Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 40
Viðtal
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015
M
agnea Arnardóttir og Þórhildur Magn-
úsdóttir hafa tileinkað sér mínimalískan
lífsstíl í þeim tilgangi að einfalda líf sitt.
Það er óhætt að fullyrða að þær gera
hluti sem aðrir bara hugsa um að gera
eins og að fækka fötum í fataskápnum og reyndar minnka
dót í öllum öðrum skápum. Efri skáparnir hjá Magneu
standa nánast tómir og hún var einn og hálfan tíma að gera
jólahreingerninguna í um 100 fermetra íbúð. Geri aðrir bet-
ur. Þannig er meiri tími til að njóta þegar skylduverkunum
fækkar eða þau eru einfölduð. Þessi mínimalíski lífsstíll nýt-
ur aukinna vinsælda um allan heim og hafa sumir gengið
svo langt að segja skilið við flestallar jarðneskar eigur sínar
og búa í hjólhýsi í bandarískum skógi.
Þetta er hinsvegar lífsstíll sem venjulegt fólk getur til-
einkað sér eins og þær sýna fram á. Magnea er þroskaþjálfi
og vinnur á leikskólanum Sólborg og á tvö börn, Hrefnu og
Kára, sem eru fædd 2011 og 2012 með eiginmanni sínum
Arnari Frey Björnssyni. Þórhildur, sem er nýkomin með
BS í hugbúnaðarverkfræði og vinnur sem forritari hjá LS
Retail, á soninn Esjar Kára, sem fæddur er árið 2012 með
eiginmanni sínum Kjartani Loga Ágústssyni. Þær kynntust
í fæðingarorlofi enda munar aðeins sex mánuðum á sonum
þeirra. Það var á fundi stuðningskvenna við brjóstagjöf en
Magnea hefur verið talsmaður þessa hóps. Þær fóru að tala
saman og eftir að hafa eytt mörgum kvöldum í að spjalla á
Facebook yfir brjóstagjöfinni á kvöldin um hvað það væri
mikið af óþarfa hlutum í lífi þeirra sem tækju svo mikinn
tíma og orku, ákváðu þær að stofna lokaða Facebook-
hópinn „Áhugafólk um mínimalískan lífsstíl“ fyrir um tveim-
ur árum en núna eru tæplega 450 meðlimir í hópnum. Hóp-
urinn hefur gagnast þeim vel og þar hafa skapast lifandi
umræður um hvernig sé best að fækka „draslinu“ í lífi
mann og meðlimir skiptast á góðum ráðum og hvetja hver
annan áfram. Allir áhugasamir eru velkomnir í hópinn.
Sunnudagar til Sorpuferða
„Einu sinni vorum við með „Sunnudaga til Sorpuferða“. Þá
tókum við myndir af skottinu á bílunum okkar, líka sem
hvatning til allra hinna,“ segir Magnea, sem hefur sann-
arlega markvisst fækkað hlutunum í sínu lífi.
Þetta byrjar með sakleysislegri tiltekt. „Af hverju er ég
alltaf að færa þessa styttu fram og til baka til að geta þrif-
ið, hún er ekki að gefa mér neitt þessi stytta. Núna ætla ég
bara að gefa hana í Góða hirðinn,“ tekur Magnea sem
dæmi en allt sem þær losa sig við er yfirleitt gefið í Rauða
krossinn, Góða hirðinn eða sambærilega staði þó að stöku
hlutir rati í endursölu.
„Endurvinnsla er hluti af þessu. Við förum aldrei með
þetta beint út í tunnu,“ segir Þórhildur.
Báðar eru þær með kassa heima hjá sér fyrir hluti sem
þær þarfnast ekki lengur. Og þegar kassinn er orðinn fullur
er farið í Sorpu. Þær eru líka með Rauða kross-poka inni í
þvottahúsi sem þær bæta ofan í smám saman.
„Aðalatriðið er að þú ert að vinna í því að einfalda líf
þitt,“ segir Magnea.
Formúlan er nokkurn veginn svona; minna drasl, minni
vinna, minni útgjöld verða að meiri peningum, meiri tíma
og meiri gleði.
„Þú losar þig við hluti sem þú hefur ekki gaman af leng-
ur,“ segir Þórhildur.
Hlutir taka pláss og stela orku
„Mjög oft eru þetta gjafir. Ég þarf til dæmis ekki að eiga
tvær pönnur og gaf þá aðra,“ segir Magnea. „Ég á átta
matardiska. Það er alveg nóg. Ef það koma fleiri í mat þá á
ég kökudiska. Það deyr enginn af því að borða mat af
kökudiski. Ef ég er með veislu þá hóa ég í Þórhildi og bið
hana að grípa með sér kökugaffla. Ég þarf ekki að eiga 30
gaffla,“ segir hún og má þannig segja að hugsunin á bak
við deilihagkerfið komi hér inn í líka.
„Hlutir í lífi þínu taka pláss og stela frá þér orku. Ég var
með bókahillu sem var aldrei snert. Það eina sem ég gerði
var að þurrka rykið af hillunni.“
Svar Magneu var að gefa bækurnar og selja bókahilluna.
Í leit að
einfaldara
lífi