
Þrýstingur Bandaríkjanna gengur í þá átt og hefur
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þegar svignað undan
þeim þrýstingi. Sama má lesa út úr orðum Hollande,
forseta Frakklands, og ekki ósennilegt að hann hafi
fengið leynilegt vink frá Berlín.
Merkel kanslari þarf að geta vitnað til þessa alls
þegar hún hugsandi og treg leggur til við þingið í
Berlín að fallist verði á slíka niðurstöðu, hvað sem
fyrri yfirlýsingum líði. Þýskaland gegni þýðingar-
mestu hlutverki við að tryggja samheldni álfunnar.
Fari þetta svona verða litlu evruríkin – „sem hafa
gríðarleg áhrif við borðið“ – að kyngja niðurstöðunni
þegjandi, enda hafa þau ekki annað hlutverk.
Leiðtogar þeirra eru kumpánlega kallaðir „jakka-
fötin við hringborðið“.
Þetta vita allir nema íslenskir „evrópufræðingar“.
Og það er best að þeir fái aldrei að vita það.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
* Forsætisráðherra Íslands sóttiþá Brussel-menn heim í vik-unni, þegar vel stóð á fyrir þeim.
Topparnir þar sögðu honum að þeir
virtu ákvarðanir Íslands um að falla
frá aðildarviðræðum við ESB. Það er
gott og blessað. En vandamálið er
það, að forystumenn Evrópusam-
bandsins taka það ekki endilega mjög
alvarlega sem þeir sjálfir segja.
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39